Vikan


Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 39

Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 39
í Skandinavíu. Bæði er það, að á fslandi virð- ast hafa verið írskir landnemar, þegar fyrir komur, landnáms- mannanna frá Skandinavíu á 9. og 10. öld og einnig komu Norð- mennirnir ekki alltaf beint frá Noregi, en oft frá nýbyggðum þeirra á Bretlandseyjum og hafa augsýnilega haft með sér fjölda af keltneskum þrælum. Sé athuguð skipting A B O- blóðflokkanna sem sýnd er á töflu XII, sést, aö blóðflokka- skiptingin hjá íslendingum er mjög frábrugðin því," sem hún er í Vestur-Skandinavíu, en mjög svipuð og hún er á frlandi og reyndar Skotlandi og Wales, en einkenni hennar er hinn hái hundraðshluti af O flokknum. Taflá XII. Prósentuskipting á A B O- flokknum hjá íslendingum, ír- um og Skandínövum. Blóðflokkaskipting í % íslendingar frar Danir Norðmenn O 55 55 42 39 A 22 31 44 49 B AB 10 3 12 2 10 4 9 3 Þetta erfðafræðilega misræmi milli íslendinga og Skandínav- ískra þjóða styður þannig þá skoðun, að meðal fyrstu land- námsmanna á íslandi hafi að vísu verið norrænir menn frá Skandínavíu, en að þeir hafi að- eins verið lítill hluti þjóðarinn- ar þ. e. a. s. hin ráðandi stétt. Hinir keltnesku þrælar sem fluttust með, hafa að öllum lík- indum verið miklu fleiri en þeir. Þannig má gera ráð fyrir því — enda þótt það hafi verið menn- ing yfirstéttarinnar, sem hélt velli — að f slendingar nú á dög- um séu komnir af fólki af líkri gerð og Keltar þeir, sem nú búa á Bretlandseyjum. Framhald í næsta blaði. DAGBÓK FRÁ RÚSSLANDI.__________ Framhald af bls. 27. „Borgarar! Félagar! Rýmið stéttina gerið svo vel!" Lögregluþjónn í dökkbláum fötum með rauð axlaspeldi og nef sem hefur báða þessa liti, kemur austan torgið með handapati. Þegar hann er búinn að hreinsa stéttina alla leið upp að hliðinu við litla húsið, tekur hann af sér húfuna, þurrkar af sér svitann með sínum stóru lögguputtum, tekur upp sígar- ettu úr buxnavasanum og segir við næsta mann: „Lofið mér að millireykja hjá yður, félagi.'' Austur á stéttinni blikar á þrjá byssustingi. Undir ganga tyeir dátar og einn fyrirliði. Þeir teygja fæturna langt fram, slá niður hælum, byssan hvílir lóðrétt við hægri öxl, en vinstri höndin sveiflast bein upp í axl- arhæð, reglulega eins og pendúll í klukku. Þeir stanza við hliðið. Fyrirliðinn opnar. 4 skref áfram. Stanz. Hliðinu lokað. Gakk. Stanz. Þeir standa nú allir fimm eins og vaxmynd- ir við dyrnar. Bing, Bang. Klukkan í einum varðturninum slær 12 högg. Varðmennirnir skipta um stöður. Þeir sem eiga að fara af verði, axla vopnin. Einn, tveir, þrír. Augnablik kyrrir. Og svo áfram gakk. Plamp-plamp. Taktfast fótatak þeirra dvínar og hverfur bak við múrinn. Aðrir tveir eru orðnir að vaxbrúðum við dyrn- ar Túristarnir á torginu sem safnazt höfðu í kring til þess að horfa á serimoníurnar, dreifast að nýju, masa, hlæja, taka myndir hver af öðrum. Sumir klappa. Lestin silast áfram gegnum húsið, þegjandi og há- tíðleg. Önnur vaxbrúðan hefur varaþurrk og er að reyna að væta varirnar í laumi. Grafhýsi Lenins. Sólih skín á steinlagt Rauða torgið fyrir framan á mynda- vélar, alla vega lit andlit og skrautmálaða austurlandaturna Kirkju Hins Blessaða Kasilí. Ég rangla inn í Kreml sömu leið og verðirnir fóru. Þar eru strætin líka steinlögð. Þar er kirkjuklukka svo stór að aldrei var hægt að hífa hana upp. Fallbyssa svo stór að aldrei var hægt að skjóta úr henni (kúl- urnar eru á að gizka 40 cm í þvermál). Þar er gömul kirkja, sem geymir kistur með jarðneskum leifum keisaranna. Sú er skreytt freskomyndum af guð- um og guðsmönnum frá gólfi til hvelfingar, og gulli þar aS auki, bæði utan og innan. Þar er vopnasafnið, tvö leikhús, stjórnarráð og þinghús. Virkis- borgin Kreml var byggð á bakka árinnar Moskvu fyrir 800 árum. Hún hefur verið kjarni þeirrar borgar alla tíð og ber minjar allrar þeirrar löngu og viðburðaríku sögu. En slíkum hlutum þýðir ekki að lýsa, það verða menn að sjá. Sjálfur verð ég fljótt þreyttur, þegar mikið fyrir augu ber. Þegar ég fer út um virkis- hliðið' á nýjan leik er farið að rökkva í garðinum. Stúdentarnir sem hafa setið við lestur á bekkjunum eru að loka bókum sínum. Gömlu konurnar með börnin eru að búa sig til heim- ferðar. Túristarnir horfnir inn í leikhúsin og bíóin, eða „á völlinn". Dynamo og Spartak leika í kvöld. Dúfurnar setztar til hvíld- ar uppi á öldruðum brjóstvörn- um virkisins. Elskendum hefur aftur á móti fjölgað. Þetta hefur verið heitur dag- ur, en haust í nánd, laufin eru tekin að missa græna litinn og fá í staðinn gulan. Kvöldgolan er svöl. En á gangstéttunum halda rjómaískerlingar áfram að selja. Þær hafa farið í utan yfir sig. Mig langar að reykja. Þá eru engar eldspýtur. Ég nota hina nýlærðu aðferð, vík mér að lög- regluþjóni sem hallar sér leti- lega upp að veggnum með kask- eitið aftur á hnakka og hramm- ana í vösunum. Horfir yfir garðinn. Sígaretta milli silfur- sleginna tanna. „Félagi, lofið mér að milli- reykja." Hann tekur annan hnefann úr vasanum, réttir mér stokk og segir: „Hafðu hánn með þér, ég er að fara heim." Klukkan á virkisturninum slær. Lögregluþjónninn lallar til að toga þungar hliðgrindur Kreml í lás. Svalinn ríslar sér með föln- að laufblað á stígnum. Sumardagurinn stígur hæg- látlega vestur af himhinum og hverfur bak við margbreytilega, spaugilega þakfleti Moskvu- borgar sem dökkna móti sólar- laginu. 4. okt. '62. „Ladna''. Þetta er merkilegasta orð í heimi. Getur verið svar við næstum öllu. Líklega algengasta orð í rússnesku. Það þýðir nán- ast að umræðuefnið sé afgreitt og allt í lagi. . „Eigum við að fara í bíó?" „Ladna". (Já, allt í lagi). Kellíngin: „Mikil guðsblessun var nú að blessuðu barninu batnaði þessi árans ótrissa hjá þér elskan mín. Blessunin litla". Kallinn „Ladna". (O, það veit ég, eða: Hættu nú þessu rausi tötrið mitt). Lögregluþjónninn: „Þú ert fullur og átt að.fara í steininn''. Sá fulli: „Ladna" (Skítt með það). Frúin: „Ungu hjónin í næstu íbúð borða á vertshúsi á sunnu- dögum". Maðurinn: „Ladno" (Mér er skítsama). Frúin: „Og ungi maðurinn hjálpar konunni við uppvaskið". Maðurinn: „Ladna, ladna!'' (Láttu mig nú í friði). Arkitektinn: „Þessi lína á að vera bein". Smiðurinn: „Ladno". (Þá það, eða: það er ekki svo nauið). Dean Rusk: „Getum við þá ekki bara skrifað undir?" Gromiko: „Ladno". 20. okt. '62. . Regnið streymir úr loftinu, skellur á gljáandi regnhlífar og blautai, svart malbik. Vatnið flæðir eftir göturennunum, mó- rautt af ryki sumarsins sem nú er á leið til vatna. Vindurinn stritast við að slíta einstök þrjóskufull, fölnuð lauf sem ennþá stritast við að hanga á Þessi skápahandf öng fást meS eða án bakplötu - í f jórum litum. WESLOCK BER AF. UMBOÐSMENN: K. Þorsteinsson & Co. Reykjavík, sími 19340. VIKAN 41. tbl. 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.