Vikan


Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 20
Frá höfninni í Leningrad. úthafseyjum sem fulltrúi máttugs stórveldis. Regnið er að herða. Ég veit ekki almennilega hvert skal halda eða hvað að gera, einn og mállaus í svo stórri og dularfullri ókunnri borg. Hika við að stíga upp á gljásvartan hafnarbakkann. Finnst ég vera ósköp lítill íslenzkur sveita- maður úti í hinum stóra harðneskjulega heimi, með minn hógværa Jónas Hall í vas- anum, einan vopna. Þar sem ég stend á land brúnni í regninu, get ég ekki varizt þeirri hugsun, að enda þótt á íslenzku hafi margt veriðg snyrtilega ort og hugsað, muni allar stórar ákvarðanir hafa verið og verða tekn- ar á öðrum málum. Á bryggjunni standa hermenn og tollverð- ir í höm undir húsgafli. Þeir eru huldir skó- síðum regnslám, með stórri munkahettu. Þeir horfa þögulir framfyrir sig, eins og allt sé þeim óviðkomandi nema regnvatnið sem rennur í sífellu eftir malbikinu út í ófyllan- legan sjóinn. Mig langar allt í einu til að tala eitthvað við þá. Spyrja þá um hvað þeir séu að hugsa. En bæði sé ég fram á að við munum ekki skilja hver annan og svo finnst mér líka að þeir séu að hugsa um eitthvað, sem er þeirra leyndardómur og komi ekki öðrum við. Svipur þeirra, eins og saga um hvítar leggja- pípur í sumargrænu grasi, minnir á gamla tíð sem ennþá hefur ekki verið, og mun ekki enn um hríð verða þvegin af ásýnd Leningrad. Ár. 1941. Þá voru ekki farnar skemmtiferðir út í skóg • að tína sveppi. Þá voru tíndir hungurdauðir kettir á götunum. Menn sem bera með sér minningar um slíka atburði, una því öðrum betur að horfa á frið- sælt regnvatn seytla hljóðlega út í eilífðar- hafið. Mikið af blóði hefur runnið í þenn- an sjó. Nú. Hívopp. Ekki dugir þessi skrambi. Ég lyfti upp töskum mínum og geng á vit þessarar stóru, ábúðarmiklu borgar, með minn Jónas Hall upp á vasann. Hermenn- irnir héldu áfram að horfa á rennslið. íslendingahópurinn slapp lifandi gegnum tollinn með sitt Famílísjúrnal, án minnstu tortryggni, og þótti mikið Drottins krafta- verk. Ég sagðist hafa minnt tollarana á kunningsskap minn við Einar Olgeirsson. 6. sept. ‘63 kl. 9. Á matstofu hótelsins er margt um mann- ir.n. Mest útHnzkir ferðamenn, en einnig innfæddir sem komið hafa til þess að gera sér dagamun, því í dag cr laugardagur. Hljómsveitin leikur eitthvað í ætt við rokk. Hinn rússneski björn virðist mér hvorki hafa innréttað eyra né tilfinningu í fótum fyrir þessháttar hljómfall. Skil ekki hvers vegna þeir eru að spila þetta og dansa. Kannski þeir séu bara ofurlítið snobbaðir fyrir því sem útlent er — eins og fleiri. Klæðnaður mundi á Reykjavíkurrúntinum vera kallaður púkó. Litir dökkir eða með öðrum orðum mjög blandaðir. Stílleysi. Salarkynni glæst. Lofthæð á þriðja metra, eins og í öllum öðrum húsum þessa staðar. Innréttað með marmarasúlum, þungum (Rússar hafa sérstakar mætur á öllu viðamiklu og traustlegu. Samt mun það nú vera að breytast, af hagsýniástæðum). Ljósakrónur stórar og skrautlega gerðar úr efnismikilli bronssteypu og ívið miklu magni af gleri. A miðju salargólfi gosbrunnur úr þungum slipuðum grásteini. Hérna skal snæða hina fyrstu máltíð. Við þurfum ekkert að hafa fyrir því að velja okkur mat því að við ferðumst á veg- um Intúrist og borðum eftir áætlun. Túlkurinn okkar er ung og lipur dama, sem heitir Natasja. Mjög algengt rússneskt gælunafn. — Hún getur ekki verið rússnesk. Hún er svo hugguleg. Hún er ábyggilega frönsk, sagði daman með Familísjúrnal og bar súpuskeiðina upp að nettlegum vörum með Minjarnar frá stríðinu hafa enn ekki máðst út í skógunum í nágrenni Leningrad. Þar standa sums staðar hermannastígvél og upp úr þeim hvítar leggpípur... frönskum elegans og lagði þar með áherzlu á það, að hún sjálf hafði dvalið með er- lendum menningarþjóðum (í þrjá daga). Súpan smakkaðist henni illa. Hún var eins og sætsúpa á litinn, og það var nú ágætt. Hins vegar var bragðið allt öðru vísi og það var nú ekki gott. Þetta var sem sagt naglasúpa. Hún var samsett úr bitum af pylsum, svínakjöti, bjúgum, kindakjöti, hvít- káli, rauðkáli, blómkáli, rauðrófum, gulrófum, eplum og yfirleitt öllum ætum hlutum í veröldinni, en mest af pipar. Síðast bragðbætt með sýrðum rjóma. Með okkur var einnig skáld og byltingamaður að norðan. Hann hefur ort ljóð sem byrjar svona: Helvítið hann Bjarni Ben. — hann hafði aldrei á ævi sinni bragðað betri súpu. Við fengum einnig fisk með ediksýru og nautakjöt með sýrðum agúrkum. Rússar nota ýmis konar sýrur til bragðbætis í sama hlutfalli og við notum sykur. 7. sept. ‘63. Það gegnir furðu að fólk á borð við okkur, sem á sér því nær engan listrænan arf, utan nokkrar ryðgaðar sylgjur og fúnar rúmfjalir, skuli heyrast digurbarkalegar radd- ir um „kreppur" í þróun lista í öðrum löndum. Mér finnst að minnsta kosti núna, þegar ég fer um götur Leningrad, að íslendingar hafi engan rétt til að segja orð um eitt eða neitt, allra sízt gagnrýna listastefnur annarra þjóða, á meðan við eigum ekki svo mikið sem eftirprentanir af hliðstæðum afkvæmum skapandi hugsunar, sem hérna má sjá á hverju götuhorni, hvað þó handahófslausa eigin framleiðslu, svo ekki sé nú minnzt á einhverja þjóðlega hefð í þeim efnum (nema þá helzt krosssaum). Ermintaz-listasafnið er eitt af þeim stærstu í heimi, svo sem eðlilegt er í borg sem um langan aldur hefur verið höfuðstaður stórveldis. Það var kappsmál hvers keisara, að sýna sem bezt glæsileik síns veldis, og reisa hver sínum stjórnartíma sem mestan minnisvarða. Til þess uppbyggðust mörg glæst stórhýsi hlaðin listaverkum utan og innan. Enda má héma sjá flestar glanskórónur evrópskrar snilligáfu, frá öllum tím- um. Ekki aðeins frásagnir og eftirprentanir eða sögur um drykkjusýki og ástabasl manna eins og Gauguin eða van Gogh, heldur raunverulega ávexti vinnu þeirra og þrotlausrar leitar þeirra eftir fegurð og vizku. Maður getur Framhald á bls. 36 2Q — VIKAN 40. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.