Vikan


Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 7

Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 7
átján og þrítugs keppa að — þriggja herbergja íbúð í blokk með tilheyrandi heimilistækjum og húsgögnum, lítill bíll, kjöt í matinn,þrjá daga í viku og möguleikar á því að ganga vel til fara. Margir aðrir hlutir koma þarna einnig við sögu, og verður reynt að gera þeim eitthvað skárri skil síðar. Og nú er að hyggja að því, hvort þetta mark er of hátt. Sumir segja, að það sé mesti óþarfi að búa í eigin íbúð fyrr en á efri árum, bíll sé lúxus, sem aðrir eigi ekki að veita sér en hátekjumenn, fiskur sé nógu góður í kjaftinn á unga fóikinu og því sé nær að fara heldur betur með fötin sín, svo að þau endist eitthvað. Þessi rödd á sér fáa formælendur. Hjón með eitt barn geta látið sér nægja tveggja herbergja íbúð. En það er ekki nógu gott. Það er af nú, sem áður var, að heil fiölskylda og hópur vinnufólks kúldraðist í einni kytru og þótti gott. Það er engin frágangssök að hafa barnið í hjónaherberginu fyrst framan af, en úr því það er svona fimm eða sex ára, er betra fyrir alla aðila að barnið sofi annars staðar. (Fyrir utan þá staðreynd, að ó- víða ná börn þeim aldri áður en þeim bætist systkin). Þá er ekki í annað hús að venda en láta það sofa frammi í stofu, sem er ekki gott heldur, því hvar eiga foreldrarnir þá að halda sig, eftir að barnið er komið í bólið — eða eiga þeir að hátta jafn snemma og barnið? Og hvert á þá að bjóða gestum, sem að garði ber eftir háttatíma barnsins? Inn í hjónaherbergi? Setjum nú svo, að hjónin í tveggja herbergja íbúðinni láti barnið stöðugt sofa í hjónaherberginu. Þá hafa þau stofuna til þess að taka á móti gestum í og fyrir sig, eftir að barnið er sofnað. En varla sitja þau auðum höndum allti kvöldið, og flest heimavinna (aukavinna húsbónda, sauma- skapur og viðgerðir húsfreyju, smávegis hobby, blaða- og' bókalestur) gerir það að verkum, að erfitt er að halda, stofunni svo vel til og þokkalegri, sem stofa á í rauninni að vera. Þar við bætist, að heimavinnu húsbónda t. d. getur verið þannig háttað, að hann þurfi að hafa sæmilegt næði, og það fæst varla, þegar ekki er í nema eitt herbergi að venda, eftir að barnið er komið í ró. — Vissulega láta mörg ung hjóri sér nægia tvö herbergi, en nú til dags er lág- markskrafan þrjú herbergi. Þriggja herbergja íbúð í blokk kostar nú sex hundruð þúsund krónur á almennum markaði. Þá kemur það til álita, hvort það borgar sig að leigja. Ný þriggja herbergja íbúð í blokk fæst ekki leigð fyrir minna en 3500 krónur á mánuði eða jafnvel meira. Það gerir 42 þúsund á ári fyrir utan ljós og hita — að sjálfsögðu — eða 420 þúsund á tíu árum, miðað við að verðlag hald- ist óbreytt allan þann tíma, sem áreiðanlega verður ekki. Segjum nú svo, að húseigandanum þóknaðist að þeim tíma liðnum að segja fólkinu upp, hefur það fóðrað hann með þessum peningum í tíu ár og sér þess nú ekki grand í mat sínum. <] Hjón fyrsta lífskjaramarks kaupa heimilistæki fyrir um 50 þúsund krónur. Bíll er eitt stig lífskjaramarks I, og margir velja sér einmitt Volkswagen. v Hálfri milljón hefur verið eytt í húsnæði og fólkið er á götunni. Flestir vilja leggja meira að sér og eiga sjálfir sitt eigið þak. Það kostar að vísu meira, en að leigja íbúð, ef kostnaðinum er jafnað niður á mánuði eða ár, en sá kostnaður rennur að verulegu leyti í eigin vasa og er því til vinnandi. Annað, sem er athugandi: Þegar komið er vel af stað með húseign, skapar það möguleika fyrir hag- kvæmari verzlun til þess að ná næsta lífskjaramarki, en baráttan fyrir því hefst þegar þessu lýkur. Svo unga fólkið kaupir sér íbúð í blokk. En þar er heldur ber- angurslegt, naktir veggir og ekkert á gólfunum. Húsgögn skal til. Hér er ekki verið að bruðla neitt, aðeins hið praktískasta keypt. Það á að vera þokkalegt og vandað. Eldhúsborð og stólar í krókinn, borðstofuhúsgögn í borðstofuna, sófasett í stofuna, hjónarúm í svefn- herbergið og rúm handa barninu, teppi a. m. k. á stofurnar. Þetta gerir eitthvað í kring um 80 þúsund. Svo þarf nauðsynlegustu heim- ilistæki; eldavél, ísskáp, hrærivél, ryksugu, þvottavél, saumavél (því húsfreyjan er myndarleg og saumar sjálf á sig og barnið), og úr því verið er á annað borð að kaupa öll þessi tæki: Hárþurrku, svo húsfreyjan geti lagað á sér hárið án þess að það taki allt of langan tíma. Þetta leggur sig á um það bil 50 þúsund. Þá eru komin 730 þúsund. Næsta skrefið er bíll. Það er ekki eins mikill lúxus og margir vilja vera láta. Bíllinn er eina farartækið á landi hér á þessari eyju, og fargjöld með almenningsvögnum eru til þess að gera há, sem er ekki nema eðlilegt, vegna hins gífurlega útgerðarkostnaðar á stór- um og þungum bílum hér á okkar „vegum“. Þess vegna þarf ekki að ferðast mikið til þess að reksturskostnaður á sparneytnum einka- bíl verði minni en sem nemur sambærilegum fargjöldum með öðr- um aðferðum. Það þarf ekki mikið að ferðast með strætisvögnum til dæmis, svo að fargjöldin fyrir tvo fari upp í eða yfir 500 krónur á mánuði. Þar við bætist, að sá sem ekki á bíl getur ekki skroppið með konu sína og barn út fyrir bæinn á góðviðrishelgum öðru vísi en vera þá bundinn af áætlunarbílum og borga þau fargjöld, sem þar til heyra. Far fyrir einn til Þingvalla kostar nú til dæmis 40 krónur. Vilji hjónin skreppa þangað með barnið á sunnudegi, verða þau að borga 160 krónur fyrir það. Þá eru fargjöldin komin upp í samtals 660 krónur á mánuði, og fróðir menn segja mér, að reksturskostnaður á t. d. Volkswagen, sem er mikill tízkubíll hjá þess- um hópi fólks, sé 600 til 1000 krónur á mánuði, og er þá iðgjald af kaskótryggingu meðreiknað. Þá sést, að það .er í sjálfu sér ekki mikill sparnaður að því að eiga ekki bíl, fyrir utan það, hve miklu frjálsari hendur það fólk hefur, sem á bíl. En til þess þarf að sjálf- sögðu að eignast bílinn, og hann er einmitt meðreiknaður í því, sem til þarf til þess að ná lífskjaramarkinu fyrir ung hjón með eitt barn. Og slíkur bíll kostar um það bil 130 þúsund. Nú er reikningurinn alls kominn upp í 860 þúsund. Það sér á, að ég er ekki húsfreyja. Annars hefði ég aldrei gleymt þeim veigamikla þætti, sem er pottar, pönnur, diskar og þess háttar. Sá kafli hefði að réttu lagi átt að koma hér að framan. Jafnvel á undan bílnum, er mér sagt. En ég vona, að það komi ekki að sök. Það þarf sem sagt sitt hvað af svoleiðis dóti, til þess að teljast mað- ur með mönnum. Þessi þriggja manna fjölskylda, sem ég hef verið að tala um, þarf að minnsta kosti fjóra eða fimm mismunandi stóra VIKAN 30. tbl. — 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.