Vikan


Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 19

Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 19
1. HLUTI — Af hverju gerðuð þið þá ekki bara eins og hann sagði? spyr ég. — Manni er nú illa við að skrifa undir eitthvað sem enginn veit hvað er. Það er allt að því brestur í röddinni þar sem þær sitja á kojustokknum, með siðsam- lega krosslagða fætur og greipar spenntar um hnéð svona líka varnarlausar gagnvart óskiljanleika hins stóra heims. — Við höfum ekki hugmynd um hvað þetta á að fyrirstilla, segja þær. Ég hef ætíð samúð með mannfólkinu, sak- ir meðfædds, og raunar stundum áunnins vanmáttar þess gagnvart myrkum öflum heimsins, einkum gagnvart fáfræðinni, sem er eitt af þeim myrkustu, — og sterkustu. Því tók ég óbeðinn á mínar herðar, að bjarga þessum saklausu liljublómum gegn- um fyrstu lífshættuna í landi Púskíns og Pasternaks, þ. e. a. s. útfylla eyðublaðið. — Þetta er ekkert hættulegt. Þið svarið bara þessum spurningum sem hér eru skrif- aðar. Ég skal þýða og skrifa svörin. Þið segið bara allan sannleikann um hvað þið hafið meðferðis. Ef tollarárnir eru svo með eitt- hvert múður, látið mig þá svara. Ég segi þeim að ég þekki Einar Olgeirsson. — Ætil þeir kannist þá bara nokkuð við hann? — Eruð þið með vopn eða skotfæri í tösk- unum? spyr ég þær. — Almáttugur, nei. — Þá getum við með góðri samvizku skrifað nei í þá punktalínu. Skartgripir og dýrir steinar? Það kom í ljós, að þessar konur voru dá- vel útbúnar með margslags smáhluti úr tini, glerperlum og silfurpletti, ásamt varalitum af ýmsum gerðum, speglum, púðri, hárnál- um o. s. frv. og fleiri hlutum, sem að gagni mega koma á kynnisferðum um ókunn lönd. Eftir æðimiklar vangaveltur, allnákvæmt mat, ákvað ég að leyna þessum verðmæt- um, treystandi á kunningsskap minn við Einar Olgeirsson ef upp kæmist og skrifaði aftur nei. — Handrit eða ritsmíðar fjandsamlegar Sovétinu? — Við erum bara með Familísjúrnal sem við keyptum í Höfn. — Það er nú það. — Það er kannski vissara að fleygja því í sjóinn? — En ef einhver af skipshöfninni skyldi nú sjá? — Hvað þá? — Getur vakið grunsemdir. — Nei, hérna út um kýraugað. — Þeir sjá úr hvaða glugga var hent. — Þá segjum við bara að það hafi verið Þjóðviljinn. — Þeir vita að það er ekki satt. — Já, en þeir hafa engar sannanir. — Kæra sig heldur ekkert um sannanir. — Þú ert að skopast að okkur. — Það er nú öðru nær. Hins vegar skal ég játa að ég veit þetta ekki fyrir víst. Finnst bara vissara að fara að öllu með gát. Það er sosum ekki eins og við séum í Hlíð- unum. Við komum okkur saman um að smygla Familísjúrnal í land. Hafa það bara í hand- tösku eins og hvert annað saklaust blað. Enginn mundi taka eftir neinu grunsamlegu. Síðan skyldum við laumast til að brenna því inni á klósetti eða öðrum afviknum stað við tækifæri. Það eru rifjaðar upp allskyns sögur um réttlætið í Sovét, eða öllu fremur óréttlætið, og fæstar uppörvandi fyrir varnarlausar meyjar úr ekki meiri stríðshéruðum, en Hlíðunum. — Guð einn veit hvað þeir eru að láta mann skrifa undir. — Guð veit nema maður verði skotinn eins og hundur bara fyrir ritvillu. Annað eins hefur nú heyrzt. — Svo getur það sem er heiðarlegt hjá okkur verið dauðasök hjá þeim, það er aldrei að vita. — Ég undirskrifa bara ekki neitt. — Þá verðurðu strax tekin undir grun og send til Síberíu. Stefnufresturinn heldur áfram að minnka með 18 sjómílna hraða á klukkustund. Til baka verður ekki snúið, nema henda sér í sjóinn þar sem er bæði kalt og blautt. Svo er undirskrifað í trausti á Einar Olgeirsson. Það virðist sem sagt ekki árennilegt land sem ég hef lagt leið mína til. Enda þótt ég þykist hafa efni á að henda gaman að kvíða systranna tveggja, er ég sjálfur ekki laus við ugg um að einhver fótur kunni að vera fyrir honum. Á yfirborðinu að minnsta kosti hlýtur þetta land að hafa nokkuð skugga- lega ásýnd, því þessar dömur eru ekki einar um slíkt álit. Þær eru meir að segja nokkuð góður samnefnari fyrir meirihluta fslend- inga í þessum efnum. Getur þetta allt verið út af einum saman róg og illgirni? Eða kannski út af mis- skilningi? Ojæja. Ég er að verða kominn til þessa dularfulla og forvitnilega lands til langrar dvalar. Væntanlega gefst mér kostur á að komast innundir skinnið á því og sjá í hverju misskilningurinn er fólginn. Meðan skipið rennur inn Balkan-flóann rifja ég upp fyrir mér ýmsa þá sem valdið hafa þessari ferð: Staníslavskí, Gorkí, Gogol, Lenin, Sjaljapín, Ullanova, Evtúsenko, Eren- burg, Tsékoff, Tsjaikoffskí, Skyldi land þeirra vera vont land fullt af vélþyssum, og 'fólk þeirra ókúnnugt. Öllu nþma prógrammi Kommúnistaflokksins. Fjandi á ég bágt með að trúa því. 6. sept. kl. 5. Það kvað vera fallegt í skóginum um- hverfis Leningrad. Blómskrúð og fuglasöng- ur. Langir sumardagar. Bjartar sumarnætur eins og á íslandi. Á haustin leggur fólk leið sína þangað til þess að tína sveppi, og sóla sig um leið, einkum á sunnudögum. Þetta sagði mér kona sem bjó í Leningrad á unglingsárum sínum. Það var eftir stríðið. Hún sagði frá beinum í skóginum. Upp úr fagurgrænu grasinu standa tvær hvítar, grannar pípur. Þær standa í rotnandi her- mannaklossum. Þar hjá má sjá glytta á leif- ar af hauskúpu með ryðgaðan hjálm, á hálfu kafj í gömlu fúnandi laufi og brúnum sverði. Fólk kippir sér ekkert upp við slíkan fund. Þessi kuldalegi arfur liðinnar tíðar er löngu orðinn samgróinn náttúru landsins og eðli- legur hluti af mannlífinu. Mér er sagt að í stríðinu hafi meir en tveir þriðju hlutar íbúanna verið drepnir. Síðan eru tuttugu ár. Pétursborg var höfuðborg hins mikla Rússveldis frá stofnun sinni í stjórnartíð Péturs mikla, allt til byltingarinnar, þegar bolsevikar breyttu nafni hennar í Leningrad og flutti stjórnina til Moskvu. Hún ber því flest aðalsmerki evrópskrar byggingarlistar þess tíma og er talin með fegurstu borgum álfunnar. í góðri tíð glitra þar ýmsar minj- ar mikillar og fornrar frægðar. Fægður marmari, glæst minnismerki, gullnir há- turnar margskonar helgidóma, ættaðra úr ýmsum hinum fjarskyldu löndum. Hérna hefur verið lifað eins hátt og eins lágt eins og hægt er að komast. Hérna hefur fólk elskað og hatað af meiri ástríðu en al- mennt er í íslenzkum sveitum. í fangelsum og útlegðum frá þessu höfuðbóli hafa frels- inu verið ort dýrðleg ljóð. Þar gekk Púskín um götur. Þetta vissi ég fyrirfram. Leningrad hefur verið borg mikilla harmleikja og mikilla hátíða. Öft afgerandi um þróun heimsins. Hugsun hennar, gerð úr stormi og eldi. Meðan ég bíð landsýnar uppi á bátadekki, tek ég upp úr vasanum lítið kver. Dunda Konurnar úr Hlíðunum voru mjög áhyggjufullar yfir Familiesjúrnal. Þær yrðu ef til vill handtekn- ar og hver veit hvað fyrir að hafa með höndum rit, sem talið yrði fjanðsamlegt Sovétrfkjunum. við lestur lítilla ljóða eftir Jónas Hall, um laglegar stúlkur og lítil blóm. 6. sept. kl. 7. Dimm regnsúld. Dökkgráir reykir frá grimmilegum, óend- anlegum verksmiðjuhverfum. Dauður skóg- ur af járngráum skotturnum bryndrekanna 1 herskipahöfninni, sem ein út af fyrir sig virðist ná á heimsenda. Hrikalegir löndun- arkranar marra silalega fram og aftur á hafnarbakkanum. Enn fleiri þeirra teygja þó trjónur sínar til himins, þunglyndislegir og þegjandi eins og steinrunnin tröll. Vinnudegi er lokið. Einstaka menn á rjátli um eyðilega bakkana. Þeir eru eins og það sem séð verður af borginni, úfnir og ólundarlegir í grárri þokunni. Rauði fáninn með hamri og sigð, blaktir seinlega aftan á hafnsögubátnum, þungur af sóti. Minnir á storknandi blóð. Leningrad. Slæmt að ekki skuli vera mildara veður. Borgin er falleg og hlý í góðu veðri, er mér sagt. Hvað um það. Þótt áhrifamáttur veðursins sé augljós og viðurkenndur, er ég samt viss um það að Leningrad hlýtur alltaf fyrst og fremst að heilsa gestum frá litlum VXKAN 40. thl. — JQ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.