Vikan


Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 13

Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 13
hafði lokið bænum sínuni. Hún renndi talna- bandinu i handtösku sína og spennti upp svörtu regnhlífina. Maðurinn, sem staðið liafði við næsta leiði, bar dökkgrænan borsa- linohatt og svarta yfirhöfn aðskorna, og nam nú staðar rétt lijá henni; skýldi sígarettunni sinum nettu höndum og kveikti í henni. Þeg- ar hann sá að hún sneri á brott frá leiðinu, lyfti liann liattinum lítið eitt. Þetta var lág- vaxinn maður, dökkeygur ineð lítið yfirvar- arskegg. Eyrun helzt til holdmikil, en ann- ars var hann fríður sýnum. „Eiginmaður yðar?“ spurði hann með virðingu, andaði frá sér reyknum um leið og hann talaði, hélt sigarettunni upp í lófann til að verja hana regnúðanum. Henni brá dálitið, vissi ekki hvort hún ætti að svara honuin nema með ]iví að kinka kolli og lialda síðan leiðar sinnar, en með- vitundin um að hann væri líka í sorgum vakti með henni samúð. Ilún kvað svo vera. í svip hans ojr framkomu hreytti ásetningi hennar og hún gekk við hlið honum yfir gjtuna. Hann stýrði för þeirra með því að snerta mjúklega olnboga hennar annarri hendi, en hélt regnhlífinni hátt með hinni. Hún sagði að það setti að sér kuldahroll svo að þau gengu inn í veitingastofuna. Hann bað um heitt kaffi og Etta þáði lcöku, sem hún nartaði í fyrir hæversku sak- ir. Hann ræddi um sjálfan sig á milli þess sem hann sogaði að sér reykinn úr sígarett- unni. Iiann talaði lágri röddu og kunni vel að haga orðum sinum. Ifann var blaðamað- ur, sagði hann. Hafði áður verið starfsmað- ur í einni af skrifstofum hins opinbera, en vinnan þar var dapurleg, svo að hann sagði upp stöðunni, þó að hann ætti víst að vera þar yfirmaður. „Ég liefði orðið yfirmaður leiðindanna", sagði hann. Nú var hann liálft í hvoru að hugsa um að flytjast til Banda- ríkjanna. Hann átti bróður í Ðoston, sem vildi að hann kæmi þangað og dveldist þar SETRA EN DAUÐINN P BERNHARD Hann leit í áttina að leiðinu, þar sem hann hafði staðið „Eiginkona mín. Dag nokk- urn þegar ég var við vinnu mína og hún var að hraða sér á fund clskhuga síns, varð hún fyrir leigubil á Piazza Bologna og beið samstundis bana“. Hann talaði beiskjulaust, án heyranlegrar tilfinningasemi, en leit und- an um leið. Hún veitti því athygli að hann hafði brett upp kragann á yfirhöfninni, sem tekin var að vökna af regni. Hikandi bauð hún honum að ganga undir regnhlífinni að sporvagnsstöðinni;. „Cesare Montaldo“, mælti hann lágt, tók við regnhlífinni, alvarlegur á svip, og liélt henni svo hátt að liún skýldi þeim báðum fyrir regnúðanum. „Etta 01iva“. Hún gekk á hælaháum skóm og var allt að því höfði hærri en liann. Þau gengu hægum skrefum um grátviðar- göngin út úr kirkjugarðinum. Etta lét ekki á því bera, að saga hans hafði svo sterk álirif á hana, að hún hafði ekkert samúðar- orð á takteinum. „S'orgin er þungbær“, mælti Cesare. „Ef fólk gerði sér almennt grein fyrir því, kveddu ekki eins margir þetta llf“. Hún varp þungt öndinni, en brosti þó eilítið. Hinum megin við strætið skammt frá spor- vagnsstöðinni, var veitingastaður undir tjald- skjóli. Cesare spurði hvort hann mætti bjóða henni kaffi eða kannski is. Hún þaklkaði boð hans og var að því kom- in að hafna þvi, en harmþrungin alvaran MALAMUD í nokkra mánuði og ákvæði síðan hvort hann settist þar að fyrir lullt og allt. Þessi bróð- ir lians hélt að þeir gætu komið því þannig fyrir að hann kæmist til Bandarikjanna yfir Kanada. Sjálfur hafði hann hugleitt málið, en var í vafa um að liann gæti slitið þannig öll bönd við umhver.fi sitt og lífsvenjur. Henni heyrðist það líka á honum, að hann kviði því að sér mundi falla þungt að geta ekki vitjað legstaðar eiginkonu sinnar þegar söknuðurinn settist að honum. „Þér vitið sjálf hvernig það er“, sagði hann, „þegar maður hefur unnað einhverjum". Etta dró vasaklútinn upp úr handtösku sinni og brá honum að augum sér. „Og hvað um yður?“ spurði hann sam- úðarrómi. Sjálfri sér til mikillar undrunar tók hún að segja honum sögu sina. Þó að hún hefði margsinnis trúað prestinum fyrir lienni, hafði hún aldrei sagt liana neinum öðrum, ekki einu sinni beztu vinum sínum.. En nú sagði hún hana manni, sem liún þekkti ekki neitt, einungis vegna þess að hann leit út fyrir að geta skilið hana. Og þó að hún sæi eftir þvi síðar, breytti það engu, þar seiri hún mundi aldrei sjá liann aftur. Ilún játaði, að hún hefði beðið eiginmanni sínum bana, og Cesare setti frá sér kaffi- bollann og sat með sígarettuna á milli var- anna, en sogaði ekki að sér reykinn á meðan hún talaði. Armando, sagði hún, hafði orðið ástfang- inn af ungri frænku hennar sem kom frá Perugia til að leita sér atvinnu í Róm yfir sumarið. Faðir liennar hafði far- ið þess á leit að hún fengi að búa hjá þeim, og ]iegar þau Armando og Etta höfðu rætt það sín á milli, létu þau gott heita að hún yrði lijá þeim nokkurn tíma. Þau ætluðu að nota peningana, sem hún greiddi fyrir hús- næðið og fæðið, til að kaupa notað sjónvarpsviðtæki, svo að þau gætu fylgzt með Lascia a Raddoppia get- raunaþættinum, sem allir í Rómaborg sátu yfir á hverju þriðjudagskvöldi, því að þá þurftu þau ekki framar að bíða þess með eftirvæntingu að ein- hver byði þeim heim til að horfa á þáttinn, eða að sætta sig við að þiggja heimboð nágranna, sem þau vildu ekk- ert hafa saman við að sælda. Og svo kom frænkan, Laura Ansaldo, stór- beinótt, snoppufríð átján ára stúlka með mikið, jarpt hár og stór augu. Hún svaf á legubekk í dagstofunni, var viðfelldin í allri framkomu, og fús að hjálpa til i eldhúsinu fyrir og eftir ikvöldmatinn. Ettu hafði líkað vel við hana á allan hátt, þangað til hún komst að raun um að Armando var liættur að sjá sólina fyrir henni. Hún reyndi þá að koma Lauru burt af heimilinu, en Armando hafði í hótunum, kvaðst fara sína leið, ef hún amaðist við stúlkunni. Þegar Etta kom heim úr vinnunni nokkrum dög- um síðar kom hún að þeim i miðjum leik 1 hjónarúminu. Og Etta hafði hrópað og grátið, og kallað Lauru hel- vízka hóru og hótað að myrða hana ef hún hefði sig ekki á brott úr hús- inu samstundis. Armando lét bugast. Hann hét því að sendá stúlkuna strax í stað til Perugia, og daginn eftir lagði hún af stað með lestinni frá .Stazione Termini. En þegar til kom fékk hann ekki afborið skilnaðinn. Hann varð slappur á taugum og eirð- arlaus. Laugardag einn gekk hann til skrifta og daginn eftir var hann til altaris í fyrsta skipti í tiu ár, en í stað þess að honurn yrði rórra, þráði hann stúlkuna af meiri ástríðu en nokkru sinni fyrr. Eftir viku sagði hann Ettu, að hann ætlaði að sækja stúlkuna og hafa hana með sér til Róm- „Ef þú ætlar að koma með þá hóru hingað aftur“, æpti Etta upp yfir sig, „skal ég biðja lil Krists, að þú dettir niður dauður áður en þú nærð fundi hennar“. „Fyrst svo er“, svaraði Armando, „skaltu byrja á bæninni strax“. Og þegar hann lagði af stað, féll hún á kné og bað þess af öllu lijarta að hann hlyti bana. Ivunningi Armando ók vorubil og þetta kvöld þurfti hann að fara til Assisi. Armando tók sér far með hon- um til Perugia, þar scm bílstjórinn átti svo að taka hann og stúlkuna með sér i bakaleiðinni til Rómar. Það var byrjað að skyggja þegar þeir lögðu Framhald á bls. 46. VIKAN 33. tbl. - iq

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.