Vikan


Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 36

Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 36
COLGATE EYÐIR ANDREMMU VARNAR TANNSKEMMDUM Þegar þér burstið tennurnar með COLGATE Gardol tannkremi myndast virk froða sem smýgur inn á milli tannanna og .... hverfur þá hvers konar óþægileg lykt úr munni .... en bakteríur sem valda tannskemmdum skolast burt. Hjá flestum fæst þessi árangur strax og reglubundin burstun með COLGATE Gardol ver tennurnar skemmdum og heldur þeim skínandi hvítum. ltegluleg burstun meði COLGATE Gardol i Eyðir andremmu Vinnur gegn tannskemmdum sf Heldur tönnum yðár skínandi hvítum. EKKERT TEKUR FRAM GÓÐRI HIRÐINGU TANNANNA OG REGLUBUNDINNI BURSTUN MEÐ COLGATE Gardol tannkremi. minnsta kosti mjög svipað, kom fyrir Norðurheimskautsleiðang- ur, að ég man ... Bréfið var alls fjórar síður, en nú hafði Ransome ekki kjark til að lesa lengra. Hann vildi kom- ast á brott sem fyrst, út úr hús- inu, undir bert loft, þrátt fyrir óveðrið, svo að hann fengi næði til að hugsa. Kannski fyndi hann einhverja lausn á þessari undarlegu og torráðnu gátu. En allt kom fyrir ekki. Hann gat ekki fundið neina aðra lausn en þá, að hið liðna hefði á ein- hvern óskiljanlegan hátt nálgazt líðandi stund, þannig að árin hefðu dregizt saman — hin tutt- ugu og fimm ára breiða gjá þrengzt svo að barmar hennar næmu nú nærri saman; nú, þegar hann hafði lokið því hlut- verki, sem hann hafði fengið frest til. Hann var þess sjálfur fullviss, að hann hefði á einhvern óskiljanlegan hátt tekið þátt í leiðangrinum. Hann var þess fullviss, að það hefði verið Rum- bold, sem hann sá í draumnum. Og um leið var hann eins viss um það, að það hefði verið sjálf- ur hann, sem Rumbold sá og gat um í bréfi sínu. Og að hinir leið- angursmennirnir hefðu einnig orðið varir návistar hans. LJÓSAN þokueim lagði upp af rakri jörðinni og loftið var þrungið agnan af leir og rotn- uðu laufi. Hann fékk ekki greint fljótið í myrkrinu. Trén runnu saman í dökkan skugga, sem myndaði órofavegg fyrir framan hann, og það tók hann drjúga stund að finna þar smugu á, sem hann kæmist í gegnum, ofan að fljót- inu og um hríð hélt hann jafnvel að hann væri kominn framhjá stígnum. En svo fann hann leiðina allt í einu, og fyrr en varði var hann kominn niður á fljótsbakkann og sá brúna og handriðið framund- an eins og enn myrkari skugga, en myrkrið umhverfis. Þegar hann fann brúarplank- ana undir fótum sér og leitaði taks á handriðinu, var sem sort- inn drægist saman allt í kringum hann, og um leið buldi regnið á honum eins og steypiflóð. Hann fetaði sig gætilega út á brúna og hélt fast um handriðið. Þegar hann var kominn út á hana miðja, var sem plankarnir iétu undan og dúuðu til, þegar hann steig á þá fæti. Hann greip báð- um höndum um handriðið, en það lét einnig undan og hann æpti upp yfir sig af skelfingu og vissi um leið, hvernig fara mundi. Óljóst varð hann þess var að einhverjar dökkar verur komu út úr skuggunum á bakkanum hinum megin, urðu fyrst ekki greindar frá myrkum trjánum, en tóku smámsaman á sig sýni- legra form og svip. Það voru sex menn, sem gengu ofan að fljót- inu og út á brúna til móts við hann . . . Og um leið gerðist það, að hann fann ekkert viðnám þegar hann steig niður fæti. Hann rak upp vein ... Um leið og hann hvarf ofan í fljótið, varð honum ljóst hvernig dauða þeirra leiðangursmann- anna sex hafði borið að. Vein sjöunda mannsins, þess er var og var ekki með í förinni, hafði lokkað þá út á tágabrúna, sem síðan hafði brostið undan þeim. Rannsókn leiddi í ljós að hengi- brúin, sem gerð hafði verið yfir fljótið til bráðabirgða fyrir vega- gerðarmennina hafði á einhvern óskiljanlegan hátt losnað úr tengslum í sama bili og Ransome var kominn út á hana og fallið ofan í fljótið. Þar hafði hann drukknað. Rannsóknardómarinn lýsti eindregið sök á hendur þeim, sem áttu að sjá um vega- gerðina fyrir þá vanrækslu, að setja hvorki vörð við brúna, eða upplýst aðvörunarmerki eftir að myrkt var orðið ... * L. G. MANNLAUST Á FERÐ í ÞRJÁTÍU ÁR. Framhald af bls. 15. það, hvernig komið væri. Það voru einnig sendar tilkynningar til Nome, sem er um það bil 1000 kílómetrum sunnar, ef til kæmi að nauðsynlegt myndi reynast að senda flugvél eftir mannskapnum. Það var ákveðið, að ef skipið losnaði ekki af sjálfsdáðum, ætti að flytja helming áhafnarinnar burt. Ilinn helmingurinn átti að hafa vetursetu í nánd við skip- ið, tilbúinn til þess að fara um borð næsta sumar, ef skipið yrði þá enn ofan sjávar. ísnum og skipinu var gefinn frestur til 15. október. Ef skipið hefði ekki losnað fyrir þann tíma, átti að slá upp kofa uppi á ströndinni. Það var talið úti- lokað að hafa nægilegan hita um borð í skipinu, en í kofa átti það að vera auðvelt. Það var talað við fjölmörg fhurfyrirtæki í Alaska gegn um loftskeytastöðina, og 9. oiktóber 1931 barst eftirfarandi skeyti frá Nome: iS.S. Baychimo, Point Barrow. Getum sent þrjár farþegaflugvél- ar sem taka 11 farþega og 350 kg farangur.; Flug fram og til baka 12 timar. Lendingarbraut a. m. k. 480 metra löng í vindátt svo vél- arnar geti tekið sig á loft full- fermdar. Ráðleg£ijum flug sem fyrst með tilliti til veðurbreyt- inga. Getum brugðið við fljótt, ef ákvörðun er tekin fljótt. Verð- um einnig að fá upplýsingar um flugbrautina og hvenær liún get- ur verið tilbúin. Northern Air Transport. Fyrir mennina, sem sátu fastir í rekísnum út af nyrzta odda 36 — VIKAN 33-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.