Vikan


Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 35

Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 35
FORMALI LANDNÁMABÓKAR. „í aldarfarsbók þeirri, er Beda prestur heilagur gerði, er getið eylands þess er Tyli heitir og á bókum er sagt að liggi sex dægra sigling í norður frá Bret- landi. Þar sagði hann eigi koma dag á vetur og eigi nótt á sumar, þá dagur er sem lengstur. Til þess ætla vitrir menn það haft, að ísland sé Tyli kallað, að það er víða á landinu, er sól skín um nætur, þá er dagur er sem lengstur, en það er víða um daga, er sól sér eigi, þá er nótt er sem lengst. En Beda prestur andaðist sjö hundruð þrjátíu og fimm árum eftir holdgan drott- ins vors, að því er ritað er, og meir en hundraði ára fyr en fs- land byggðist Norðmönnum. En ,áður ísland byggðist af Noregi, vor þar þeir menn, er Norðmenn kalla Papa, þeir voru menn kristnir, og hyggja menn, að þeir hafi verið vestan um haf, því að fundust eftir þeim bæk- ur írskar, bjöllur og baglar og enn fleiri hlutir, þeir er þat mátti skilja, að þeir voru Vest- menn (það fannst í Papey aust- ur og Papýli". Enn er þess getið á bókum enskum að í þann tíð sé farið á milli landanna. f þessu sambandi er rétt að færa hér 'til það sem stendur í íslenzkum annálum, gömlum, við árið 868. „Halda sumir menn að fsland muni fyrir byggt hafa verið, því hinn h. (heilagi) Beda skrifar, að eyland það er Tíli sé kallað, liggur svo langt í norður álfu heimsins, að þar kemur eigi dag- ur um vetur, þá nótt er lengst, og ei nótt um sumar, þá dagur er lengstur. Fyrir því hyggja menn að sú Tíli sé nú fsland kallað, en Beda prestur andaðist 121 árum fyrri en Ingólfur leitaði fslands. Fundust og, þá er fsland byggðist, mörg merki þar til, að landið hafi fyrri byggt verið, og mundi hafa kristnað verið af enskum mönnum, sem var kross- ar, baglar og bjöllur, en hversu það hafi eyðzt vita menn ekki. Má og ske, að menn hafi þar aðeins verið á sumrum, en flýð burt í önnur lönd á haustum". Hér mundu nú vera þær heim- ildir, sem meira en lítið þyrfti að athuga í allri þessari sögu. Hér er land með ákveðnu nafni. Týli, segir formálinn, Tíli segir annállinn. Þar ber í raun og veru eigi á milli, og svo er það vitað eftir öðrum heimildum að þetta nafn hafa gefið grískir menn í norðurhafssiglingum á 4. öld f. Krist, og nafnið þýðir það, sem mest er réttnefni á land- inu, Sólarey, og sem þá gefur það líka til kynna, að þetta rétt- nefni gat ekki orðið gefið nema eftir góðan kunnleik af landinu og ekki líklegt að neinn hefði getað fengið góðan kunnl'eik af landinu nema í gegnum íbúa þess og að slíkur leiðangur gat tæplega úti haldizt, án sambands við menn. í formálanum talar nú Ari "fróði ekkert um það að Paparn- ir hafi farið burtu, og ekki vilj- að búa við heiðna menn. Líklega hefur hann skrifað formálann síðar en fslendingabók og séð að þessi flótti þeirra af landinu var heldur órökrænn í sögu og því bezt að sleppa því, að geta hans að nokkru. Nú gerir hann skil á Beda presti hinum heilaga og segir að hann h'afi andazt ár- ið 735 og annállinn segir að það hafi verið 121 ári fyrr en Ingólf- ur leitaði íslands. Þetta þýðir stórt hundrað = 120 og 21 ári eða 141 ári áður en Ingólfur kom til fslands og ætti það þá að hafa verið 876 sem munar litlu við okkar fræði um þetta, og getur alveg verið eins rétt. Síðan segir Ari að á enskum bókum sé þess getið að farið sé milli landanna. Þýðir það ekki fyrst og fremst að farið sé milli þjóðanna. Því hvað áttu skip að gera til auðs lands, eða var ver- ið að færa Pöpunum vistir? Þetta þýðir náttúrlcga það fyrst og fremst, að landið er þekkt á brezkum slóðum og þekkt land, sem ekki er verra en ís- land er auðvitað byggt land, og sjálfgefið, að það hefur skipti og samgöngur við næstu lönd, sem eru eyjarnar fyrir norðan Skotland og írland, norður hluti þess. Annállinn segir að menn hafi ekki vitað hvað varð af þjóðinni, sem skildi eftir mörg merki um byggð sína í landinu. Það segir ekkert annað en það, að nú eftir um hálft þriðja hundrað ár er búið að þegja svo vendilega af hérvist þessa fólks í landinu, að það er gjörsamlega út úr sögu hvernig Norðmenn komust að landinu, því hitt þarf ekki að segja neinum mönnum á neinum tíma, að þjóð hverfi úr landi sínu, og tilgáta annáls- ins, að þetta fólk hafi verið í landinu á sumrum, en farið í burtu á haustum er svo fjarri öllu því, sem vitað er um hátta- lag manna, að eigi þarf orðum um slíkt að eyða. Eftir er þó þetta í einhverri fjarrænni vit- und þjóðarinnar, að hér hafi bú- ið þjóð á undan Norðmönnum og ekki eftir meira í vitund þjóðarinnar, en hér hafi búið Papar, kristnir menn og þar af leiðandi fyrirlitlegir menn í augum þeirra sem trúðu á tré- menn og létu þá ráða búsetu sinni í landinu. Nútíðar menningarsaga snýr þessu nokkuð við og gerir hlut hinna kristnu manna betri, en þeirra, sem trúðu á trémenn. Og þetta er ekki minna mál en það, að þeir búa í Papey og Papýli, sem þeir gera enga grein á um mörk, en er þó eflaust Suður- sveit öll. Svo kemur á daginn að Kirkjubær á Síðu verður að ÁAML helgar sigfegrun augnanna EINGÖNGU Maybelline býður yður a!lt ti! ausnfegrunar — gæðin óviðjafnan- leg — við cti'úlega lágu verði ... undursamlegt úrval lita sem gæða augu yðar töfrabliki. Þess vegna er Maybelline ómissandi sérhverri konu sem vill vera eins heillandi og henni var ætlað. Sérgrein Maybelline er fegurð augnanna. A - Sjálfyddur, sjálfvirkur augnabrúnalitari í sjö Iitum. B - Augnskuggakrem í 6 litum. C - Vatnsekta „Magic Mascara" með fjaðrabursta í fjórum litum. litum — litlar og meðal- 1) 4 blæbrigðum litlar og Sterk Mascara í stærðir. E - Mascarakrem í meðalstærðir. F - Vatnsekta augnlínulitari f 8 litum. G - Mjúkur augnskuggablýantur, sanséraður, 6 litum. H - Lítill augnabrúnalitari í 8 litum. I - Fullkominn augnháraliðari. heita Kirkjubær fyrir það, að þar er kirkja hinna kristnu manna, með svo mikilli helgi að þar mega ekki búa aðrir en kristnir menn. Það fer að sjást í gegnum það hvað það þýðir á máli landnámsmanna og sagn- ritara, að koma að auðu landi. Kristin þjóð er ekki menn í hugmyndaheimi Ásatrúarmanna og það er til manntegund meðal þeirra ágætu manna, sem heita þrælar, og það væri nokkuð skrítið ef þeir hétu líka menn, og þegar búið er að undiroka þjóðina og hneppa í þrældóm, þá er náttúrlega ekki von, að þeir viti hvað orðið hefur af henni. Af þessu ber að taka mið um alla landnámssöguna og síð- an um alla menningarsókn þjóð- arinnar, því það munar um kristna þjóð í landi, jafnvel þótt heiðingjar gerist þar digrir. En í ljósi kristinnar menningar skoðum við nær alla framþróun menningarinnar, og eingöngu á stóru sviði í heiminum, næst okkar vettvangi. Næst segir landnáma frá þremur mönnum norrænum er komið hafi til íslands á undan Ingólfi í einskonar könnunar- ferð. Vitaskuld eru heimildir um þessa menn aðeins munnlegar sagnir og mundu nú á dögum kallaðar þjóðsögur. Fyrst er getið um Nadd-Odd, sem ætlaði frá Noregi til Fær- eyja en villtist til fslands. Þeir sáu land mikið. Þeir áttu að hafa gengið upp á fjall á Aust- fjörðum (Reyðarfjall), í því skyni að athuga hvort þeir sæju mannabyggð. Til þess hefðu þeir sízt þurft að fara á fjallið, og stutt gátu þeir séð til byggða af Reyðarfjalli, og ólíkt betur af sjó, þar sem byggðin hlaut þá, eins og nú, að fylgja fjöru- málinu. Þeir kváðust ekki hafa séð til byggða, og virðist sagan einkum sögð til að fullvissa menn um, að hér hefðu Norð- menn komið að auðu landi. Hér skýrskotar höfundurinn til Sæ- mundar fróða, en engar líkur verða að því gerðar, hvaðan Sæmundur fróði hafði þetta. En ef ætti að trúa því, að Nadd- Oddur hefði gengið á Reyðar- fjall, þá væri það nær lagi að það hefði hann gert til að vita hvort hann saei land sem var ekki byggt. í engu öðru sjónar- miði þurfti hann að ganga fjallið. Af fjalli þessu sést ekki nema norðurstrónd Reyðarfjarð- ar að Eskifirði, alveg eins og af Vattarnesi og austurströnd Fá- skrúðsfjarðar alveg eins og af sjó við Andey. Þegar Nadd- Oddur fór í haf snjóaði í Aust- fjarðafjöllin og kallaði hann þá landið Snæland. Ekki getur þess á hvaða tíma Nadd-Oddur var á ferðinni og gæti saga hans ver- ið gamall þjóðsagnaslæðingur. VIKAN 41. tbl. 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.