Vikan


Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 23

Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 23
fjölskyldunnar — og mér hefur alltaf fundizt það einkar hug- þekk venja — að nota orðalagið „við“ og „okkur“; „við höfum hugsað okkur þetta,“ eða „við höfum ákveðið það,“ og eins er alltaf talað um „köttinn okkar,“ „hundinn okkar“ og „bílinn okk- ar“. Að mínu áliti er þetta jafn óvefengjanlegt og ljóst merki um eðlilegt og heilbrigt fjöl- skyldulíf og asinn, sem sífellt er á Clarissu, ber því vitni að hún sé eðlileg og heilbrigð stúlka. „Þetta er arfur,“ svaraði Molly hef verið að hugleiða," sagði Molly. „Og ég held að eini stað- urinn, sem til greina getur kom- ið, sé yfir stigapallinum upp á loftið.“ „Og þar er líka einmitt rétta birtan,“ mælti Clarissa af sinni listskólaþekkingu. „Ekki bein birta eða sterk, dálítið rökkv- uð . . . þessi mynd krefst nefni- lega samskonar birtu og Las Meninas. Við skulum fara með hana þangað og sjá hvort hún nýtur sín ekki vel þar.“ Og nú fórum við George að ganga í það að hengja upp mál- „En nú þarf þess svo sannar- lega ekki með“. Við George þvoðum okkur um hendurnar, og á eftir það beið okkar ljúffengur kvöldverður á borðum. Molly sá um það. Ég hef alltaf haft mikla ánægju af að heimsækja Anstrutherhjónin, en ekki man ég til að ég hafi nokkum tíma átt öllu skemmti- legra kvöld á heimili þeirra. 2. Að mig minnir, var um það bil hálfur mánuður liðinn frá því er við hengdum upp mál- að vaða yfir læk. Ég vissi líka að George þótti mjög vænt um þessa mynd; hann hafði einu sinni sagt mér frá því, að þetta væri fyrsta myndin, sem hann hefði keypt; klófesti hana á mál- verkauppboði endur fyrir löngu. Hann ákvað eftir nokkra um- hugsun að hengja hana upp frammi í anddyrinu. Það vildi svo vel til, að hún var mun minni heldur en málverkið af stúlkunni, svo að bletturinn, sem myndast hafði bak við hana, mundi ekki sjást. Loks var þá þessum málverka- MYNDIN SAGA í HEILU LAGI í ÞESSU BLAÐI eftir Margary Sharp MIG VAR FARIÐ AÐ GRUNA, AÐ EF TIL VILL HAFI ÞAÐ VERIÐ YAFASAMT LÁN FYRIR ANSTRUTHERFJÖLSKYLDUNA AÐ FÁ MYND- INA í ARF, ÞÓ HÚN VÆRI ÓUMDEILANLEGT MEISTARAVERK. EN AÐ SJÁLFSÖGÐU FORÐ- AÐIST ÉG AÐ YMPRA Á SLÍKU VIÐ NOKKURN, ALLRA SÍZT GEORGE. henni. „Kallarðu okkur ekki heppin?" „Jú, ég held að það svari því! Hver hefur málað þessa mynd?“ spurði Clarissa. Við hin litum hvert á annað. Þótt einkennilegt mætti virðast, þá höfðum við ekkert gætt að því. Myndin var svo áhrifasterk og gædd svo sjálfstæðu lífi, að okkur hafði algerlega gleymzt að taka það með í reikninginn, að hún gat ekki hafa orðið til af sjálfri sér, heldur hlaut hún að sjálfsögðu að eiga sér höfund. Og nú kom annað í ljós, sem ekki var síður undarlegt — það var hvorki finnanlegt neitt nafn, fangamark né nokkurt slíkt annað merki á myndinni, sem gefið gæti til kynna hver sá listamaður hefði verið, sem skapaði slíkt meistaraverk. Hvernig, sem við leituðum; já, Clarissa fékk föður sinn meira að segja til að taka málverkið úr ytri umgerðinni, án þess að það bæri nokkurn árangur. „Bara betra,“ varð Clarissu að orði. „Þá er það eftir einhvern óþekktan meistara. Hvar eigum við að setja það á vegg?“ „Það er einmitt það, sem ég verkið. Það er iðulega, sem ég aðstoða hann við ýmislegt þess háttar, því að þó ég sé sjálfur piparsveinn, hef ég góðan smekk fyrir því, hvað fer bezt á heim- ili, auk þess sem ég er laghent- ur og hef gaman af að fást við slíkt. Þetta tók okkur þó mun lengri tíma, en við bjuggumst við, eins og raunar fer alltaf fyrir manni, þegar um svona smámuni er að ræða. Það stend- ur ekki á sama hvernig það er gert, og það átti líka eftir að koma á daginn, að þetta viðvik var vel þess virði, að ekki væri kastað til þess höndunum. Það var eins og veggurinn, stigapall- urinn sjálfur og allt umhverfi fengi nýtt líf. „Þetta er ekki einu sinni Velasques — þetta er sjálfur meistari meistaranna . .. Goya!“ hrópaði Clarissa frá sér numin af hrifningu og starði á mynd- ina. Og Molly, sem að vísu gat ekki talað af sömu fagþekkingu og dóttirin, horfði líka lengi á málverkið, eftir að það var kom- ið þarna á sinn stað. „Ég hef oft verið að hugsa um að setja blóm hérna á stigapallinn", sagði hún. verkið, þegar ég heimsótti þau hjónin næst. í rauninni var það Clarissa, sem hafði ráðið því hvar málverkinu var valinn staður; Molly lét hana um það, eins og svo margt annað. Það hefði verið synd að segja, að Molly væri að halda sínum vilja fram yfirleitt. Ég var oft að hugleiða þetta seinna. Ein- mitt þetta ... „Clarissa segir, að það beri ekki nógu mikið á málverkinu þarna. Maður njóti þess ekki nógu vel“, varð Molly að orði, þegar ég var kominn inn. „Hún heldur því fram, að það eigi það fyllilega skilið að hanga hérna, inni í setustofunni“. „Einmitt þarna yfir arinhill- unni“, sagði Clarissa ákveðin. „Við skulum sjá það, að mál- verkið gerbreytir setustofunni". Við George litum hvor á ann- an og sáum okkar sæng upp reidda. Við yrðum að taka aftur til við hamar og nagla, og í þetta skiptið sáum við það meira að segja fyrirfram, að þetta yrði tafsamt verk og vandasamt. Það hékk nefnilega þegar málverk yfir arinnhillunni; laglegasta vatnslitamynd af kúm, sem voru tilflutningi lokið, að minnsta kosti í bili, og við George gát- um virt fyrir okkur árangurinn af erfiði okkar. Ég hlaut að við- urkenna að Clarissa hafði rétt fyrir sér — málverkið naut sín jafnvel enn betur þarna, en uppi yfir stigapallinum. f rauninni drottnaði það yfir setustofunni, gerbreytti henni, öldungis eins og Clarissa hafði fullyrt. En mig langaði mest til að vita hvernig Molly félli sú breyting. Hún hlaut að koma mest við hana, sem sat öllum stundum þarna í stofunni, annað hvort við sauma, eða við bréfaskriftir. Satt bezt að segja, þá er ég að vissu leyti ástfanginn af Molly Anstruther, það er eins gott að ég játi það strax með tilliti til þess, sem á eftir fer. En ég vil um leið taka það fram, að þessi ást mín er eins meinlaus og hugsazt getur, og að sjálfsögðu hef ég haldið henni algerlega leyndri, svo að jafnvel hún hef- ur aldrei orðið þess áskynja -— að minnsta kosti ekki það ég veit — og eru konur þó næmar á slíkt. En þessi ást mín hefur þó orðið til þess, að ég hef veitt henni mun nánari athygli en áð- VIKAN 33. tbl. — 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.