Vikan


Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 10

Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 10
HAUST mm w |b||BH sggí HJffiflaWI Sk « 1B5 »1 ,|fP5 Þórður var ekkjumaður. Hafði misst konu sína> þegar Signý dóttir þeirra fæddist, og hafði hann kvænzt aftur ' þótt ekki lifði hann neinu klausturlífi. Menn þóttust nú geta talið tylftina af krógunum hans hingað og þangað, þótt jafnan væri faðernið talið annað. Þórður var ekki í vandræðum með það frekar en annað. Einhvers staðar var venjulega til maður, sem fús var að gangast við barni pg eignast konu og jarðnæði fyrir afgjald sem þeir Þórður vissu um einir. Já, menn sögðu sitt af hverju um Þórð. Þeir sögðu að hann óttaðist hvorki guð né kónginn og ef til vill var það rétt, því að Þórður og ótti, og ótti og Þórður, það var nokkuð, sem ekki fór saman. Drykklanga stund hélt Þórður áfram skriftunum. Loks- ins lagði hann þó frá sér fjaðrapennann, tók báuk af borð- inu og stráði ösku yfir óþornaða skriftina, ræskti sig svo og leit út um gluggann. — Segir þú tíðindi, Gísli? spurði hann blátt áfram eins og hann yrti á einhvern þar úti. Gísli, sem hafði beðið óþolinmóður eftir að hefja sam- talið, varð hverft við þegar Þórður ávarpaði hann svo snögglega og án þess að líta á hann. Það sem hann hafði verið búinn að taka saman til að segja þurrkaðist út úr huganum. í stað þess hrökk út úr honum: — Hallur er dauður. Hafi hann búizt við að Þórði brygði við þessar fréttir varð hann fyrir vonbrigðum. Engin svipbrigði eða undr- unarmerki sáust á Þórði. Enn leit hann ekki framan í Gísla, heldur horfði líkt og dreymandi út um gluggann þar sem kirkjan og kirkjugarðurinn blöstu við. — Og hvað varð honum að bana? Spurningin virtist spurð af fullkomnu áhugaleysi eins og um hundkvikindi væri að ræða. Gísli komst nú allur úr jafnvægi. Slitrótt og stamandi fór hann að segja frá viðskiptum þeirra Halls. Reiðikastinu, sem gripið hafði Hall þegar tal þeirra barst að kvennamál- um hans og Bjargar, og endaði með því að segja að sér hefði aldrei komið í hug að neitt yrði úr áflogum þeirra á milli þar til hann sá þá í fjörunni. Þórður hlustaði þegjandi á frásögnina og greip aldrei fram í, en horfði stöðugt út um gluggann, renndi augun- um sem vandlegast um þetta kunna útsýni, upp Húsadalinn, SAGA EFTIR FRANKLiN ÞORÐARSON á fossinn í gilinu, sem bar eins og silfurband við svart bergið. Þegar Gísli þagnaði spurði hann. — Veit nokkur um þetta annar en þú? — Nei, ekki enn, en ég gerði Brandi sýslumanni orð að koma strax, svaraði Gísli. — Sendirðu Brandi orð? spurði Þórður og leit nú allt í einu beint á Gísla. Svo var að sjá að honum gæmi það eitt á óvart. Hann stóð snögglega á fætur og gekk nokkrum sinnum um gólf. — Er Margrét heima? spurði hann allt í einu snöggt. — Margrét, endurtók Gísli. — Ég hélt að hún væri hér. — Nei, hún kom hér aðeins í morgun, anzaði Þórður. Gísli furðaði sig á að Þórður skyldi spyrja eftir Margréti. Hvað kom hún þessu við. Allt í einu tók Þórður viðbragð. — Ég kem með þér ofan eftir, við skulum hafa hraðann á, sagði hann hvatskeytslega og snaraðist til dyra. Þeir gengu út saman. Þórður greip beizli af uglu á skemmuþilinu, og gekk til hrossa sem voru á beit niður með gilinu. Beizlaði þann klárinn sem næstur var, snaraðist á bak og reið af stað niður eyrarnar. Gísli gekk á eftir. Þetta ætlaði að ganga vel fannst honum. Kæmi nú Brandur líka hlaut eitthvað frásagnarvert að ske. Þórður talaði ekki orð alla leiðina og Gísla fannst ekki ástæða til að yrða á hann. — Hérna var það, sagði Gísli, — þeir liggja hér neðan við bakkana. Þórður anzaði engu, sté af baki, sneri sér undan og fór að míga. — Hann er að ganga upp sunnan, sagði hann loks þegar hann hafði lokið sér af, og horfði vandlega til lofts, eins og veðrið væri nú það eitt, sem máli skipti. — Verst ef hann fer nú að bjóta í útsynning núna meðan fiskiríið er gott í Steingrímsfirðinum, hélt Þórður áfram. Enn hafði hann ekki svo mikið sem litið fram af bakkanum. — Og þeir kváðu afla vel í Bitrunni líka. Víst fiskin færin hjá þeim frönsku, og Þórður glotti við kalt. Gísli þagði, honum var óskiljanlegt þetta málæði Þórðar um efni sem ekkert kom erindi hans hingað við. Voru manndráp honum minna virði en veðurfar og fiskirí. Eða var þetta skeytingarleysi hans við voveiflegan atburð eintóm uppgerð. Var Þórður nú í vanda staddur? Það var ógerningur fyrir jafn heimskan mann og Gísla að sjá út. — Þið hafið varla verið búnir með hesthúsveggina vænti ég? 10 — VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.