Vikan


Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 4

Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 4
» ÞórhallurSigurjónsson hf Þingholtsstræti 11 Símar 18450 og 20920 Vináttusamband við Danmörku. Vikublaðið Vikan, Reykjavík, ísland. Vinsamlegast setjið eftirfar- andi tilkynningu í blaðið: Dönsk stúlka lýsir eftir ungum manni, sem heitir PÉTUR og var í sumarleyfi í Danmörku. Þú varst á balli í Slagelse (i An- lægget) sunnudaginn 4. ágúst og við dönsuðum mikið saman. Ég var í hvítum kjól með brúnum blómum og ég var með uppsett hár. Ef þú lest þetta, vona ég, að þú skrifir. Bodil Rasmussen, Grænge pr Grænge, Lolland, Danmark. Alvitri Póstur ... Kæri Póstur. Mér hefur fundizt á því að lesa dálkana þína, að þú sért alvitur — eða þykist a. m. k. vera það! Mér finnst ekki til sú spurning, sem þú treystir þér ekki til að svara. Nú langar mig líka til að leggja fyrir þig spurn- ingu. Hún er kannski dálítið erfið, en ef dæma má af öllum þeim svörum, sem þú hefur treyst þér til að gefa við mörg- um og margvíslegum vandamál- um, þá ætti þessi spurning ekki að vera allt of erfið: Geturðu sagt mér, hver svar- ar bréfum Póstsins? X2. --------Já, já. Vikan og dönsku blöðin. Ritstjórn Vikunnar, Rvk. Ég má til með að skrifa enda þótt éfnið sé ekki merkilegt. Mér er alveg sama þótt bréfið fari í körfuna hjá ykkur. Ég er nú orðin það sem kallað er mið- aldra og hef átt fremur rólega daga. Ég eyði stórum, kannski alltof stórum hluta dagsins í lestur. Það voru einkum dönsku blöðin, sem ég las spjaldanna á milli. Ég komst ekki í kynni við Vikuna fyrr en á þessu ári — ég veit ekki vegna hvers. Ég verð að játa það, að ég hálf skammast mín fyrir að hafa ekki gefið Vikunni gaum því það sé ég undir eins, að hún hefur miklu hærri standard en dönsku blöðin. Sérstaklega dáðist ég að greinunum um lífskjaramark ís- lendinga og grein Benedikts frá Hofteigi um landnám fslands. Ég er honum hjartanlega sam- mála. Er hægt að fá Vikuna í einu lagi síðan blaðinu var breytt í þetta form? Með vinsemd og virðingu. Guðrún Þorsteinsdóttir. ---------Já, það er hægt að fá Vikuna síðan henni var breytt seint á árinu 1958. Vikan þakkar góð orð og vonar að fleiri eigi eftir að uppgötva þessi sannindi með dönsku biöðin. Skalli og lítill vöxtur. Kæra Vika. Ég er ungur og ókvæntur maður, nýsloppinn frá námi og búinn að fá ágæta stöðu í góðu fyrirtæki. Ég stunda skemmt- analífið talsvert eins og eðlilegt verður að teljast á þessum aldri og kann vel við mig í félagsskap fagurra kvenna. En það er einn hlutur, sem ég hef áhyggjur af — eða raunar eru þeir tveir: Ég er að byrja að fá skalla, en hafði mjög fallegt, liðað hár fyrir. Og svo er ég helzt til lítill vexti. Er hugsanlegt, að maður nái nokkr- um verulegum árangri í við- skiptum við hið veika kyn, þeg- ar svona hagar til? Einn með áhyggjur. ---------Ungi maður — það er sama hvort um er að ræða fram- tíð þína í fyrirtækinu, eða ár- angur í viðskiptum við hið veika kyn — ekkert hefur minna að segja heldur en það, hvernig þú lítur út; hvort þú ert með skalla eða lítill vexti. Að vísu verður að gera ráð fyrir, sem gefinni staðreynd, að þú sért snyrtileg- ur og gangir smekklega til fara. En þá eru þér líka allar leiðir opnar. Það er þinn innri maður, sem máli skiptir og hvernig þér tekst að láta aðra sjá hann. Skallinn getur raunverulega lyft þér þrepi ofar. Þú virðist eldri og getur þar af leiðandi borið niður í þeim hópi kvenna, sem hefur tekið út fullan þroska og er að öllu leyti eftirsóknarverð- ari. I fyrirtækinu getur þetta verið kostur líka. Skallinn kipp- ir þér nokkrum árum fram fyrir jafnaldra keppinauta. Það væri hægt að benda á marga sköllótta, litla og fremur óásjálega menn, sem vegna framgöngu og per- sónuleika gnæfa hátt yfir þá, sem hafa bæði hár og hæð en lítið annað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.