Vikan


Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 6

Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 6
JON P. EM0.S SERHVER SKAL NAFN BERA Frá ómunatíð hefur nauðsyn borið til, að sérhver maður bæri ákveðið nafn til aðgrein- ingar frá öðrum. Þetta nafn er kallað eiginheiti eða skírnamafn. Hér á landi verður um nafnskyldu að ræða með kristnitökunni. Leiddi þessi skylda af skírnarskyldunni, sem þá komst hér á. Þegar farið var að halda kirkjubækur, voru sett fyrir- mæli þess efnis, að nafn hvers barns skyldi skráð í kirkjubók ásamt nöfnum foreldra þess. Mönnum, sem standa utan þjóðkirkjunnar, er ekki lögð sú skylda á herðar að láta skíra börn sín, en engu að síður er þeim skylt að gefa börn- um sínum nöfn og tilkynna þau sóknarpresti til skráningar innan 12 vikna frá fæðingu barn- anna. Skírnarskyldan náði aðeins til eiginnafnanna. En með því að fjölda þessara nafna eru takmörk sett, koma kenningamöfnin til sögunnar og síð- ar ættamöfnin. Lagafyrirmæla um kenningar- og ættarnöfn gætir ekki fyrr en með setningu laga um mannanöfn frá 1913. Þá hafa ávallt tíðkazt ýmis auknefni. Eru þau nefnd ýmsum nöfnum, t. d. uppnefni, við- urnefni, skáldaheiti og gælunöfn. Um þessi nöfn er það að segja, að lögin hafa aldrei til þeirra tekið. Þessi nöfn voru algengari áður fyrr, en þau fara nú þverrandi, einkum í þéttbýli. Samkvæmt framansögðu getur því verið um fjóra flokka nafngifta að ræða, þ. e. eiginnöfn, kenningarnöfn, ættamöfn og aukanefni. Verður nú rætt um hvern þessara flokka sérstaklega. I. Svo er að sjá á fornsögum okkar, að vart hafi einstaklingur talizt maður með mönnum, nema hann bæri viðurnefni. Slíkt þótti engin hneisa á þeim tíma, enda þótt aukanefnin hefðu oft miður virðulega merkingu. Má sem dæmi nefna Hallgerður Iangbrók, Auðunn skökull, Þórir snepill, Þorkell hákur, Hrappur Örgumleiðason, Hergils hnapprass. Svo föst hafa þessi viðurnefni verið á þessum tímum í sumum tilfellum, að börn hafa tekið þau upp í kenningarnöfn sín, t. d. Hrafn Hængsson, Gísli Súrsson, Arnbjörn Sleitu-Bjarnason, Höskuldur Dala-Kollsson. Lengra fram í ættir náðu viðurnefnin ekki, þar sem ættarnöfn voru alger- lega óþekkt fyrirbrigði hér á landi allt fram á 17. öld og voru þá af allt öðrum toga spunnin, eins og síðar verður vikið að. Þróunin hjá öðrum þjóð- um varð hins vegar víða sú, að viðurnefni urðu að ættarnöfnum. Séu virt ýmis erlend ættarnöfn, kemur í ljós, að merking þeirra er harla undarleg. í Þýzkalandi er t. d. virðuleg ætt, sem ber titilinn Waldteufel (skógardjöfull). Rás tímans hefur gerbreytt viðhorfi manna til viðurnefna, og í dag myndu slíkar nafngiftir þykja frekleg móðgun og yfirleitt vera til þess fallnar að varða refsingu samkvæmt meiðyrðakafla almennra hegningarlaga. Eðlilega er ekkert því til fyrirstöðu, að menn skeyti sjálfir einhverri einkunn við nöfn sín. Til sveita eru menn iðulega kenndir til bæja, og halda margir þeim sið, þótt þeir séu orðnir borgarbúar, t. d. Jónas frá Hriflu, Ásmundur frá Skúfsstöðum, Magnús frá Mel. Einnig er algengt, að skáld og rithöfundar taki sér viðurnefni eða skálda- heiti, t. d. Jón Trausti, Örn Arnarson og Steinn Steinarr. Svo gróin eru þessi skáldaheiti í mörgum tilfellum, að menn vita ekki hið rétta nafn skáldsins. Það er að mörgu leyti heppilegur og viðfelldinn siður að nota skáldanöfn, en varast ættu skáldin að nota slík heiti í öðrum samböndum, en við skáld- skap sinn, því að fari notkun skáldaheitisins út fyrir hinn ætlaða grundvöll, er slík notkun óheimil og brýtur í bága við ákvæði laga um mannanöfn. Ekki verður séð, að skáldaheiti njóti mikillar lögverndar fyrir viðkom- andi skáld eða rithöfund. Eklci verður t. d. séð, að rithöfundurinn Halldór Sigurðsson frá Hvammstanga fengi mikið að gert, þótt einhver ungur og ótíndur maður færi að birta ritsmíðar sínar undir nafninu „Gunnar Dal“. Þegar skortir jákvæðan vilja viðkomanda til auknefnis, er í langflest- um tilfellum saknæmt að beita þeim. Þykir það jafnan hneisa að verða fyrir slíkum nafngiftum. Svo langt hefur þessi réttur til nafnhelginnar verið túlk- aður af dómstólum, að Hæstiréttur dæmdi Theódór Friðriksson, rithöfund, fyrir að minnast á það í bók sinni, „f verum“, að maður nokkur á Sauðár- króki hafi gengið undir viðurnefninu strigakjaftur. Telja verður þó vafa- samt, að frásögn Theódórs hefði gefið rétta aldarfarslýsingu, ef hann hefði ekki greint frá strigakjafts-viðurnefninu. Maðurinn, sem þetta uppnefni bar, g — VIKAN 33. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.