Vikan


Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 47
„Mér hefnist fyrir minar bænir“. Cesare beit á vörina. „Hver getur um það sagt? Þetta er allt mun flöknara en við gerum okkur yfirleitt grein fyrir. Ég bað konu minni að visu ekki bana, en ég viðurkenni að ég var oft og tíð- um að því kominn. Stend ég þá betur að vígi en þér?“ „Bæn min var framin synd. Þér takið 'það ekki með i reikn- inginn. Alvarlegri synd, en þér getið ef til vill gert yður i liug- arlund“. „Þar er i rauninni aðeins um tæknilegt atriði að ræða, sign- ora“. „Væri Armando á lífi“, mælti hún enn eftir andartaks þögn, „mundi hann verða tuttugu og níu ára í næsta mánuði. Hann var einu ári yngri en ég. En nú ,er líf mitt með öllu tilgangs- laust. Ég bið þess eins að mega bverfa til hans“. Hann hristi böfuðið, en virt- ist djúpt snortinn. Svo pantaði hann Ikaffi handa henni. Þó að Etta væri liætt að gráta, var þetta í fyrsta skipti mánufí- um saman, sem henni fannst fargi af sér létt. Cesare fylgdi henni á spor- vagnsstöðina; þegar þau gengu yfir götuna, sta-kk hann upp á því að þau hittust aftur áður en langt urn liði, þar sem þau ættu svo margt sameiginlegt. „Ég lifi eins og nunna“, sagði liún. Hann lyfti hattinum. „Coragg- io“. Hún brosti til hans að laun- um fyrir góðsemi hans. Þegar hún kom heim um kvöld- ið saknaði hún Armando sár- ara en nokkru sinni fyrr. Hún mundi hann, eins og hann var þegar þau voru í tilliugalífinu og henni leið verr fyrir það, að hún skyldi hafa talað um hann við Cesare. Og hún hét þvi að refsa sjálfri sér með þögn og stöðugu hænahaldi, svo að dvöl hans í hreinsunareldinum yrði eitthvað skemmri. Cesare heimsótti hana á laug- ardag, viku síðar. Hann hafði slkrifað nafn hennar í vasabók sína, og tekizt að liafa uppi á heimilisfangi hennar með aðstoð kunningja síns, sem vann lijá rafveitunni. \ Henni brá, þegar hún kom til dyra og sá hann standa á þrösk- uldinum, fölnaði við, enda þótt hann væri hlédrægur og hikandi. En liún bauð honum inn, hann þáði það og baðst afsökunar á heimsókn sinni; kvaðst hafa kom- izt að þvi fyrir hendingu livar hún átti heima og hún spurði ekkert um það nánar. Hann rétti henni lítinn fjóluvönd, og hún tók við honum dálítið vandræða- leg á svipinn og setti hann í vatn. „Þér eruð hressari að sjá, sign- ora“, varð honum að orði. „Ég syrgi eiginmann minn enn sem fyrr“, svaraði hún með ang- urværu brosi. „Moderazione!" ráðlagði hann og strauk vasaklútnum um hold- ug eyru sér. „Þér eruð enn ung kona og fríð sýnum. Það ættuð þér að gera yður ljóst. Sjálfs- traustið er gott í hófi“. Etta hitaði kaffi og Cessare lét mótmæli hennar ekki á sig fá, en skrapp út og keypti kökur handa þeim með. Á meðan þau sátu og gerðu sér gott af kaffinu og meðlætinu, skýrði hann henni frá því að hann væri staðráðinn i að fara úr landi, svo framarlega sem hon- um byðist ekki einhver góð staða áður en langt um liði. Eftir nokkra þögn lét hann svo um- mælt, að hann teldi sig þegar hafa goldið hinni látnu sitt og vel það. „Ég hef verið minningu hennar trúr, en ég verð líka að taka tillit til sjálfs min. Og fyrr eða síðar verð ég að taka upp eðlilegt líf. Það er ekki nema rökrétt staðreynd. Lífinu verður maður að lifa“. Hún dreypti á kaffinu, undir- leit. Cesare reis á fætur. Tók yfir- höfn sína og þakkaði fyrir sig. Þegar hann hneppti að sér yfir- höfninni, kvaðst hann líta inn aftur, þegar hann ætti leið hjá. Hann heimsótti á stundum kunn- ingja sinn, blaðamann, sem heima ætti þarna í nágrenninu. „Þér megið ekki gleyma því, að ég er enn í sorg“, varð Ettu að orði. Hann leit á hana með allt að þvi lotningu. „Hver mundi ekki virða sorg yðar, signora?“ spurði hann. „Hver mundi láta sér til liugar koma að girnast yður á meðan þér sitjið i sorgum?“ Hún varð annarlega snortin. „Þér vitið livernig þetta var“, sagði liún, eins og þetta krefðist nánari skýringa. „Ég veit það,“ sagði liann, „að við vorum hæði svi-kin. Svo dóu þau og við þjáumst af sorg. Ivon- an mín neytti ávaxtanna, hratið og hýðið kom í minn hlut“. „Þau þjást líka. Að minnsta kosti vil ég ekki auka á þjáningar Armando með þvi að reynast honum ótrú. Ég vil að hann viti það og finni að við séum ennþá hjón“. „Hann er dauður, signora, og hjónabandi ykkar þar með slitið. Ekkert hjónaband getur varað“, sagði Cesare, „nema að báðir að- ilar séu á lífi. Nema að þér séuð í þingum við heilagan anda“. Hann talaði rólega og tilfinninga- laust, bætti siðan við og læklk- aði róminn. „Þarfir yðar og lang- anir eiga ekki neitt skylt við þann dauða. Þetta er aðeins einföld staðreynd, sem þér komizt ekki lijá að horfast i augu við“. „Ekki í andlegum skilningi“, flýtti hún sér að segja. „Um ást á dauðuin getur aldrei verið að ræða. Hvorki lílkamlega né andlega“. Hana settti dreyrrauða og rödd- in varð heit og áköf. „Ástin nær yfir gröf og dauða. Hann verður að vita það og finna, að ég gjaldi fyrir mina synd, eins og liann geldur fyrir sínar syndir. Að ég flýti för hans i himininn með því að halda sjálfri mér hreinni og óspjallaðri. Hann verður að vita það“. Cesare kvaddi og fór. En Etta var öll i uppnámi á eftir, skildi ekkert í sjálfri sér og dvaldist enn lengur en hún var vön við leiði Armando næsta kvöld. Hún hét sjálfri sér því að tala ekki við Cesare framar og henni leið illa næstu vilkurnar. Hann heimsótti hana um það hil mánuði siðar, og Etta stóð i dyrunum, eins og hún vildi gefa honum til kynna að hún hefði ekki liugsað sér að bjóða honum inn. Hún hafði ákveðið það löngu áður, að einmitt þann- ig mundi hún taka á móti honum. En Cesare, sem stóð> þarna með hattinn 1 hendinni sló hana af laginu með því að stinga upp á þvi að þau gengju spölkorn sam- an. Þessi uppástunga virtist lióg- vær, svo að hún féllst á hana án þess að hreyfa andmælum. Þau gengu niður Via Nomentana. Etta var á sínum hælahæztu skóm, Cesare talaði og reykti. Desember var þegar byrjaður, liaustlegt en ekki kominn vetur. Einstalka lauf hékk enn á ein- staka trjágrein og það var hlý þoka i lofti. Nokkra stund tal- aði Cesare um stjórnmálin, en eftir að þau höfðu drukkið kaffi á veitingastað á Via Venti Sett- emhre, og snúið til baka, vakti hann máls á því, sein hún liafði vonað að ekki bæri á góma. Það var eins og Cesare hefði allt í einu glatað ró sinni, gæti eíkki komið orðum að því, sem liann ætlaði að segja. Rödd hans var áköf, handhreyfingar hans og áherzlur þrungnar óþolinmæði, tinnudökk augun hvimandi og eirðarlaus. Þó að ákefð lians vekti með henni ótta, gat hún ekki með neinu móti varizt henni. „Signora“, sagði hann, „hvar svo sem eiginmaður yðar er nú niðurkominn, getið þér ekki orð- ið honum að neinu liði með því að leggja á yður þessi meinlæti. Þér getið bezt orðið honum að liði með því að taka upp aftur eðlilega lifnaðarháttu. Að öðrum kosti þolir hann tvöfalda refsingu — bæði fyrir syndir sinar og að eiga sök á þvi að þér kveljið yður með þessum meinlætalifn- aði“. „Ég legg þá refsingu á mig fyrir minar eigin syndir, en ekki að ég sé að refsa honum“. Þetta kom henni svo á óvart, að hugs- anir hennar fóru á ringulreið, og henni var skapi næst að anza honum eklci orði framar en strunza heim og skella á hann hurðinni. En þess í stað heyrði hún sjálfa sig segja. „Ef kunn- ingsskapur okkar yrði nánari, mundi ég líta á það sem saur- lifnað. Að við óvirtum bæði minningu hinna látnu með því að sýna þeim ótryggð“. Cesare nam staðar undir tré og það lá við að liann tæki undir sig stökk um leið og hann rnælti. „Hvernig stendur á því, að þér viljið endilega snúa öllu öfugt við Þau — þau sviku okkur. Fyrirgefið orðalagið, signora, en konan mín var lióra. Maðurinn yðar var hórkarl. Við syrgjum þau af þvi að við hötum þau. Við verð- um að hera virðingu fyrir sjálfum okkur og horfast í augu við þá ktaðreynd“. „Segið ekki meira“, stundi hún, og lierti gönguna. „Ekki orð meira. Ég vil ekki heyra þetta“. - 47 UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsbekkta konfekt frá N Ó A. HVAR ER ÖRKIN HANS NOAl Það cr alltaf saml lclkurlnn i hénnl Ynd- isfríð okkar. Hún hcfur fallð örkina hans Nóa elnhvcrs staðar f blaðlnu og hcitir gáðum verðlaunum hanða þelm, sem getur fundið örkina. Verðlaunln cru stár kon- fektkassl, fullur at hezta konfcktl, og framleiðandinn er auðvitað Sælgætisgcrð- in Nái. Nafn Helmlll Örkin er á bls. Sfðast cr drcglð var lilaut verðlaunln: ADDA B. JÓNSDÓTXIK, Blönduhlíð 21, Reykjavík. Vinninganna má vitja á skrifstofu Vikunnar. VIKAN 33. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.