Vikan


Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 20
Ég ók yfir að hótelinu, þar sem ég hafði skilið Vicky Simp- son eftir á mánudeginum. Hún beið enn eftir því, að yfirvöldin afhentu henni lík mannsins hennar. Þegar hún opnaði fyrir mig, sagði hún dauflega: „Hvað vilt þú?“ „Nokkur svör?“ „Þú kemur í geitarhús að leita ullar. Allt sem ég á til, eru spurningar." En hún gerði enga athuga- semd við það, þótt ég gengi inn. „Af hverju sagðir þú mér ekki, að Ralph væri góður vinur Bruce og Dolly Champion?" „Bara af því að ég vildi ekki að þú vissir það.“ „Varstu hrædd um, að hann væri eitthvað viðriðinn morð Dolly? Þn vissir, að það var náið sam- band milli þeirra?“ „Ekki á þann hátt, sem þú meinar. Hann var frekar eins og ráðgjafi hennar í fjármálum." „Það getur ekki passað. Dolly átti ekki túskilding til,“ sagði ég. „Hún þurfti ekki á neinum íjármálaspeking að halda.“ „Það er nú bara það, sem þú heldur. Það vill nú svo til, að ég veit, að hún átti nóga pen- inga, um það leyti, sem hún var myrt. Ralph sagði mér, að hún hefði átt að minnsta kosti þús- und dollara í reiðu fé.“ ,Þetta hlýtur að vera rangt hjá þér, Vicky. Champion hjónin áttu enga peninga. Mér var sagt, að Ralph hefði þurft að borga fyrir þau kostnaðinn í sambandi við fæðingu drengsins.“ „Hann þurfti þess alls ekki. Hann var heppinn á veðreið- unum, svo hann lét þau hafa peningana. Hún borgaði honum meira að segja til baka.“ „Hvenær?" „Rétt áður en hún var myrt. Af peningunum sem hún átti.“ „Sá Ralph raunverulega alla þessa peninga hjá henni?“ „Vitanlega sá hann þá. Hún bað hann um að taka þá og geyma þá fyrir sig, en hann þerði ekki að taka ábyrgðina á þeim, svo hann sagði henni að l^ggja þá í banka. En hún var svo hrædd um að Bruce kæm- ist að því, og eyddi þeim öllum, eins og peningunurh, sem hún átti, þegar þau giftust.“ „Hvaðan fékk hún alla þessa peninga?" „Ralph sagði, að hún fengi þá hjá einhverjum manni, en vildi ekki segja sér hverjum." Hún lækkaði röddina, og hálfhvíslaði: „Ég held að hún hafi verið myrt vegna þessara peninga.“ „Og að Bruce hafi gert það?“ „Annað hvort hann, eða ein- hver annar. Ralph hélt, að það væri einhver annar." „Hvernig rökfærir hann það?“ „Ég veit það ekki. Kannske stóð það í einhverju sambandi HÚN LÆKKAÐI RÖDDINA, OG HÁLFHVÍSLAÐI: „ÉG HELD AÐ HÚN HAFI VERIÐ MYRT VEGNA ÞESSARA PENINGA.“ 2Q — VIKAN 33. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.