Vikan


Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 44
NÝKOMIÐ: Skólapeysur Sportpeysur Peysujakkar Peysur fyrir alla við öll tækifæri Hvergi meira úrval Ullarvöruverzlun Laugaveg 45 Maðurinn var horfinn af pall- inum, en Eileen Ferrer sást ekki heldur. — Þau hljóta bæði að vera inn í turninum, hugsaði Mc- Donald og gaf varaflugstjóran- um merki um að taka við stýrinu. Varaflugstjórinn leit undrandi á hann. — Ætlarðu að stökkva? — Dettur þér eitthvað skárra í hug? — Við ættum iíklega að hraða okkur til haka eftir meira vatni. — Það getur ,þú gert. Á með- an ætla óg að fá fram hver nvað- urinn þarna er. Varaflugstjórinn yppti öxl- um, en sagði ekkert. Hann flug upp um nokkur þúsund metra, meðan McDonaldl festi á sig •fallhlífina. — Hefurðu einhvern sérstak- an' áhuga á þessari — hvað kallaðirðu hana nú aftur — stelpu? — Það var eins og McDon- ald hefði fengið högg í andlitið. Hann sneri sér við og augun skutu gneistum. — Fjandinn sjáifur, liugsaði Pope, — nú talaði ég af mér. En þetta er eins og mig alltaf •hefur grunað. Það er eittlivað sérstakt við þennan náunga. Mér kæmi ekki á óvart þótt telpan þæri dóttir hans. — Hugsaði um þin eigin mál- efni, ef þér væri sama! Rödd McDonalds var hvöss eins og linífur. — Skal gert, foringi, umlaði varaflugstjórinn og laut liöfði. McDonald færði sig til dyr- anna. Áhöfnin horfði rannsak- andi á hann, en sagði ekkerl. Hann lauk upp dyrunum, fór æfðum höndum um útbúnað sinn og stökk út. Þegar varaflugstjórinn sncjri vélinni, sá hann yfirmann sinn svífa niður að auða svæðinu. -—- Hvern fjandann ætlar karl- inn sér? varð einum mann- anna að orði. Pope leit um öxl og hvæsti: — Hugsaðu um þin eigin málefni: Þegar vatnið flæddi niður um turninn, rankaði Eileen við. Hún lauk upp augunum og ætl- aði að rísa á fætur, en fann þá til nístandi verks í öðrum fætinum og iiné aftur niður. í sömu svipan var BS kominn til hennar. Hann þreif í öxl liennar og liristi hana æðislega. — Flug- vélin reyndi að slökkva eldinn minn, æpti hann titrandi röddu. — Mannkvikindin í flugvélinni reyndu að slökkva eldinn minn! Eileen leit forviða á hann — Hvað var hann að tala um? Flugvél? Hún strauk hendinni þreytnlega yfir ennið. — Flug- vél? Það hlut að vera slökkvi- vélin frá Vancouver. Hún hall- aði sér upp að handriðinu, en hrökk hrædd undan, þegar BS þreif hana að nýju. Ég skal skjóta flugvélina niður- æpti hann. Hún leit á hann. — Reynið að koma yður héðan, sagði hún, og hljómurinn i rödd hennar gerði BS hverft við. Þegar liann hafði náð sér eftir undrunina, hrópaði hann: Ég drep þig líka! í sömu svipan sáu þau fall- hlífina á milli rimlanna í stiga- handriðinu. Eileen lirópaði upp yfir sig og stóð upp, en BS stóð og starði með galopinn munn. Svo þreif hann utan um stúlk- una og bar haha upp i turn- herbergið. Eileen sló og spark- aði, en það var til lítils — og þegar liann sleppti lienni, linipr- aði hún sig hrædd saman á gólf- inu. — Ég drep liann, hvæsti BS. Hárið hékk í lufsum niður um andlit lians og hann leit æðislega í kringum sig í leit að hsntugu vopni. Og allt í einu uppgötvaði hann það! 'Straujárn. Hann sleit leiðsluna af i ein- um rykk og hóf upp áhaldið sigri hrósandi. Svo hljóp liann út á pallinn og að stiganum. Þegar McDonald hafði losað sig við fallhlífina, hljóp hann í spretti að turninum. Ennþá hafði hann ekki séð þar nein merki um lifandi manneskjur. Fyrir neðan stigann nam hann staðar og hóaði. Eileen .heyrði hrópið og haltraði að gluggan- um. — Iljálp, hrópaði lnin tit- randi röddu. — Hjálp! — Eileen Ferrer! — Já, það er ég! — Hvað hefur komið fyrir? Skyndilega var liún slitin frá glugganum, og BS hélt straujárn- inu ógnandi yfir höfði hennar. — Þú hefur liægt um þig, hvæsti liann milli samanbitinna tanna. — Ef þú segir orð, færðu þetta í fallega andlitið þitt! Á meðan var McDonald á leið upp stigann. Þegar BS heyrði fótatakið undan þungu flugstig- vélunum hans, þaut hann aftur út á pallinn. Hann varð nógu fljótur á vettvang til að sjá plasthjálm McDonalds koma upp um stigaopið. Hann henti straujárninu í liann af öllum kröftum. McDonald virt- ist sem væri hann lostinn eld- ingu. Höfuð hans reigðist aftur, og hann fálmaði æðislega eftir handfestu. Hann heyrði strau- járnið lirapa niður stigann. BS hló sigri hrósandi, þegar hann sá ófarir flugmannsins, en járn- ið liafði ekki hæft hann í höf- uðið, heldur aðeins í hjálminn. Og ])egar McDonald náði taki á handriðinu, hörfaði BS hrædd- ur undan. Hann sneri baki í bandriðið þegar McDonald réðist á hann. Flugmaðurinn lyfti hnefanum til að slá hann niður, en B;S var snarari í snúningum. Hann bar auðveld- lega af sér höggið og sló Mc- Donald í hnakkann með vinstri hendi. McDonald féll á hnén. Honum fannst eins og innýflin ætluðu upp úr honum. — Þú eyðilagðir eldinn minn, æpti BS og lyfti löppinni til að sparka. McDonald sá stigvélið nálgast, og hann greip um ökkla andstæðingsins og sneri upp á. BS baðaði hljóðandi út hand- le'ggjunum og féll á bak aftur. Það brakaði í handriðinu þegar bann skall á það. Á næsta and- artaki var Mc Donald á fótum og sveif á brennuvarginn. BS stundi og reyndi að slíta sig lausan. — iGefstu nú upp, sagði Mc- Donald og blés og másaði. — Gefstu upp. Hann knúði handleggi BS aftur á bag og sneri upp á. En BS var enn ekki búinn að vera og áður en flugmaðurinn fengi áttað sig, hafði hann slitið sig lausan. Brennuvargurinn ætl- aði að stökkva á McDonald, en flugmanninum tókst að vikja sér undan. BS gólaði upp yfir sig, þaut inn í herbergið og að Eileen. Hann þreif i hana og ýtti henni út að einum opna glugg- anum, og lyfti henni upp. — Slepptu henni! Röddin var McDonalds, og það var skelfing i lienni. Skelf- ing, sem sá eánn gelur fundið til, er sér það dýrmætasta sem hann á i ógnarhættu. Eileen veitti þessu athygli, og sú uppgötvun fyllti sál hennar undarlegri og áður óþekktri kennd. — Þú eyðilagðir eldinn minn, gólaði BS móðursýkiskenndri raust, — og nú eyðilegg ég kon- una þína! Flugmaðurinn færði sig hægt nær honum. Andlitið var löðr- andi í svita, og hann dró and- ann þungt. — Hún er ekki konan mín, sagði hann skyndilega. Það komu vöflur á BS. Eileen fann að það losnaði um tök hans — og allt i einu sleit hún sig lausa og -hljóp til flug- mannsins. Hann var fljótur að skjóta henni aftur fyrir sig, og þegar brjálæðingurinn hljóp fram, fékk hann tvö öflug linefahögg í linakkann. Hann hrein við, steyptist á gólfið og lá kyrr. McDonald stóð litla hríð og starði á hann, dró svo upp vindling og kveikti sér í honum. Blés reyknum hægt út úr sér og brosti til Eileenar. Unga stúlkan horfði á liann, og augu hennar voru full af tárum — Hver eruð þér eiginlega? hvíslaði hún. Hann lagði handlegginn yfir herðar henni og leiddi hana út á pallinn. Skógareldurinn var nú i þann veginn að deyja út, og þau sáu flugvélina koma svifandi yfir trjátoppunum. Þau veifuðu til hennar, og varaflug- stjórinn svaraði með því að blaka vængjunum. — Allt í lagi núna, sagði Pope og brosti til loftsiglingafræðings- ins, sem stóð hálfboginn yfir AJ^ — VIKAN 40. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.