Vikan


Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 34

Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 34
NÝKOMIÐ: Skólapeysur Sportpeysur Peysujakkar Peysur fyrir alla við öU tækifæri Hvergi meira úrval :A TSua^vv^pvd^v Ullarvöruverzlun Laugaveg 45 er ekkert um þetta hringsól og hættir þessvegna og réttir vélina af og segir: „Svifflug er fyrst og fremst íþrótt, enda árangurinn kominn undir manninum sem sjórnar flugunni. Hann verður að hafa rétta dómgreind og andlegan þroska.. Ennfremur gefur þaS næga líkamlega hreyfingu, þar sem flytja þarf flugurnar til og frá velinum með handafli. Þess- vegna krefst hún lika samvinnu. ÞaS eru of fáir virkir félagar í svifflugfélaginu, þó aS tala me'ð- lima sé nokkuð há. Já þetta er fyrst og fremst sport, en ekki neinn glannaskapur eins og svo margir virðist halda. Margir virðast líka telja svifflug fyrsta skref til atvinnuflugprófs, en það er mesti misskilningur, þó ekki saki fyrir atvinnuflugmann aS hafa góða innsýn í mismunandi loftstrauma o. fl. þess háttar." ViS svífum nú hátt yfir Sand- skeiSinu, sjálfu og ég spyr: „Hvað er heimsmet í lang- flugi?" „Það mun vera 870 km. Kvennametið í langflugi er ekki nema 50—60 km. styttra, en það á rússnesk kona, ég held hún heiti Olga Klebenóva, eða eitt- hvað svoleiðis. Heimsmetið í timalengdarflugi er 56 klst. og 12 mín. ÞjóSverjar voru fyrstir með svifflugið, en það kom til af því, að eftir fyrri heims- styrjöldina var þeim bannað að fljúga vélflugum og þá tóku þeir sig til við svifflugið og eiga enn þann dsg í dag mjög snjalla menn á þessu sviði, þó óðum auk- ist áhugi fyrir svifflugi meðal annara þjóða. Beztu svifflugurn- ar eru smíðaSar i Póllandi, Bret- landi, Bandaríkjunum og Frakk- land. Ennfremur hafa Argen- tínumenn látiS mikiS; til sin taka undanfarin ár". „HvaS viltu segja mér um á- hugann hérlendis?" „Hann er, aS ég held, alltaf að aukast og mi eru þeir komnir með félag á SauSárkróki, en voru með félag á Akureyri fyrir. Svifflug er göfug og holl íþrótt sem flestir ættu að stunda. Ég get sagt þér, að svifflugið á sýn- ingunni á flugdaginn í sumar vakti ekki hvað minnsta athygli, enda vant að gera það. Svifflug geta flestir lært og við tökum ekkert tillit til trúarskoSana." „Þetta er dýrt sport?" „KostnaSurinn viS viShald og rekstur á eignum svifflugfélags- ins er auðvitað mikill, en við höfum notið styrks frá ýms- um aSilum og erum þeim sér- staklega þakklátir." „HvaS viltu svo segja mér að lokum Bunólfur?" „AS lokum vil ég sýna þér hvaS skeður ef ég læt fluguna stolla". „Allt í lagi, segi ég, en geri mér alls enga grein fyrir því hvað stoll er. Bunólfur lætur vélina auka hraðann úr 60 km. á klst. upp í 140 km. á klst. en þá rennir hann henni upp á við, þannig að hún missir hraðann. Þarna sit ég i trjónunni á flug- unni og horfi beint upp i him- ininn, og svo .... Nei lesandi góSur, ég gæti aldrei lýst því hvernig lí'ðanin var, þegar ég fann aS, ég var aS steypast niSur í djúpiS. Mér fannst heilinn vera að fara út um eyrun á mér, og innyflin xvpp um kokið á mér og . sveimér þá ef hjartað í mínum auma búk steinhætti ekki að slá um stund. Að lokum gat ég stun- ið upp úr mér þessum orðum: HÆTTU! þaS er aö líða yfir mig". Hann hættir og ég reyni að jafna mig eftir þessa skelfilegu stund. „Nú stýrir þú," segir hann. „Nei, ég vil það ekki, ég held ég geti 'það ekki". „Svona, enga- vitleysu, stýrðu og láttu mig hafa myndavélina." Ég þorði ekki annað en hlýða honum, hver veií nema hann fari í þetta bölvað stoll með mig aft- ur, ef ég hlýði ekki. Hann tekur við myndavélinni, en ég tek meS, báSum höndum um stöng- ina sem stendur upp úr gólfinu. „Ekki nota báSar hendurnar, maður notar aldrei nema aðra höndina þegar maður stýrir svif- flugu". Þarna sit ég stifur og held stönginni grafkyrri með hægri hendinni og þori ekki að hreyfa hana af ótta við að flugan taki þá upp á því að gera einhverjar kúnstir. Ég varð því dauðfeginn þegar Bunólfur réttir mér myndavélina frammí, en get því miður ekki tekið mynd af hon- um, þar sem ég er svo reyrður að ég fæ ekki hreyft mig. „Þú mátt alls ekki skrifa um þetta í neinum æsifregnastíl, segir hann, mér finnst alveg óþarfi hjá þessum blaðamönnum aS vera að gera veður út af þessu og reyna að gera þetta eitthvaS hræSilegt. Ég satt aS segja held ekki vatni yfir svoIeiSis skrif- um." Ég lofa því hátíSlega og vona að ég hafi staðið við þaS. Lendingin var þægileg. R. Ps. Það er lítil baktería aS þvælast fyrir mér siSan þetta var. Sami. VAR ISLAND FULLBYGGT... ? Framhald af bls. 8. greiða. Goðunum hefur sjálfsagt verið falið þetta starf og þetta starf gat ekki verið íeyst af hendi meS neinni reiðu, án þess að skrá alla bændur ásamt skýrslu um eignir þeirra í lönd- um og lausum aurum og þar sem tíundin var gjörð að á- kveðnu eignalágmarki, þá var ekki hægt að greina hér á milli svo lag væri á, án skýrslu um eignir allra bænda. Það þurfti því úrvinnslu úr eignaskýrslum bænda, og getur það verið að þaS hafi goðarnir gert, og að síðustu sýnist skattbændatalið koma til biskups í Skálholti, sem verður svo að setja á stofn inn- heimtukerfi í einstökum lands- hlutum, því ekki labba bændur sjálfir með aura sína í Skálholt. Áður er þó komið eitthvert mat á eignir manna og áður áttu menn að greiða skatt þann, sem þingfararkaup nefndist, og nú voru þeir allir tíundarskattfríir er ekki áttu þingfaraskattinn að gjalda. Út úr þessu kom líka tala á bændur landsins, þeirra er tí- und áttu að gjalda, og gat hún ekki orðið áreiðanleg nema eft- ir skriflegum skýrslum. Það er líklegt að Ari fróði sé í Skál- holti þegar þar kemur bændá- talið og er hann, árið 1096, 29 ára gamall og úr bændatalinu og lögsögumannaskrám vinnur hann hina fyrstu Landnámabók og þó með stuðningi Kolskeggs fróða. Ber bókin það beinlínis með sér í nokkrum greinum að rakið er til þeirra manna, sem bændur eru í landinu á þessum tíma 1096, frá landnámsmönn- um. Það má því teljast víst að Ari fróði hafi gjört hina fyrstu Landnámabók, skapað henni það form eða efnisröðun, sem hún hefur síðan haft og virðist bókin halda þeirri gjörð þar til að hún kemur sem þjóðfræðabók í hendur manna á 13. öld, sem auka mjög á hana. Einkum eru þessir menn í syðri hluta Vest- urlands, þar sem Ari fróði var upprunninn, og veldur þetta því, að hálf bókin eins og hún er í dag er um landnám frá Ölfusá að Hrútafjarðará. Bókin byrjar á því að segja frá nokkrum mönnum er fyrst hafi haft kynni af landinu og mega þetta heita hreinar þjóð- sögur, sem von er, því heimildir um þessa menn eru ekki utan munnmæla. Skiptir hér þó miklu hvort þær eru skráðar í byrjun 12. aldar eða ekki fyrr en kemur nokkuð fram á 13. öld og verður að gera ráð fyrir að þær hafi fylgt bók Ara, enda bendir stíllinn til þess að ein- mitt Ari fróði hafi skrásett þær, enda ber hann í einum stað í sögum þessum Sæmund fróða fyrir sögu sinni, en þeir voru samtíðarmenn, svo Ari e'r 66 ára þegar Sæmundur deyr. Formáli bókarinnar ber þó á sér snið fullkominnar fræði- mennsku og í honum klingir stíll Ara fróða úr Islendingabók. Hér verður þessi formáli tek- inn upp í heilu lagi, því að í hans ljósi má margt skoða af því sem hér ber að skoða, og það þó fært til nútímastíls. 34 — VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.