Vikan


Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 12

Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 12
FRflMHIILDSSflGflN eftir Kristmann Guðmundsson TEIKNING ÞÖRDfS TRYGGVADÓTTIR 5. HLUTI Sigtryggur stórkaupmaður vill ná í Ásu fyrir konu, og Herjólfur sál- fræðistúdent gengur á eftir Lóu vin- konu hennar, af sömu ástæðu. Þeir eru vægast sagt ekki góðir vinir, herrarnir, og stríða hvor öðrum eftir beztu getu. Dag einn fara þau fjögur í stutta skemmtiferð, heimsækja Berg Þorsteinsson garðyrkjuhónda í Mos- fellsdal og horða þar hádegisverð. Undir borðum er svo ákveðið að þau fari fjögur saman í sumarfrí norður í land í byrjun júlí. En heima í steinbænum situr Guðríður spákona og drekkur kaffi með vinkonu sinni Jakobínu Jóns og Grími götusópara. Talið berst að syni Guðríðar, sem er orðinn milljóner í Ameríku vegna uppfinninga sinna. og þau fara að bollaleggja um framtíð- ina. Líklega getur Guðríður samt ekki lagt spámennskuna alveg á hill- una, vegna þingmannanna, sem sumir fara eftir leiðbeiningum hennar í landsmálum . . . Grímur var enn talsvert niður- lútur, ekki ólíkur strák sem hef- ur fengið snuprur. En allt í einu lyfti hann höfði og leit á frú Guðríði. „Þú hefur aldrei viljað spá fyrir mér, Gudda mín,“ sagði hann. „En nú langar mig til að biðja þig að gera það. Ég hef verið eitthvað svo andskoti leiður í skapinu upp á síðkastið og það kann ég ekki við, það er mér alveg nýtt, ef ég get ekki haft ánægju af tilverunni og fundið það sem feitt er á stykkinu þar. Þú ættir nú að gera það fyrir mig Gudda mín, að skyggnast eitthvað svolítið inn í framtíðina fyrir Grím gamla.“ Spákonan laut höfði og hugsaði sig um nokkra stund, en allt í einu rétti hún úr sér, greip kort- stokk sem lá á borðinu, stokkaði hann vandlega og bað Grím því næst að draga þrjú spil. Síðan tók hún að leggja fyrir hann stjörnur og ferhyminga á borð- ið, og loks er allur stokkurinn var þannig dreifður, leit hún á þau spil er gestur hennar hafði dregið. „O, þetta er allt í snotrasta lagi hjá þér Grímur minn,“ sagði hún góðlátlega. „Ég sé ekki betur en þú giftist bráðum, og það konu sem er talsvert loðin um lóf- ana — já það sýnist mér, ekki ber á öðru. Ég held bara að hún sé húseigandi.“ Spákonan þagnaði skyndilega og brúnir hennar sigu, hún varð dökkrjóð í kinnum og laut höfði svo að minna bæri á því. En Grímur var allur í einum ljóma: „Mæltu kvenna heilust, Gudda, min,“ sagði hann og brosti út að eyrum. En svo var sem hann myndi allt í einu eftir einhverju óþægilegu, og einnig hann varð kafrjóður í framan; hann þreif upp baukinn sinn í skyndi og stútaði sig á honum. Frú Guðríður rétti snöggt úr sér, sópaði saman spilunum og fussaði. „Það er ekkert að marka spil,“ sagði hún kuldalega. „Kaffibollinn er það sem gildir, svo hefur mér ávallt reynzt.“ Jakobína Jóns studdi hönd undir kinn og reyndi að leyna brosi sínu, en augun Ijómuðu af glettni. Það var tekið að bregða birtu og skömmu síðar heyrðist bif- reið stoppa fyrir utan. Þau heyrðu óm af háværum og glöð- um kveðjum, en nokkru eftir kom Ása inn. Hún var hress og glöð og stóru augun hennar Ijóm- uðu af kátínu. — „Nei, sitjið þið hérna öll!“ sagði hún. „Og mamma að spá fyrir ykkur? — Aldrei vill hún spá mér, hvernig sem á því getur staðið; hvers vegna viltu ekki spá mér, mamma?“ Frú Guðríður var reiðileg á svip og anzaði ekki dóttur sinni öðru en því, að hún hristi höf- uðið. „Jæja,“ sagði Ása og kastaði kápunni sinni á stól. „Þetta var anzi hreint gaman. Við hittum þarna skrítinn náunga — já sá var nú einkennilegur. En það er fallegt uppfrá hjá honum. Ég gekk með honum upp á hæðina áðan, til að sjá sólarlagið — já, hann er skrýtinn, smakkar ekki vín — og allt, sem hann segir er eitthvað öðruvísi en maður er vanur að heyra. Dugnaðarstrákur held ég; byrjaði með ekki neitt, segir Sigtryggur, og á nú allra snotrustu garðyrkjustöð. Skrýt- inn fugl — segist ekki vilja verða ríkur, vill ekki hafa stærri stöð en hann geti sjálfur passað — það er nóg fyrir mig, sagði hann, og þegar ég spurði hann hvort hann ætlaði sér að lifa alltaf einlífi, þá roðnaði hann eins og drengur, alveg út undir eyru og gat ekkert sagt. — Veiztu það, mamma, að við höfum ákveðið að fara öll norður í land í byrjun júlí, kannske alla leið austur á firði. Sigtryggur hefur boðið okk- ur. Við höfum tjald með og Árni, þarna bílstjórinn hans Trygga, keyrir og kokkar ofan i okkur þegar þess þarf. — Ég hef bara áhyggjur af einu; og það er sam- komulagið þeirra strákanna. Herri er svo vitlaus, alltaf með einhverja mikilmennsku við Sig- trygg, svo er hann líka kommú- nisti að ég held, en Tryggi er nú ekkert hrifinn af þeim. — Jæja mamma, ég fer upp að hvíla mig.“ X Ása Sigurlinnadóttir varð bæði hissa og glöð þegar Bergur garð- yrkjubóndi snaraðist allt í einu inn í búðina til hennar. Það var eldsnemma á sólbjörtum maí- morgni; hún var nýbúin að opna dyrnar og sat geispandi á búðar- borðinu. Rösklega hálfur mánuður var liðin síðan hún hafði verið gest- ur hans í gróðrarstöðinni og það hafði stundum hvarflað að henni þessa liðnu daga að hana langaði til að sjá hann aftur. Nú stóð hann þarna ljóslifandi klæddur gráum tweed-buxum og ljósri peysu, berhöfðaður; ljósjarpt hár- ið bylgjaðist um höfuð honum og blá augun voru hýrleg en svipur- inn dálítið vandræðalegur. „Nei, sæll og blessaður og þakka þér fyrir síðast," sagði Ása — VIKAN 40. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.