Vikan


Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 16

Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 16
Þetta höfðu verið undarlegir dagar. Henni hafði oft orðið hugsað til Grant Hollis. Um morguninn, þegar þau kvöddust og hún hraðaði sér inn í gisti- húsið, hafði hún verið haldin þeirri einkennilegu tilfinningu, að í rauninni hefði það ekki ver- ið hún sjálf, sem átti stefnumót við hann úti á hjarninu í morg- unsárið, svo óskiljanlegt var henni það, sem gerzt hafði hið innra með henni. Hún varð að viðurkenna, að það hafði valdið henni vonbrigðum, að hann skyldi ekki kyssa hana. Hvernig mátti slíkt vera? Hvað gat þessi maður verið henni? Þetta var allt svo frámunalega fjarstæðu- kennt og heimskulegt. Hún gekk inn í veitingastofuna milli vonar og ótta við að hann væri þar staddur. Þegar hún sá hann þar, var sem hún væri lost- in ósýnilegri hendi. Hann horfði til dyra og augu þeirra mættust. Hún varð að beita sjálfa sig valdi, svo að hún gæti gengið framhjá honum án þess að látast taka eftir honum. Hún skiptist á nokkrum hversdagslegum orðum við konuna, sem hafði umsjón með veitingastofunni þennan hluta dagsins. Svo hraðaði hún sér út aftur. Hún hélt upp stigana. Tókst með naumindum að hafa hemil á óþolinmæði sinni á meðan um- sjónarkonan á ganginum var að gaufa við að opna herbergið, og heyrði sjálfa sig síðan segja henni að fara samstundis niður og undirbúa það að hún gæti tekið sér bað, áður en hún færi aftur til vinnu sinnar í veitinga- stofunni. „Það verður ekki auðvelt að koma því í kring,“ tuldraði gamla konan. „Ég veit hreint ekki hvort það verður hægt.“ Þetta var hún að tauta um stund, og Katya vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hvað átti hún til bragðs að taka, ef Grant IIollis bæri að, áður en sú gamla hypjaði sig á brott? hugsaði hún. Loks hélt gamla konan fram ganginn og niður stigana. Katya stóð í opnum herbergisdyrunum og beið Grants. Þegar hún svo heyrði fótatak í stiganum, vissi hún ósjálfrátt að hann var að koma. „Komdu inn, fljótt," hvíslaði hún. „Ég get ekki reitt mig á þennan kerlingarbjálfa." Rödd hennar var kaldranaleg, auð- heyranlega með vilja; viðleitni til að leyna því hve innilega hún fagnaði komu hans. Hann smeygði sér framhjá henni inn um dyrnar, svo náið að klæði þeirra snertust, og hún gat ekki dulið það, að jafnvel svo lausleg snerting hafði áhrif á hana. Hún skellti hurð að stöf- um og skaut slagbrandinum fyr- ir, hallaðist upp að dyrastafn- um, eins og hún þyrði ekki að hreyfa sig. Jg — VIKAN 33. tbl. OTLAGARNIR FRAMHALDSSAGAN 6. HLUTI eftir ROBERT F. MIRVISH teikning BALTASAR HÚN HAFÐI EKKI MINNSTU HUGMYND UM HVAÐ OLLI SLÍKU ÓSJÁLFRÆÐI; AÐ ÞESSI FRAMANDI MAÐUR ... ÚTLENDINGUR ... SKYLDI NÁ SLÍKUM TÖKUM Á HENNI. 'Æmmmmm iill — ■ . $Jj 'UUÚÚUU:-;:'; -y. ■ V, • - • ■ ■■■ ■■'■/■■ ■:■'■' |§P P™’Á |$11 - 'jm . ■ ýýM ''A'V, '\ ■ '■■::’. ~ . • SJb “', \ , , V ,V " , ■ ■............ : pftíiSi W§WÍw:í '•yfy-iS'/.ý

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.