Vikan


Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 37
Nýtt Toni með tilbúnum bindivökva liðar hárið á fegurstan hátt Auðveldasta og fljótvirkasta heima permanentið, sem völ er á, er hið dásamlega Toni með nýja tilbúna bindivökvanum. Allur bindivökvinn, sem þér þarfnist er tilbúinn til notkunar í sérstakri plastflösku. Vatn ónauðsynlegt. — Ekkert duft, sem þarf að hræra í vatni. Með því að þrýsta bindivökvanum úr plastflös- Mjog auðveit. iciippið Með nýja Tpni bindivök- A L J soíssinn af floskunni og vanum leggio per hvern kunni er öruggt að hver einstakur lokkur fær jafna óaðfinnanlega bindivökvinn er tiibúinn sérstakan íokk jafnt og # til notkunar. reglulega og tryggið um liðun, án þess að liðirnir verði hrokknir og broddar myndist. þjý. betri og varanicgri r . harliðun. Toni bindivökvinn lífgar einnig hár yðar, gerir það mjúkt, gljáandi og auðvelt í meðförum. Nú má leggja hárið á hvern þann hátt, sem þér óskið, hvortheldur stóra eða smáa liði. Toni fæst í þremur styrkleikumSuper (Sterkt) ef liða á hárið mikið, Regular (Meðal sterkt) ef liða skal í meðallagi og Gentle (Veikt) ef liða skal y lítið, —og þannig má velja þá tegund sem hentar yður bezt. Toni, stór pakkning Tip Toni, minni pakkning, til að til að liða allt hárið. liða hluta hársins eða stutt hár. VATN ÓNAUÐSYNLEGT —ENGIN ÁGIZKUN —ENGIR ERFIÐLEIKAR meginlands Norður-Ameriiku var þetta eins og sending frá himn- um. Annað símskeyti barst 14. október: S.S. Baychimo, Point Barrow. Flugvélarnar í Iiotzebue í kvöld. Farþegarnir verða að vera við brautina kl. 12.30 15. þ. m. Flugvélarnar fara um hæl til Kotzebue. Sendið veðurfréttir til Barrow strax. Northern Air Transport. Stundvislega klukkan 12.30 15. október hnituðu tvær flugvélar hringa yfir Baychimo og lentu á ísnum undir dynjandi húrra- hrópum skipsmanna um liálfan annan kílómeter frá skipinu. Flugvélarnar voru aðeins á venjulegum hjólum, en ekki skið- um, svo þetta var fífldjarft uppá- tæki hjá flugmönnunum tveimur, Vic Ross og Hans Mirrow. Þeir höfðu þá flogið þessum eins- hreyfils Stinsonvélum yfir 1000 kílómetra að einu eyðilegasta og hættulegasta landsvæði heimsins. Eftir tæpan klukkutíma voru fyrstu sjö skipsmennirnir komn- ir um borð í vélarnar og þær lagðar af stað aftur. Ross og Mirrow fóru tvær ferðir enn til skipsins og björguðu alls 22 mönnum, en John Cornwell skip- stjóri varð eftir við fjórtánda mann. Þeir gerðu sér bráðabirgða- skýli úr tiinbri og seglum á isn- um nær ströndinni, um einn og hálfan kilómeter frá Baychimo. Þaðan gátu þeir auðveldlega fylgzt méð skipinu. Þeir notuðu benzíntunnu fyrir ofn og lifðu ágætu lífi á niðursuðumat úr skipinu og selkjöti, sem þeir keyptu af innfæddum. Þeir bjuggu sig undir að bíða þarna í eitt ár, eftir því að skipið losnaði — ef ísinn hefði ekki u'nnið bug á því fyrir þann tíma. En tryggð þeirra við skipið reyndist árangurslaus. Að kvöldi hins 24. nóvember breyttist veðrið skyndilega, og hitamælir- inn steiix upp í 21 stig. Slík hláka gat aðeins þýtt eitt: Að mikið óveður væri i aðsigi. Svo skall stormurinn á. Ofsa- rok og snjókoma hélt mönnun- um inni i byrginu i þrjá daga samfleytt. Þegar óveðrið lægði og sjómennirnir litu út, blasti við þeim stórfengleg sjón. fsinn hafði hrannazt upp í háa hrauka; sumir voru um eða yfir 20 metra á hæð. Þegar þeir liöfðu litazt um nokkra hríð, rann upp fyrir þeim, að Baychimo var horfið. Óveðrið og ísinn liafði gleypt það með húð og hári, vistum þeirra og skinnum fyrir milljón doll- ara. Cornwell skipstjóri var viss um, að skipið hefði ekki brotnað, og að það hefði ekki sokkið. Hlákan og eftirfarandi stórviðri hafði einfaldlega numið brott hluta af ísnum og skipið með. Vikum saman leituðu flokkar undir stjórn skipstjórans Corn- well og stýrimannanna Sommers og Kively að skipinu, en án á- rangurs. Að lokum gáfu þeir upp alla von og fluttu bækistöð sína inn til Point Barrow. Þeir voru ekiki fyrr komnir þangaað, en Eskimói nokkur kom aðvífandi og tilkynnti þeim, að hann hefði fundið Baychimo. Skipið hafði rekið 45 sjómílur frá þeim stað, sem það festist fyrst í ísnum. Þeir sömdu við Eskimóann, og fóru síðan með honum og nokkr- um ættmönnum hans þangað sem Baychimo lá. Þar hófust þeir handa með að bjarga dýrmætum farminum. í fimmtán daga unnu allir eins og þrælar, þar til meiri hlutinn af sikinnfarminum var kominn frá borði. Á meðan skall á hvert fárviðrið á fætur öðru, en þeir hófust samt handa með að flytja skinnin heim til Point Barrow. Þegar þeir fóru að sækja síðasta hlutann, uppgefnir, og gegnkaldir, var Baychimo aftur horfið, án þess að nokkuð spyrð- ist til jiess. Þeir, sem heim flugu af áhöfn- inni, sögðu fréttir af skipinu, sem þeir álitu nú á hafsbotni. Allir þóttust þess vissir, að Bayc- imo hefði orðið eitt fórnarlamb rekíssins. Veiðimaðurinn Leslie Melvin átti þess vegna erfitt með að trúa sínum eigin augum, þegar hann kom auga á Baychimo i ísn- uin rétt upp við land í nokkurri fjarlægð frá Herschel-ey. Melvin var einn á ferð með lnindaeyki sitt, svo honum var ofviða að taka með sér nokkuð að gagni úr skipinu, þessa 500 kilómetra leið, sem var heim til Point Barrow. Þrátt fyrir þetta voru allir, vikan 33. tbi. — gy

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.