Vikan


Vikan - 08.08.1963, Síða 39

Vikan - 08.08.1963, Síða 39
atað, hlýtur því að hafa verið einum tíu sentimetrum grennri en ég. Sá eða sú, því að það var Marjorie — sem raunar heitir Nancy Colmer réttu nafni. Þér getið sjálfur sannfærzt um þetta atriði, með því að máta á hana beltði — hún situr nefnilega þarna á aftasta bekk .. . Og nú gerðust margir hlutir í senn. Ég veitti því fyrst og fremst athygli, að Bentz lög- reglufulltrúi tók undir sig stökk og ruddist aftur í sal. Nancy Colmer hafði reynt að komast undan, en hann varð henni fyrri til og greip hana í dyrunum. Mér var sleppt úr haldi þenn- an sama dag. Bentz lögreglufull- trúi annaðist framkvæmd allra formsatriða í því sambandi. Hann leit ásakandi á mig. ■— Þér fóruð með þetta allt til fjandans, sagði hann. — Nú? Hvað eigið þér við, herra lögreglufulltrúi? .— Ég hafði haldið að ég væri leynilögreglumaðurinn, svaraði hann. * Hvað er bezt og hvað er verst á íslandi? Framhald af bls. 27. sig upp úr lágkúruskap ná- grannanna með því að reisa „fjöll“ i görðnm sinum og löndum. Okkur íslendingum myndi sennilega þykja litið til slíkra „fjalla“ koma, en í Dan- mörku þykja hólar betri en jafnslétta. Það er kannske vegna þessa, sem Páli Marsteinssyni, fyrr- verandi Dana, þykir svo mjög mikið koma til fjallanna á ís- lundi. Hann segir, að íslenzku fjöllin séu mjög heillandi, og geri það m. a. að verkum, að hann geti ekki hugsað sér eftir 17 ára dvöl liér á landi að yfir- gefa það og setjast að úti. Ekki þar fyrir, að hann finni ekkert athugavert við þjóðina. Honum er drykkjuskapur okkar ofarlega í huga eins og fleirum: — Þið íslendingar kunnið ekki að drekka. Það var eitt af því fyrsta, sem ég tók eftir við komuna til landsins. Ég held að til sé það ráð við þessu, að inn- leiða bjórdrykkju, og hægt verði að kaupa áfenga drykki i öllum matvöruverzlunum. Ilátin und- ir vínið verða að minnka, þannig að menn geti keypt sér pela, — eða það magn, sem þeim hentar. Svo nær ekki nokk- urri átt, að Sunnlendingar verði að draga öll sin vinföng að héð- an úr borginni, þar sem þau eru aðeins seld á tveim til þremur stöðum. Hvaða vit er í þessu? fslendingar myndu læra að stanza á réttum stað i drykkju sinni ef frjálsari háttur yrði á hafður. Eitt af því fyrsta, sem ég tók eftir hér á íslandi, var jafnrétti allra i þjóðfélaginu. Það er enginn stéttamisinunur. Það tel ég einn af aðalkostunum við ís- lendinga, hve alúðlegir þeir cru og hrokalausir liverjir við aðra og' gagnvart útlendingum. Þar sem ég er verzlunarmaður, lief ég tekið eftir þessu. Þess vegna finnst mér betra að verzla við íslendinga en Dani. íslendingar eru liprari og betra við þá að eiga. Annars finnst mér ýmis- legt megi betur fara i verzlunar- málum íslendinga, en við skul- um láta það kyrrt liggja. Það má þó benda á, að hættir af- greiðslufólks eru ekki alltaf sem skyldi. Mér þótti undarlegt á fyrstu árum mínum hérna á íslandi, hve íslendingar fara seint að liátta og seint á fætur. Ég var vanur því frá Danmörku að fara á fætur kl. C á morgnana. Það þekkist ekki hér. Annars er ég farinn að venjast þessu, -— þyk- ir orðið gott að skríða ekki á fætur fyrr en rétt fyrir niu á morgnana. íslendingar eru óhemjudug- legir, eins og sést á bygginga- framkvæmdum þeirra, t. d. liérna i höfuðborginni. En ég held, að þeim sé betra kapp með forsjá. Það cr leiðinlegt, að ekki sluili búið að malbika göt- urnar í 15 ára gömlu íbúðar- húsahverfi. Það er ekki nóg, að reisa húsin og flytja i þau. Það verður að fullgera verkið sem fyrst, — skapa heilsteyptan og fallegan borgarbluta, í stað stórra óhreinlegra húsa í subbu- legu umhverfi. Ferðamál íslendinga eru einnig heldur bágborin. Landið á eflaust mikla framtið fyrir sér sem ferðamannaland, en það getur aldrei orðið, þegar hvergi er liægt að fá gistingu svo vel sé úti um landið. í lieild er ég mjög hrifinn af íslendingum og íslandi. Þetta er hraust þjóð og dugleg i fall- egu landi. Þeir eiga framtíðina lyrir sér. Þannig fórust Páli Marteins- syni orð um ísland. Hann er nú verzlunarstjóri lijá Sölufél. Garðyrkjumanna, enda garð- yrkjumaður að inennt. Hann er kvæntur íslenzkri konu, Gyðu Pálsdóttur að nafni. YERÐLAUNAFERÐ THELMU. Framhald af bls. 19. miðjan dag. Yfirleitl er þarna uni borð allt seni hugurinn girnist og tollfrjáls varning- ur meðan siglt er um úthöf- in. — Við hverja máltíð er margréttaður matseðill og kalt borð og bressing fyrir þá mörgu sem á ferli eru um miðnætti í þessari fljótandi borg. Á Kanarieyjum notar SUNNA fyrir gesti sína tvö glæsilegustu gistiliús, sem til eru á Tenerife, stærstu eynni, þar sem aðallega er dvalið. Annað þeirra, Tene- rife Playa, sem er stórt lux- ushótel með um 360 herbergj- um er i eigu borgarstjórans í höfuðborginni Santa Cruz. Er þai‘ livert einasta herbergi með sólsvölum, en einkasund- laug er í hótelgarðinum, en sjáift stendur gistihúsið við sjóinn, þar sem fögur sjón er til tignarlegra fjalla fyrir opnum Orotavadalnum, sem þakinn er bananaekrum og litfögrum skrautblómum. Þcgar eigandi Tenerife Playa liótelsins frétti það að Greek Line væri búin að bjcða ungfrú Island 1.963 skemmtisiglingu i verðlaun, bað hann Ferðaskrifstofuna SUNNU að koma því á fram- færi við forráðamenn is- lenzku fegurðarsamkeppn- innar, að gistihúsinu væri á- nægja að því ef þessi fulltrúi íslenzku kvenþjóðarinnar vildi þiggja að búa endur- gjaldslaust i eina viku í við- liafnaribúð á jiessu glæsilega luxushóteli, til þess að geta notið betur unaðssemda lofts- lags og sjávarhitans á Kana- ríeyjum. Ekki mun ráðið hvenær Thelma Ingvarsdóttir tekur sér far með skemmtiferða- skipinu suður til Kanarieyja og skráir nafn xsilt í gestabók luxushótelsins Tenerife Playa við sólarstrendur Paradísar- eyja. En vist er um það að hún verður öfundsverð þá dagana, bæði meðan ævin- týrið endist um borð í hinni fljótandi ævintýraborg skemmtiferðaskipsins og meðan hún valcnar á hverj- um morgni við sólarflóð og sjávarilm í bananadalnum á Kánarieyjum. Iiún er í þeirri skemmi- legu aðstöðu að geta hringt á Ferðaskrifstofuna SUNNU og beðið um að láta skrifa út fvrir sig farseðil i skemmti- siglingu suður í böf með tuttuguþúsund tonna luxus- skipi og liótelávísun á viku- dvöl i luxusíbúð á einu glæsi- legasta hóteli Kanarieyja, — og þurfa ekki að segja nema takk, — því það kostar ekki neitt. Sendum um allan heim. Sendum um allan heim. íslenzkur listiðnaður úr gulli, silfri, beini og tré. Ullar- og skinnavörur í miklu úrvali. Auk þess úrval af innfluttum rjafavörum. Listaverkaprentanir frá ítalíu og Japan. RAMMAGERÐIN, Hafnarstræti 17. MINJAGRIPAVERZLUNIN, Hafnarstræti 5. Sendum um allan heim. Sendum um allan heim. VIKAN 32. tbl. — gg

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.