Vikan


Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 47
Islenzk nútímahúsgöyn klædd skinni ng ullaráklæði Fást í húsgagnaverzlunum víSa um land. SINDRAHÚSGÖGN HVERFISGÖTU 42 - RVÍK sagSi hún loks lágum rómi. „Eng- inn vafi er á því að illa getur farið, ef þið fylgið kommúnist- um of langt, því að svo lítur út sem þið hafið ekki bolmagn til að reisa rönd við þeim, ef þið hjálpið þeim til sigurs í næstu kosningum. Á hinn bóginn mun- ið þið hafa róið ykkur nokkuð langt út á djúpið með þeim, svo að illt er að snúa við. Ég fæ ekki betur séð en að eina vonin um viðreisn flokksins ykkar sé þegar allt kemur til alls að ná samningum við íhaldið — eigin- lega hvað sem það kostar.“ Jón Guðvaldsson var orðinn ókyrr í stólnum og hann gaut augunum sitt á hvað um herberg- ið. „Það er ólukkans neyð að þurfa þess,“ sagði hann, ,,og sjálf- sagt fæst ekki helmingur flokks- manna til að ganga inn á slíka lausn málanna. En ég skal segja yður eins og er, Guðríður mín, að ég er orðinn hræddur við þetta — alvarlega hræddur. Haldið þér virkilega að kommú- nistar muni — beita ofbeldi, ef þeim gefst færi, drepa eitthvað af okkur og svoleiðis?" „Ekki veit ég það með vissu,“ sagði spákonan dræmt. „En valdalausir með öllu verðið þið eftir nokkurt skeið í samvinn- unni við þá karla. Það stendur hér alveg örugglega skráð. En ekki held ég að þið sleppið bil- lega út úr samningum við íhald- ið, þó er það víst eina vonin.“ Þingmaðurinn velti vöngum og gaut lævísum augum sitt á hvað. „Þetta er orðin bölvuð svika- mylla,“ sagði hann með gremju- rómi, „og skrattinn sjálfur má vita hvernig það fer. — Mér hef- ur satt að segja dottið í hug ein leið. En ég á mikið undir trún- aði yðar Guðríður mín að þér segið þetta engum: Eins og þér vitið verður maður að bræða og smjúga og jeinka til í stjórnmál- unum, það gengur ekkert öðru- vísi, svo ég hef átt tal við nokkra af mínum mönnum, karla sem ég tel örugga, um að reyna að gera einhvers konar leynisamning við hægri skrattana. Gætirðu nokkuð séð hvernig það gengi, ef ég legði út í þetta?“ Spákonan var brúnaþung er hún tók aftur að rýna í bollann, og öðru hvoru hristi hún höfuð- ið lítið eitt. „Eftir því sem ég bezt fæ séð er þetta fær leið,“ sagði hún loks. „En það mun kosta stríð og rifrildi, gæti jafn- vel orsakað einhvern klofning, en þó held ég nú ekki. Að öllu verður að fara gætliega það er bersýnilegt.“ „Gætilega — já, það er nú líkast til. Maður verður að fara með þetta eins og mannsmorð, góða, og fáum er treystandi, sum helvítin líkleg til að kjafta frá og þá er allt í báli. En ég hef nú þá trú að þarna sé eitthvað hægt að gera, og líklega er það ein- asta leiðin?“ Spákonan svaraði þessu ekki beinlínis en kinkaði kolli alvar- leg á svip. — f rauninni var hún með hugann við allt annað en spádómana að þessu sinni, því að um morguninn hafði hún fengið bréf frá syni sínum, Hann- esi, þar sem hann sagði aðeins stuttlega að hann kæmi heim í byrjun júlí. Ekkert annað, ekki orð um peninga eða neitt þess háttar, nema hvað hann skrifaði neðst á örkina: „Ég vona, mamma mín, að ég geti fengið gamla herbergið mitt aftur?“ — Gamla herbergið! Hvað hafði milljóna- mæringur að gera við gamla herbergið á loftinu? „Sjáið þér þarna nokkuð fleira, Guðríður mín — kvenmann eða svoleiðis?" „Mjú,“ tautaði spákonan. „Kvenmann? — Ó, já, jú, það er hérna kona sem hugsar mik- ið um yður — dökkhærð, í hærra lagi og grönn, gæti það ekki pass- að?“ Þingmaðurinn brosti lymsku- lega og strauk sér um munninn. „Jú, svo sem, það held ég að það passi vel. Hún er ráðskona hjá mér, telpukornið, skiljið þér, ég hef nú svona öðru hvoru verið að fara á fjörurnar við hana; hún er dálítið treg. Haldið þér að það þýði nokkuð eða verð ég kannske að giftast henni?“ „Það gæti svo farið að það yrði að kosta sterkari bönd, því að konan virðist nokkuð mikil fyrir sér.“ „Já, það má nú segja, hún veit hvað hún vill — ekki að tala um að sleppa manni neitt fyrr en búið er að koma á mann hnapp- eldunni." „Það er von hún vilji giftast yður,“ sagði spákonan með hóg- væru brosi. „Hvaða konu langar ekki til að verða ráðherrafrú?“ Jón Guðvaldsson lyftist allur í sætinu og leit aldrei þessu vant beint framan í spákonuna. „Ha — ráðherrafrú? -—• Sjáið þér nokkuð um það — ha?“ Frú Guðríður brosti íbyggnis- lega. „Ef vel er á spilunum hald- ið, má komast langt, herra þing- maður, það vitið þér náttúrlega eins vel og ég. Og mér er nær að halda — svona ekki allt of langt úti í framtíðinni, ef að skynsam- lega er að öllu farið, — jæja, ég vil auðvitað ekki fullyrða neitt. En þér verðið áreiðanlega ekki ráðherra í stjórn með kommúnistum." Jón Guðvaldsson þingmaður reis á fætur, snerist tvisvar, þrisvar um sjálfan sig, síðan rétti hann spákonunni höndina í kveðjuskyni. „Ég hef ekki aura á mér núna Guðríður, en næst þeg- ar ég á leið framhjá skal ég borga þetta. Og ef allt gengur vel — ef þetta skyldi nú rætast sem þér voruð að segja, þá skal ég svei mér muna eftir yður.“ Spákonan kvaddi þingmanninn VIKAN 40. tbl. — 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.