Vikan


Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 13

Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 13
» ignaðist bilínn. Þáð dpö dilk á eftlr sér ffypip hann „Daginn eftir mrogundaginn?" hrópaði Wilcox upp yfir sig. „Hvers vegna ekki strax í dag? Eða á morgun?" „Áætlunarbíllinn einn dag til Acapulco,'' sagði Miguel. „Næsta dag til Taxco. í dag til Acapulco, sem draga þig, nú farinn. Á morgun til Taxco. Næsta dag aftur til Acapulco." „Er ekki sími hérna?" spurði Wilcox. „Jú, si, senor," svaraði Miguel stoltur. „Lögreglustöðin. En bara ekkert samband." „Strákar mínir,'' sagði Wilcox. „Fáið ykkur sæti hérna við borðið hjá mér og þiggið eitthvað að drekka, á meðan við reynum að komast til botns í þessu. Hvað má bjóða ykkur?" Þeir Miguel og Pepe litu hvor á annan. Manni var ekki boðið að setjast að drykkju með Ameríkana; annað eins gat bókstaflega ekki átt sér stað. Þeir tóku sér varfærnis- lega sæti og báðu um bjór. Veitingamaðurinn bar þeim hann, og andlit hans var svo svipbrigðalaust, að einungis aðrir Indíánar gátu lesið úr bví undrun hans og tortryggni. „Jæja þá," tók Wilcox til máls. ,,i dag er miðvikudagur. Hafi ég skilið ykkur rétt, verður bað á laugardaginn, sem þessi náungi, þessi Diosdado kemur og gerir við bílinn." Miguel varð fyrir svörum. „Hver veit," sagði hann. „Ég skil hvað þú átt við,'' sagoi Wilcox. „Kannski verður maður að fá eitthvað í bílinn." Hann slokaði í sig þriðja glasinu af tequila og benti veitingamanninum á að koma með það fjórða. „Allt í lagi. Diosdado fer þá með áætl- unarbílnum til Acapulco á sunnudaginn ..." „Afsaka ... enginn áætlunarbíll á sunnudögum," greip Miguel fram í. „Hann fer þá til baka á mánudag," sagði Wilcox. Þetta var í þann veginn að verða ofraun meðfæddu glaðlyndi hans og jafnaðargeði. „Og á þriðjudag kemur hann svo hingað aftur með það, sem kann að vanta í bílinn. Þegar svo viðgerðinni er lokið, verður hann mér samferða í bíln- um til Acapulco.'' Nokkra stund ríkti þögn við borðið. Wilcox hressti sig óspart á drykknum. „Bíllinn er gamall," varð honum að orði. „Ég var bölvaður asni að leggja hann á þessa fjall- vegi, einungis til að sjá eigin augum hvað við tæki fyrir handan. Vitanlega hefði ég átt að fara þjóðveginn frá Taco til Acapulco. Þá hefði ekkert komið fyrir. Jæja, það verður ekki afturtekið. Er nokkurt gistihús hérna? Nokkur staður, þar sem maður getur fengið að vera?" Hann leit út yfir torgið, þar sem allt var kafið í rusli, gangstéttarsteinarnir skakkir og skældir, trén rykug, vatns- þróin tóm, fornfálegir bekkir, sem ekki varð setzt á fyrir óhreinindum; auk þess voru þarna nokkrar útikrár og verzlanir, þar sem öllu ægði saman, lágreist kirkja með brostna klukku í opnu porti, sem engu að síður mundi luma á nógum skarkala til að vekja hann klukkan fimm á morgnana, og eftir það með með klukkustundar milli- bili, sex, sjö og átta. „Si, senore," svaraði Miguel hróðugur. „Herbergi í restaurante. Eitt laust. Fimm pesos." Þegar Wilcox heyrði verðið, sýndist hann taka aftur gleði sína. „Fjörutíu sent ... ekki setur það mig á hausinn. Ég hef hugboð um að svo geti farið, að ég verði að dveljast hér vikulangt, kannski það sem eftir ér ævinnar. Viljið þið nú ekki, annarhvor ykkar, ná í ferðatöskuna mína úti í bílnum?'' Þegar þeir störðu á hann báðir, eins og þeir vissu ekki sitt rjúkandi ráð, endurtók hann: „Taska — ferðataska — maleta!" og rak síðan enn upp róknahlátur. „Jæja, strákar, er ég kannski ekki orðinn sæmilega bæna- bókarfær á ykkar tungu?" Á meðan Miguel var að ná í ferðatöskuna, tókst Wilcox að gera veitingamanninum það skiljanlegt, að hann æskti gistingar. Honum var þá vísað inn í herbergiskytru, hvar in'ni stóð svefnbálkur og grind með handlaug, en ekki voru þar nein húsgögn önnur. Kytra þessi var við hliðina á snyrtiherbergi — karla og kvenna sameiginlega — og lagði þaðan megnan ódaun. Wilcox hló og veifaði þeim félögum í kveðjuskyni. „Bölvað svínið," varð Pepe að orði. „Rétti ekki að mér grænan eyri." „Þú áttir það ekki heldur skilið,'' svaraði Miguel. „Eða hvað gerðir þú fyrir hann?" Eins og lög gera ráð fyrir varð Miguel að vinna dag- langt á akri sínum. Á kvöldin lagði hann aftur á móti leið sína til borgarinnar, eins og allir aðrir. Á föstudagskvöld heimsótti hann Wilcox og sagði Framhald á næstu síðu. VIKAN 41.• tbl. — 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.