Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 47
trylltan stríðsdans. Rakt ryklag
settist á allt, og þorpið virtist
jafnvel enn fátæklegra og frum-
stæðara en nokkru sinni. Verano,
það er þurrkatímabilið var nú
á enda, en við tók invierno,
regntímabilið, án þess þó að loft-
hitinn tæki nokkrum breyting-
um, nema hvað kaldara varð fyr-
ir það að ekki sá til sólar.
TILHUGALIF._________
Framhald af bls. 21.
„Þú hefur gott af þvi að lyfta
þér svolítið upp, elskan mín."
„Þú varst að fá bréf frá Amer-
fku í morgun, sá ég?" sagði Ása
Frú Guðriður þreifaði i barm
sér, náði i bréfið og rétti dóttur
sinni það. Ása las það í flýti:
„Mamma min! Ég legg af stað
með flugvélinni eftir fjóra daga.
Mikið hlakka ég til að sjá þig
og systur mína. En eitt ætla ég
að biðja þig um, elsku mamma:
Þegar ég kem heim, áttu að vera
væn við mig og lofa mér að hafa
alla mina hentisemi, ekki re'ka
neitt á eftir mér eða krítisera
mig. Ég hef verið veikur um
langt skeið, en er nú albata, samt
þarf ég að hafa frið og ró —
og ég get ekki að þvi gert, þó
að ég sé ekki sá maður, sem þú
vildir að ég væri. Þinn Hannes."
Ása stóð um stund hugsi, svo
hrissti hún höfuðið. „En indælt,
mamma, að hann skuli nú 'koma
aftur. Mikið hlakka ég til að sjá
hann, þegar ég kem heim.
Spákonan gaut upp á hana
augunum, hún var bersýnilega
undir áhrifum áfengis. „Já, það
verður mikill gleðidagur — hann
er sonur minn, þrátt fyrir allt."
XIV.
„Við tökum hann Berg í leið-
inni," sagði Sigtryggur. „JHann
situr frammi hjá Herjólfi og bíl-
stjóranum. Þið stelpurnar sitjið
hérna aftur í hjá mér, og ég á
milli ykkar eins og tyrkneskur
soldán!" Hann hló glaðlega og
rétti Ásu höndina. „Komdu sæl
elskan, nú fer ég inn og þú
kemur á eftir, og skelltu svo
hurðinni I"
Er þau höfðu ekið skamma
stund, seildist hann aftur fyrir
sig, á sylluna bak við sætin og
dró fram gríðarstóran konfekt-
kassa. „Á þessu ferðalagi," sagði
hann, „munum við njóta lifsins
án þess að hugsa nokkuð um
línurnar, það er harSbannaS aS
megra sig, fyrr en heim er kom-
ið aftur! Gerið þið svo vel stelp-
ur!"
„Ég ifyrir mitt leyti," sagSi
Lóa Dalberg og tók þrjá mola
úr kassanum, „hef aldrei þurft
neilt fyrir linunum aS hafa, ef
maSur bara gætir þess að hafa
alltaf nóg af góðum elskerum, þá
er allt i lagi."
„Huþlf' hrefytti kaupsýslu-
maðurinn út úr sér.
„Þetta er alveg rétt hjá Lóu,"
sagði sálfræðingurinn og tók
fulla lúka sina úr konfektkass-
anum. „Og sem betur fer, þá
hefur sá siður lagst niður að
mestu, hér á landi ,að vera jóm-
frú. Eigi aS síður — hafi maSur
giftingu i huga, þá tel ég þaS
engan galla á kvenmanninum."
„Þar neySist ég því miSur til
aS vera þér sammála," sagSi
kaupsýslumaðurinn af sannfær-
ingu. „Auðvitað er ekki fyrir
það að synja, aS ég gæti vel
hugsaS mér aS losna viS þau ó-
þægindi, sem fylgja fyrstu kynn-
um viS hreina mey, en á hinn
bóginn fyndist mér bölvaS, ef
konan mín væri á brúðkaupsnótt-
ina að bera mig saman við ein-
hvern annan, einhvern gras-
asna, sem af tilviljun hefur orðið
frumver hennar."
„Rétt!" sagði sálfræðingurinn.
Veðrið var unaðslegt og hinn
risastóri Cadiliac lá þægilega á
veginum, enda þótt bílstjórinn
æki allhratt. Þau voru aðeins
hálfan annan tima upp að Fer-
stiklu.
„Hér hafSi ég hugsað mér að
við fengjum okkur morgunverS,"
sagSi Sigtryggur Háfells. „Ég
átti tal viS kokkinn hérna í gær-
dag og vona aS laxinn smakkist
ykkur vel."
Lóa Dalberg leit á hann rökum
aSdáunaraugum: ,;Skyldi það
vera munur að ferðast með svona
mönnum — mönnum sem eiga
nóga peninga og kunna að fara
meS þá!" sagSi hún hrifin.
„Já, hann er mikill kaupsýslu-
maSur hann Sigtryggur," mælti
Herjólfur B. Hansson meS mein-
fýsnu glotti. „HvaS er annafs
verðið á kvenfólki á markaSinum
núna, herra stórkaupmaSur?"
„ÞaS er skrambi mismunandi,"
svaraSi Sigtryggur Háfells og
lagSi arminn likt og í vinsemd
um axlir sálfræSingsins. „Sumar
konur eru dýrar og. fyrir þær
er ekki alltaf greitt i peningiun,
kæri bókabéus." Hann þrýsti
Herjólfi aS sér svo fast að sál-
fræSingurinn rak upp skræk.
„Láttu ekki svona maSur!"
sagði hann reiðilega. „Ég er
ekki kvenmaður og læt ekki
karlmenn faðma mig."
„Fyrirgefðu," sagði kaupsýslur
maðurinn kurteislega. „Ég ætl-
aði ekki aS meiða þig, hélt aS
aS þú þyldir svolítiS squ-
eeze. — En þú varst aS spyrja
um verSiS á kvenfólkinu. Mér
er sagt aS þær kosti allt frá
nokkrum kjaftshöggum og upp
í — segjum eina milljón? Það
sagði mér einhver i gær aS hún
húsmóSir þin, til dæmis, sé
skrambi loSin um lófana og aS
'hún líti fremur hýrt til þín,
svona okkar á milli sagt, eða
er þaS kannske rétt?" i
Framhald l næsta blaði.
NYJUNG!
-:
^* • • • • •
• • •
••^••••••»
!>••••••• ••*•*•*•*»
PIPARKYÖRNIK
GEFUR BETRA
BRAGÐ...
LILLU KRYDD ER ÁVALT BEZT
EFNAGERÐ
REYKJAVÍKUR H.F.