Vikan


Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 33
Margs konar vöfflur. Framhald af bls. 19. bætiS V2 bolla af appelsínusafa af flöskum og 2 matsk. safa úr appelsínu. Með þessu er gott að hafa bráðið smjör, ljóst sýróp eða flórsykur. SÚRM J ÓLKXJRV ÖFFLUR. Notið aðeins 1 tsk. af lyfti- dufti, en bætið Vi tsk. af sóda- dufti í, og notið súra mjólk í stað nýrrar. KRYDDVÖFFLUR. í þurru efnin í grunnuppskrift er sett 1 tsk. kanill, V2 tsk. allra- handa, Va tsk. negull, V2 tsk. múskat. Þá er notaður V2 bolli sykur og 2 matsk. bætt við mjólkina. Gott er að bera appelsínusósu með þessum vöffl- um, en hún er gerð þannig: APPELSINUSÓSA. 1V2 matsk. kartöflumjöl, % bolli sykur, safi úr einni appel- sínu, 1 bolli appelsínusafi úr dós eða af flöskum V2 bolli vatn, 1 matsk. sítrónusafi. Kartöflumjöl, sykur, appel- sínusafi og vatn soðið saman þar til það er tært og hrært vel í á meðan. Þá er sítrónusafanum bætt í. Þetta gerir IV2 bolla og má nota sósuna heita eða kalda. S ÚKKUL AÐIV ÖFFLUR. 2 bollar hveiti, 3 tsk. lyftiduft, V2 tsk. salt, 6 matsk. sykur, 2 egg, IV2 bolli mjólk, 4 matsk. smjörlíki, Vi bolli ósætt súkku- laði. Blandið saman hveiti, lyfti- dufti, salti og sykri. Þeytið eggjarauðurnar og bætið mjólk- inni í og hellið því saman við þurru efnin. Smjörlíkið og sákkulaðið brætt saman og sett caman við og hrært þar til deigið samlagast. Eggjahvíturnar stíf- þeyttar og blandað varlega sam- an ið. Góðar heitar með þeyttum rjóma eða rjómaís. OSTAVÖFFLUR. 1 "i bolli hveiti, V2 bolli kalt vatn, 1 bolli mjólk, % bolli rif- inn ostur, IV2 tsk, worcestershire- scsa, 1 tsk. salt, 1 bolli þykkur rjómi, 1 tsk. sykur. Þeytið hveitið saman við vatn- ið og mjólkina, bætið rifnum ostinum í og salti og worcesters- SIGILDAR Só&uJcs MEÐ (J MYN DUM FÁST í NÆSTU VERZLUN. hiresósunni. Þeytið rjómann og setjið sykurinn í hann. Blandið honum svo varlega í deigið. Járnið verður að vera aðeins kaldara en við venjulegar vöffl- ur. EN GIFER V ÖFFLUR. V2 bolli dökkt sýróp, 6 matsk. smjörlíki, 2 bollar hveiti, 2 tsk. lyftiduft, Vt tsk. sódaduft, 1 tsk. salt, 1 tsk. engifer, Vt bolli sykur, 2 egg, 1 bolli mjólk. Blandið sýrópinu og smjörlík- inu í pott og hitið að suðumarki. Kælið. Blandið saman öllum þurru efnunum og þeytið eggin, blandið mjólkinni og sýróps- blöndunni í þurru efnin og hrær- ið þar til það rétt samlagast. Haf- ið járnið ekki mjög heitt og bakið í u. þ. b. 5 mín. Gott með þeytt- um rjóma eða eplasósu og bacon. SÆNSKAR ÁBÆTISVÖFFLUR. IV2 bolli smjör, 2 bollar kart- öflumjöl eða 3 bollar mjög fín- gert hveiti, 3 egg, lVt bolli syk- ur, V2 tsk. salt. Hrærið smjörið og blandið hveitinu í og hrærið vel. Þeytið eggin lauslega, bætið sykri og salti í og þeytið í 2 mín. eða þar til það er hvítt og létt. Bætið í smjörblönduna og þeytið vel. Þessar vöfflur eru mjög linar, þegár þær koma úr járninu, en verða strax stökkar. Gott er að hafa berjasósu með þeim og þeyttan rjóma. VÖFFLUBRO WNIES. IVj bolli hveiti, V> tsk. salt, Vt tsk. kanill, % bolli smjörlíki, % bolli sykur, 2 egg, % bolli mjólk, % bolli ósætt súkkulaði, V2 bolli saxaðar hnetur. Blandið saman þurru efnun- um, hrærið smjörlíkið, bætið sykrinum smám saman í og þeyt- ið þar til það er ljóst og létt. Eggjarauðurnar settar í, síðan mjólkin með þurru efnunum. Síðan er bræddu súkkulaðinu og hnetunum bætt í og síðast stíf- þeyttum eggjahvítunum. Bakið í u. þ. b. 5 mín. í ekki mjög heitu vöfflujárni. Flórsykri stráð á og líka má smyrja þær með smur osti, ’blönduðum rjóma. Gott er líka að setja rjómaís ofan á, eða heita súkkulaðisósu. SHORTCAKE-VÖFFLUR. 2 bollar hveiti, 3 V_> tsk. lyfti- duft, 2 matsk. sykur, Vj tsk. salt, 6 matsk. smjörlíki, 1 egg, 1 bolli mjólk. Blandið þurru efnunum vel saman og skerið kalt smjörlikið með tveimur hnífum saman við, þar til það er stórkornótt. Þeytið eggið og mjólkina og blandið í hveitið, en hrærið ekki, heldur látið það allt blotna af eggja- blöndunni. Bakað í meðalheitu vöfflujárni. Alls konar ávextir og þeyttur rjómi er notaður með þessum vöfflum, líka má bera þær fram eins og kex og nota þá smjör og sultu með þeim. ★ VIKAN 30. tbl. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.