Vikan


Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 10

Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 10
Saga eftir Franklín Þórðarson Fyrri tiluti Haustblíðurnar voru með eindæmum, og þessi morgunn gaf fyrirheit um að þær mundu verða enn um sinn, hvað sem þá tæki við. Já, þeir mundu vart annað eins haust, gömlu mennirnir, nema þá haustið eftir ísárið mikla, þá höfðu verið einmuna stillur, sögðu þeir, alveg fram yfir miðja jólaföstu. En nú var mun hlýrri tíðin, ekki ein einasta frostnótt allt haustið og það sem af var vetri, og það eftir gott heyskaparsumar, slíkt var einstakt. Og þess vegna athuguðu menn nákvæmlega allar þær veðrabreytingar, sem líklegar sýnd- ust af enn meiri athygli en ella. Því það er nú einu sinni þannig, að svo vandlega sem veður eru daglega íhuguð er þó nákvæmnin enn meiri og spádómarnir því hraklegri, sem góða tíð- in er meiri og langærri. Aldalöng reynsla mannanna af íslenzku veðurfari hafði enn ekki farið í súginn og týnzt með rusli liðinna kynslóða, heldur markað hyggindi og hagsýni í hug þeirra sem allt áttu undir veðrinu komið, bæði til lands og sjávar. Veðrið, var líka fyrsta hugsun Gísla bónda í Litla-Fjarðarhorni, þegar hann opnaði bæjar- dyrnar þennan morgun og gekk fram á hlaðið. Um leið og hann signdi sig í fljótheitum at- hugaði hann veðrið. Ojú, ekki bar á öðru, söm var tíðin, léttskýjað og aðeins austan and- vari, rétt svo að lóaði við sandinn. Gísli klóraði sér í skegginu og kastaði af sér vatni, meðan hann renndi athugulum aug- um yfir sveitina, tautandi við sjálfan sig: Farið að rjúka í Þrúðardal, snemma tekinn dag- urinn þar eins og fyrr. Og maður á leið frá Stóra-Fjarðarhorni, ríðandi og rekur tvo lausa hesta. Gísli stóð nokkra stund og braut heilann um áfangastað og erindi ferðamannsins, svo sneri hann aftur inn í bæinn, en kom bráðlega aftur með eld í trogi og gekk til smiðjunnar þar sem starfið beið hans. Gísli var mikill maður vexti, hærri en flestir aðrir og furðu gildur. Fríður var hann ekki en gat þó engan veginn talizt ófríður, hárið 1 j ósskollitað, augun grá og svipurinn einfeldnis- legur, skeggið gríðar mikið og nokkru dekkra en hárið. Gísli var afrenndur að afli og þótti gaman að sýna kraftana. Ekkert umræðuefni var hon- um kærara en krafta- og karlmennskusögur, og þóttist eiga ætt sína að rekja til Finnboga ramma og brást ekki reiðari, en ef einhver dró það í efa, eða gerði lítið úr þessum ætt- föður hans. Gísli lagði eldsglóðina í smiðjuhlóðina og lagði að mó og brúnkol og byrjaði að blása hægt og varlega meðan eldurinn var að glæðast. Brátt fór að loga glatt og reykurinn og neista- flugið stóð upp í strompinn. Þá tók Gísli járnstykki og stakk í eldinn, skaraði vel að og fór svo út úr smiðjunni og þreif upp stóran stein sem lá við smiðjudyrnar, vó hann í höndum sér og hóf hann upp á brjóstið, beygði sig í hnjánum og rétti sig síðan upp unz hann stóð með steininn í uppréttum höndunum. Stóð þannig nokkra stund. Svo lét hann steininn detta og dæsti við. O jamm, ekki eru mér farnir mjög að förlast kraftar enn, þó kominn sé nær fimmtugu, víst myndi ég enn um sinn standa fyrir nokkrum þeim sem yngri eru, þótt meira Haliur hló aðeins sigrihrós- andi og hóf hann á loft eins og smásprek. Já, veinaðu bara mannskræfa, veinaSu í síðasta sinn, hvæsti hann út úr sár, um leiS og hann skaut honum af afli fram af bakkanum. En um leiS greip BJörn krampakenndu taki í böSul sinn. Halli skruppu fætur á brúninni og steyptist á eftir Birni ofan í skreipt fjörugrjótiS. 10 - V I KAN 40. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.