Vikan


Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 46

Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 46
eru skírð erlendum -og ósmekk- legum nöfnum. Út af fyrir sig er ekki rétt að amast við nöfn- um af erlendum uppruna, t. d. biblíunöfnunum sumum, en gera verður það ófrávíkjanlega skil- yrði, að nöfn þessi samþýðist islenzka tungu og beygingar- fræði hennar- Það er ekki fullnægjandi, að nöfnin séu íslenzk. Þau eiga að vera rétt að lögum íslenzkrar tungu. Að skíra börn kenningar- nöfnum er tvímælalaust brot á lögunum. Ennfremur er vafa- samt, þegar verið er að gefa stúlkum karlmannsnöfn með endingunni -a, t. d. Sigurjóna, Karla, og á sama hátt að skíra drengi kvenmannsnöfnum. Einn- ig er það andstætt lögum ís- lenzkrar tungu að gefa börnum sem eiginheiti þolfallsmynd af öðru nafni, t. d. Ásberg, Hall- berg, Dagmey. Auðvitað eiga börnin að heita Ásbergur, Hall- bergur, Dagmær. Þessi slappleiki á gömlum og góðum íslenzkum nöfnum er miklu alvarlegra fyr- irbrigði, heldur en þótt upp sé tekið ættarnafn, sem samhæfa má tungunni í meðferð og beyg- ingum, að ekki sé talað um ætt- arnöfn að íslenzkum uppruna. V. Nafnskyldan, nafnrétturinn og nafnhelgin eru atriði, sem miklu máli skipta í persónulegu lífi hvers einstaklings. Atriði þessi skipta og miklu máli af hálfu hins opinbera eða frá sjónarmiði allsherj arréttarins. Með tilvísun til þessa mikil- vægis sætir það undrun, hvernig löggjafarvaldið og stjómvöldin hafa í flestum efnum vanrækt þetta réttaratriði. Sök löggjafans er sú að láta þjóðina búa við að þessu leyti lélega og ófullkomna löggjöf, sem virðist hafa verið þvinguð gegnum deildir Alþingis af kappsfullum andstæðingum ætt- arnafnanna án tillits til fjöl- margra annarra atriða í sam- bandi við mannanöfn. Sök stjórnvalda felst fyrst og fremst í algeru skeytingarleysi á framkvæmdinni varðandi ætt- arnöfnin og eiginnöfnin. Varðar þetta skeytingarleysi bæði hátt- semi presta og almennings. Sam- kvæmt lögunum átti stjórnar- ráðið t. d. að gefa út skrá, eftir tlliögum heimspekideildar Há- skólans, yfir þau mannanöfn, er þá voru uppi, en banna skyldi. Allir prestar landsins áttu að fá skrá þessa í hendur, en hana átti síðan að gefa út á 10 ára fresti. Ekki fara sögur af, að skrá þessi hafi nokkru sinni komið út. Að undantekinni tilraun dóms- og menntamálaráðherra árið 1955 um endurskoðun nafnalag- anna hafa stjórnvöld engan á- huga sýnt í þá átt að eiga frum- kvæðið að nýrri og betri löggjöf í þessum efnum. Það er skoðun þess, er grein þessa ritar, að torvelt sé að benda á nokkurt réttarsvið, sem eins hefur verið vanrækt af hálfu ríkisvaldsins og nafnrétturinn. Brýn þörf er á fullkominni lög- gjöf um þau efni, sem stjórnvöld, aðrir embættismenn og þjóðfé- lagsþegnar taka alvarlega, og tryggja þarf framkvæmd slíkr- ar löggjafar. Athugandi er, að hér er um að tefla réttarsvið, sem fylgir sér- hverjum karli og konu allt frá fæðingu til grafar og lengur þó. J. P. E. TIL GRASEKKJU- MANNSINS. Framhald af bls. 18. hef ég aldrei heyrt um kartöfl- ur, sem þurfa minna en 20 mín. suðu, nema ef vera kynni nýupp- tekið smælki. í gamlar kartöfl- ur á að setja 1 matsk. af salti í pottinn, en 1 tsk. í nýjar. Svo á að hella vatninu af þeim í gegnum op, sem maður lætur myndast milli loks og potts, taka svo lokið alveg af og láta þær þorna vel áður en þær eru flysj- aðar. Líka má baka kartöflur inni í ofni, ef ofninn er heitur hvort sem er — má þá t. d. vefja hveria kartöflu fyrir sig í málm- pappír og baka í klst., skera síð- an kross í þær um leið og papp- írinn er opnaður (pappírinn brennandi heitur) og setja smjörbita þar í og e. t. v. eitt- hvað krydd, svo sem papriku. Hefur þig nokkurn tíma grun- að, að sumir af þessum fínu búð- ingum, sem konan þín býr stundum til, væru býsna auð- gerðir? Það fást svokallaðir kaldir búðingar í búðunum og utan á þeim er gefin aðferðin við að búa þá til, en hún er í stuttu máli sú, að hella kaldri mjólk saman við duftið og hræra í — og þá er búðingurinn tilbúinn. Þeir eru til með a. m. k. þrenns konar bragði og má svo setja í þá ýmislegt til bragð- bætis, t. d. eru bananasneiðar, döðlur eða rúsínur ljúffengar í súkkulaðibúðing, kókósmjöl, sulta og möndlur út í vanillu- búðinginn og litlar makkarónur, hnetur og ávextir lífga upp á karamellubúðinginn, og svo er þeyttur rjómi góður með þeim öllum. En það er ekki alltaf auð- velt að þeyta rjóma á sumrin. Aðalatriðið er þó, að hann sé nógu kaldur, en það verður hann ekki fyrr en eftir nokkra tíma í ísskáp. Þú kannt auðvitað á hrærivélina? Ef illa gengur að þeyta rjóma í vélinni, á ekki að auka hraðann, þvert á móti. Bezt er að hafa lítinn hraða á allan tímann frá upphafi, helzt á 8, og það á ekki að snúa skálinni stanzlaust á meðan rjóminn er að þeytast, heldur láta hana sjálfa um það. Ef illa gengur að þeyta, má ekki halda of lengi áfram, því að fyrr en varir er rjóminn orðinn að smjöri í skál- inni. Þá er betra að hætta heldur fyrr og hafa rjómann frekar í þynnra lagi. UNGVERSKT GÚLLASH (Szekely gulyas). Það góða við gúllash er, að það þarf ekki að gera neina sósu á það, en sósutilbúningur vill oft fara í handaskolum hjá þeim, sem eru því óvanir. f þetta gúllash er notað tvenns konar kjöt, en því má sleppa og nota t. d. bara nautakjöt. Súrkálinu í uppskriftinni má líka Sleppa, en þá verður rétturinn auðvitað ekki eins sérkennilegur. Hér fæst súrkál (sauerkraut) í dós- um, en líka má nota mjög smá- saxað hvítkál, sem hefur þá fyrst verið soðið litla stund í svolitlu vatni með 1 matsk. af ediki í. 1 laukur, Vi kg svínakjöt, 25 gr smjörliki, V± kg kálfakjöt, V2 tsk. paprika, 1 dl tómatpurré, 1 lárviðarlauf, Vi tsk. kúmen, 1 hvítlaukslauf eða 1 tsk. hvít- lauksmjöl, salt, IV2 dl sjóðandi vatn, V\ kg súrkál, V2 peli þeytt- ur rjómi. Laukurinn er skorinn smátt og brúnaður í feitinni með kjötinu, sem er skorið í litla teninga. Papriku stráð yfir, svo er tómat- maukinu bætt í og lárviðarlauf- inu, kúmeninu, hvítlauknum (smásöxuðum) og saltinu bætt í. Sjóðandi vatninu hellt yfir og allt látið sjóða, eða réttara sagt malla, við lítinn hita í % klst. Kjöt má ekki sjóða við of mik- inn hita, þá verður það seigt. Súrkálið sett saman við og látið sjóða áfram í hálftíma. Rétt áður en rétturinn er settur á borðið er þeytta rjómanum bætt út í. Með þessu þarf ekki endilega að hafa kartöflur, hrátt græn- meti og smábrauð eru ágæt með. HRÁ SALÖT. Alls konar hrátt grænmeti er gott í salat, og það þarf varla að taka það fram, hve góð þannig salöt eru fyrir „línuna" ef ske kynni að þú þyrftir að hafa áhyggjur af slíku. Það er miklu betra að gera sér sjálfur sósu út á salatið heldur en að kaupa til- búið majones, oft misjafnlega gott. Hér eru nokkrar uppskrift- ir af sósum, og ef afgangur er má geyma þær nokkra daga í lokaðri flösku í ísskáp. 1. 2 matsk. sítrónusafi, 6 mat- sk. salatolía, 14 tsk. salt, % tsk. sinnep, 1 tsk. sykur, hvítur pipar. Allt þeytt vel saman. 2. 1 dl rjómi, 2 mats. sítrónusafi, 1 mat- sk. sykur, salt, hvítur pipar og ein eggjarauða ef vill. 3. 1 dl rjómi, 2 matsk. sítrónusafi, 1 tsk. sykur, Vt tsk. franskt sinnep. Rjóminn þeyttur og hitt sett saman við. Við salattilbúning er hægt að láta hugmyndaflugið ráða, en það má t. d. hafa eitt- hvað af eftirfarandi: Tómatar, saxaður laukur og dill — salat- höfuð, % gúrku, 2 tómata, 75 gr sveppi, allt þurrt og hreint ■— 250 gr epli, 100 gr mjög fínsaxað hvítkál, 100 gr gúrka. Hvítkálið og gúrkan rifið á rifjárni. Svona mætti lengi halda áfram. Reynd- ar má benda á það, að í búðum fæst ágæt, en frekar dýr, salat- sósa á glösum og geymist hún endalaust í ísskáp og er mjög drjúg. Þannig sósa er líka ágæt á alls konar leifar, t. d. niður- sneiddar kaldar kartöflur og fisk- eða kjötafganga og gott er þá að láta eitthvað af grænmeti með á diskinn, t. d. tómata og gúrku og jafnvel harðsoðin egg. Alls konar pakkasúpur eru á boðstólum, en það þarf að hræra þær vel út og vera vel á varð- bergi að þær fari ekki upp úr pottinum, lækka hitann rétt áð- ur en suðan kemur upp. Gott er að setja svolítinn rjóma, smjör- bita eða sherrydropa í súpuna til bragðbætis. Annars er fyrir- taks súpa úr súputening, sem sjóðandi vatni hefur verið hellt á og hrá eggjarauða sett í disk- inn. Auðveldara getur það ekki verið. Svo er hér að lokum mjólkur- toddý: 1 eggjarauða er hrærð með silfurskeið í háu glasi. 1 matsk. sykur sett í, % dl whisky og V± dl romm, og loks er 1 dl af sjóðandi mjólk hellt yfir. Ef þú bætir þessari vitneskju við það, sem konan þín var bú- in að kenna þér áður en hún fór að heiman, ætti þetta allt að geta gengið stórslysalaust. ★ LÍFIÐ ER BETRA EN DAUÐINN. Framhald af bls. 13. af stað og innan skamms var komið myrkur. Armando ók nokkra stund, en svo sótti hann svefn og hann lagðist fyrir á vörupallinum. Það var þokumyrkt í Perugiafjöllunum eftir heitan dag og vörubíllinn rakst hart á klettasnös, Armando, sem var steinsofandi, valt aftur af vöru- pallinum, kom á höfuðið og herð- arnar niður á veginn, hraut fram af brúninni og valt niður hamr- ana og var dauður. Þegar Ettu var sagt slysið, missti hún með- vitund og í tvo sólarhringa mátti liún ekki mæla. Eftir það bað hún sjálfri sér dauða og gerði það enn á stundum. Etta leit um öxl, en þau sátu ein þarna inni og hún grét nokkra hríð, hljótt og stillt. Cesare drap i sígarettunni. „Calma, signora! Væri það vilji guðs, mundi maður yðar enn á lífi. Bænir koma þessu litið við. Að minu áliti hefur þarna ein- göngu verið um hendingu að ræða. Það er hollast að kunna sér hóf í trúnni, annars getur hún gert manni erfitt fyrir“. „Bæn er alltaf bæn“, sagði hún. — VIKAN 33. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.