Vikan


Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 35

Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 35
Aldrei er Kodak litfilman nauðsynlegri en þegar teknar eru blómamyndir KODACHAOME II 15 DIN KODACHROME X 19 DIN EKTACHROME 16 DIN HANS PETERSEN H.F. Sími 2-03-13 Bankastræti 4. Magna. Burðarkarl einn fullyrti að ekkja Rumbolds byggi enn þar í þorpinu. — Það hús er hinum megin við fljótið, sagði hann. Þér gang- ið þennan veg þangað til þér komið á fljótsbakkann og síðan til vinstri upp með fljótinu, þangað til þér komið að trébrú, sem liggur yfir það. En þér verð- ið að fara gætilega þarna, því að bakkarnir eru háir og snar- brattir og víða sleipt — og verð- ur þó verra þegar fer að rigna. Honutn varð litið upp í skýja- þykknið. Það mætti segja mér að það skylli á úrhellisrigning þá og þegar, og það með þrumum og eldingum. En þér hljótið að verða komnir á leiðarenda þá. Þér sjáið húsið strax þegar þér komið yfir á hinn bakkann. Ransome átti ekki í neinum erfiðleikum með að rata eftir þessari leiðsögn; kom þar að, sem unnið var að breikkun vegarins og innan skamms var hann kom- inn að brúnni. Það var nokkurn veginn jafnsnemma, að hann kom yfir á hinn bakkann og að rigningin skall á. Húsið stóð í trjálundi, spölkorn frá veginum. Ekki sást nein önnur byggð þeim meginn fljótsins, en þetta hús, og bersýnilega hafði brúin verið gerð yfir fljótið með tilliti til íbúa þess. Ekki gat Ransome annað fund- ið en að ekkjan fagnaði komu hans. Kvað það ekki oft að gesti bæri þar að garði. Ráðskonan bar þeim te. Rans- ome sá það út um gluggann að himinninn sortnaði sífellt meir. Það var komin úrhellisrigning. Hann vonaði að það tæki sig ekki of langan tíma að fá spurn- ingum sínum svarað, svo að hann gæti náð aftur á járnbrautarstöð- ina fyrir myrkur. Hann hóf máls á því, að hann hefði kynnzt manni ekkjunnar lítilsháttar fyrrum, þó að það væri að vísu ekki fyllilega samkvæmt sann- leikanum. — Það munaði minnstu að ég færi í þennan leiðangur með honum, sagði Ransome. Ég skrif- aði honum og tjáði mig fúsan til fararinnar. Fyrst hafnaði hann boði mínu, en svo virðist hann hafa séð sig um hönd. Mér barst bréf frá honum ... Og Ransome leit fast á ekkjuna, þegar hann sagði síðustu orðin. — Já, bréf, endurtók ekkjan lágt og starði fram undan sér. Það var eins og hún gengi minn- ingunni á vald. Já, ég fékk bréf frá Gregory. Tvö bréf. Og svo drukknaði hann. Já, þér vitið að sjálfsögðu, að hann drukknaði? — Já, ég veit það, svaraði Ransome. — Þeir drukknuðu ekki af ein- trjánungsbátnum, mælti ekkjan enn. Fyrst var því haldið fram, en það kom á daginn síðar að það var ekki rétt. Þeir drukkn- uðu allir sex. Allir leiðangurs- mennirnir, en hvorki leiðsögu- mennirnir né burðarmennirnir. Þeir björguðust, og það voru þeir, sem náðu líkum hinna drukknuðu upp úr fljótinu. Þetta varð allt með undarlegum hætti. Gregory skrifaði mér tvö bréf, skömmu áður en það vildi til ... Hún spennti hendur í skauti og tók að stara á þær. — Ég man enn eftir þeim, White og Hud- son. Þeir voru báðir einstaklega skemmtilegir menn. Og svo var það Mayrick. Honum hef ég gleymt. Já, og það stóð til að einn maður enn tæki þátt í þess- um leiðangri ... Ég man að Gregory skrifaði honum en fékk ekkert svar. Það varð ekki neitt úr því að Gregory skrifaði hon- um aftur, hann var ekki hneigð- ur fyrir bréfaskriftir, og auk þess hafði hann svo mikið að gera við undirbúning leiðangursins. Og svo fór, að þeir drukknuðu allir. Hann skrifaði mér tvö bréf. Yð- ur langar kannski til að sjá þau? — Ég geri ráð fyrir að ég sé maðurinn, sem hann skrifaði, sagði Ransome. Það er einmitt þess vegna, að ég er hingað kom- inn ... En það var eins og hún heyrði ekki orð hans. — Tvö bréf, end- urtók hún. Kannski yður langi til að sjá þau, fyrst þér þekkt- uð hann. Hún leit upp á hann með bæn í augum. — Já, mig langar einmitt til að sjá þau, sagði Ransome vin- gjarnlega. Hún sótti bréfin ofan í drag- kistu. Pappírinn var mjög tekinn að gulna, blekið að dofna. — Þetta er fyrra bréfið, sagði ekkjan. Hann þekkti þegar kraftmikla rithöndina. Hann las frásögn Rumbolds af sjóferðinni, viður- eigninni við tollþjónana að henni lokinni og loks lýsingu á Manaos. Þar hafði hann enn komizt í þras og erfiðleika; Rumbold kvartaði yfir því, að hann hefði verið krafinn greiðslu fyrir sjö rúm á gististað, enda þótt leið- angursmennirnir væru ekki nema sex. Loks ræddi Rumbold um ferð- ina upp eftir Iquitosfljóti ... þar sem hin eiginlega könnunarferð leiðangursins hefst. Hudson hef- ur ráðið leiðsögumenn og burð- armenn. Það verða alls fjórir eintrjáningsbátar, sem við þurf- um að fá. Ég hef sett White yfir birgðirnar, og vona að hann reynist dugandi í því starfi. Ég þóttist komast að raun um það heima á Englandi, að hann væri góðum hæfileikum búinn. En eftir að hingað kom, virðist hann dálítið undarlegur og utan við sig á stundum, og ef það eykst, kvíði ég því að hann verði okkur frekar til trafala en hitt, þegar inn í frumskóginn kemur. í morgun komst ég til dæmis að því, að hann hafði keypt allan borðbúnað óg þesshát'tar handa sjö, þó að við leiðangursmenn- irnir séum ekki nema sex. Þegar ég ávítaði hann fyrir þetta sinnuleysi, gat hann ekki komið með neina viðhlítandi skýr- ingu ... Bréfinu lauk á því, að leiðang- urinn væri í þann veginn að leggja af stað upp eftir Iquitos- fljóti til Jaquinta. Þaðan yrði svo haldið lengra inn í landið. í hinu bréfinu hélt Rumbold áfram frásögn sinni þar sem áður var frá horfið. Á miðri fyrstu síðu þess las Ransome eftirfar- andi: ... Þetta er allt harla undar- legt, og enn sem komið er á ég örðugt með að gera mér fylli- lega grein fyrir því. Það er ekki einungis White, heldur og Hud- son og jafnvel Mayrick sem virð- ast haldnir einhverri ímyndun eða ofskynjun, eða hvað ég á að kalla það, þegar þeim finnst að sjöundi leiðangursmaðurinn sé með í förinni. Þeim virðist öll- um mjög þvert um geð að vera einir nokkra stund, einnig er það, að enginn af þeim vill ganga síðastur, þegar við erum á ferð. Loks ber nokkuð á einhverri annarlegri óró á meðal hinna innfæddu. Þrír hafa þegar horfið brott án þess að við vitum meira um það. Þegar við snæddum kvöldverð síðast, framreiddi Mayrick fyrir sjö, og varð sem furðu lostinn, þegar ég benti hon- um á mistök hans. Það er engu líkara en að þessi ímyndun sýki út frá sér eins og næm sótt. Þegar kvöldverði var lokið, gekk ég spölkorn frá tjald- staðnum, því að mig langaði til að vera einn í ró og næði svolitla stund. Þá varð ég þegar gripinn þeirir undarlegu tilfinningu, að einhver væri þarna í fylgd með mér. Og svo sterk varð þessi annarlega tilfinning, að ég gat ekki stillt mig um að líta um öxl. Og nokkur andartök varð þessi ímyndun svo raunhæf, að ég hefði getað unnið eið að því, að ég sæi manninum bregða fyrir í tunglsljósinu. Þetta veldur mér þó ekki nein- um kvíða að ráði. Slík ímyndun og jafnvel misskynjun er ekki neitt nýtt. Samskonar, eða að VIKAN 33. tW. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.