Vikan


Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 7

Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 7
VIKAN 10. okt. ’63 VAR iSLAND FULLBYGGT ER „LANDNAMSMENN“ KOMU? Eftir Benedikt Gíslason fpá Hofteígi að einskonar dogmatik, þ. e. vitsnumalegri stöðnun, en slík skoðun er einskonar karlinn á kassanum, sem hótar eldi og brennisteini, ef heilbrigð skynsemi kemur nærri honum. Allar sögurannsóknir og jafnvel fornleifafræði, hafa staðnað á þessari gefnu vissu, og heilbrigð skynsemi ekki mátt koma nærri málinu, en lesi heilbrigð skynsemi úr heimildum m. a. hinu beina máli um landnám í auðu landi, sézt glögglega hvernig í málinu liggur og til sanns vegar megi færa hina beinu heimild um eyðilandsbúann. í raun og veru þarf ekki þetta mál lengra að rekja en til þeirrar vissu sem fyrir hendi er, að þeir, sem teljast hafa numið land, gátu ekki komið með lífsbjargargripi með sér eða flutt þá á annan hátt. Hér er um þá menn að ræða, sem verða að hafa málnytu sér til framfæris og ull af sauðum sér til fata. Væri þetta hvorugt fyrir hendi í búsetunni var ferðin út aðeins feigðarflan, sem ekki gat hver á eftir öðrum lagt í, jafnvel þótt vita megi að margir hafa flanað að sinni feigð í þessu ferðalagi, því ekki er líklegt að skip- tapar hafi orðið minni í þessum ferðalögum en síðar fréttist af, er kom fram á 11. og 12. öld, og skip þá orðin stærri og traustari, en þá getur um miklar misfarir í siglingum við ísland. Það sem m. a. er vitað um skipin á þessum tíma, er að getið er um trénegld og bundin skip. Þessi bönd, sem skipin eru bundin með, er seymi, sem unnið er úr sinum hryggdýra og einnig hvalfiska. Getur þess að Sigurður slembir, norskur maður er barðist til konungsdóms í Noregi, hafi haft tvö skip seymd, en Sigurður féll 1139, áður en honum yrði konungsdóms auðið. í íslenzkum annálum er þess getið, að Ásmundur nokkur, er kallaðist kastanrassi, hafi komið frá Grænlandi til íslands, á skipi er hafi verið bundið seymi. Það var 1189 og getur þess um leið, að áður hafi hann verið á Finnmörk á þessu skipi sínu. Árið eftir, 1190, fór hann frá íslandi á þessu skipi, en kom hvergi fram austan hafs. Eru annálarnir óspar- ir að geta um skipstjónin og manndauðann á þessum tíma og 1183 er kallað ófarasumar, því þá fórust 500 manns í íslandssiglingum. Fornleifafundir benda einnig til þess að skip á 9. öld, einkum norsk, hafi verið bundin seymi, minnsta kosti allmikill hluti þeirra, og þarf varla um það að ræða að hægt hafi verið að flytja stórgripi á slíkum skipum. Ferðalagið tók langan og óvissan tíma, og er því fóðrið á gripunum mál út af fyrir sig, sem ekki verður leyst með neinum líkingareikningi, og mál sem ekki hefur verið lagt út í að leysa með neinum reikningi. Um slíkt hefur ekki verið að ræða, og ekki getað verið um að ræða. Hvort landnámsmenn fara samt út, í autt Island, er mál, sem má láta heilbrigða skynsemi leysa, án allrar frekari málafylgju. HEIMILDIRNAR. 1. íslendingabók. Heimildirnar um landnám íslands er einkum að finna í tveim fornbókum, Landnámu og íslendingabók eftir Ara fróða Þorgilsson, breiðfirzkan mann að uppruna, er ungur kom á Suðurland og tók prestvígslu. Ólst hann upp frá 7 vetra aldri í Haukadal og virðist lengstum hafa verið handgenginn höfðingjum á Suðurlandi og þó einkum biskupum í Skálholti, Gissuri og Þorláki Runólfssyni. Hann var fæddur 1067, eða 11 árum síðar en biskupsstóllinn var settur í Skálholti og dó 4 árum fyrr en erkibiskupsstóll var settur í Niðarósi, er hafði þá yfir að bjóða biskupsdómi á íslandi, en þá voru orðin hér tvö biskupsdæmi. Þetta útlenda yfirboð á kirkjumálefnum íslands átti eftir að verða örlagaríkt fyrir ís- lenzka þjóð, en smámsaman færðist íslenzka þjóðlífið meira og meira undir vald og aðra hætti kirkjulífsins. Þetta hlaut að blasa við þjóðlega hugsandi mönnum á þeirri tíð og vekia þeim ugg um sjálfstæða tilveru þjóðarinnar, er kirkjan sýndist stefna að því, að draga undir sig þjóðfélagsvaldið og innlenda fjármála- stjórn. Því fyrstu fjárlög íslendinga eru tíundarlögin, sem Giss- ur biskup fékk sett 1096 og gáfu kirkjunni forræði á þessum fjárlögum. Mótvægi á móti þessu var fyrst og fremst saga þjóð- arinnar. í sögunni hlaut þjóðin að muna bezt til sjálfrar sín og sagan hlaut að vernda skýringuna á þjóðinni, og þaðan bar að taka stefnumiðið um verndun og framgang þjóðarinnar móti al- þjóðlegri samsteypu ríkja af sameiginlegum trúarbrögðum undir samanþjöppuðu valdi á einum stað heims. Menntun þjóðarinnar hafði farið mikið fram einmitt af kristilegri menntatækni, lestri og skrift. Mátti því sýnast örðugt að greina á milli þess sem þjóðin var sjálf og þess er hún hafði hlotið, enda komu ekki fram skörp tímaskil í málinu, og má segja hitt að taumur kirkj- unnar var dreginn ósleitilega, þótt hún yrði stundum að steita fót sinn við steini. Má segja það strax að ritverk íslendinga, er nú komu til sögunnar, urðu í flestu mjög höll undir kirkjuna, og þá á aðra grein ekki síður höll undir höfðingjavaldið, en höfðingjavald var einkunn hins íslenzka þjóðfélags, frá því að það komst á laggirnar. Ari fróði tók að rita Þjóðfræði íslands eða íslendinga og nefnir hann bók sína íslendinga- bók. Hann byrjar bókina á því að segja frá því að 'fyrst hafi hann gert bókina þeim biskup- um landsins, Þorláki í Skálholti og Katli á Hólum og hafi sýnt þeim hana og Sæmundi presti, þeim, sem löngum er kallaður hinn fróði, og hafi þeim líkað svo að hafa eða þar við auka. Þá hafði hann skrifað þessa, þ. e. bókina, sem við höfum nú og heitir íslendingabók. Nú sést að liðið hefur nokkur tími milli þess að Ari gerði þessar tvær bækur, því bæði Þorlákur biskup og Sæmundur prestur dóu 1133, en í íslendingabók er sagt að Guðmundur Þorgeirsson hafi haft lögsögu í 12 ár, en hann sleppir lögsögu eftir því 1134 eða 1135. Sú íslendingabók, sem við því höfum, er gjörð eftir þann tíma, en það er 261 ári eftir að frá því segir í þessari bók að Ingólfur kom út „norrænn sem sannlega er sagt að færi fyrst þaðan til íslands“, en sagt hefur hann fyrr að ísland byggðist fyrst úr Noregi. Það er að vísu svo að sagngeymd á þessum tíma er betri en nú á dögum, en ekki höfum við nú á dögum 260 ára gamlar sögur, eins og frá Birni sýslumanni á Burstafelli um 1700, án þess að kalla þær hreinar þjóðsögur og leggja lítinn trúnað á. Voru þó sögur af Birni, sumar hverjar, skráðar fyrir um 100 árum. Það má því gera ráð fyrir því, jafnvel þótt eitthvað eða flest sé satt í því, sem Ari skrifar, að þar vanti stórum í þá skilgreiningu, sem sönn VIKAN 41. tbl. — ij

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.