Vikan


Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 3

Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 3
Útgefandi Hilmir h.f. Ritstjóri: Gísll Sigurösson (ábm.). Auglýsingastjóri: Jóna Sigurjónsdóttir. Blaðamenn: Guðmundur Karlsson og Sigurður Hreiðar. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33. Símar: 35320, 35321, 35322, 35323. Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: BlaSadreifing, Laugavegi 133, sími 36720. Dreifingarstjóri Óskar Karlsson. Verð í lausasölu kr. 25. Áskriftarverð er 300 kr. ársfjórðungslega, greiðist fyrirfram. Prentun Hilmir h.f. Mynda- mót: Rafgraf h.f. VIKAlll I NÆSTA BLAÐI FERÐAMANNASTAÐIR f NÁGRENNI REYKJAVÍKUR: GADDAVÍR OG NJÓLI Á STRÖNDINNI GÓÐU. VIKAN litast um á Laugarvatni og spáir um framtíð staðarins. VIÐTAL ViÐ OLEG CASSINI. Rúna Bryn- jóifsdóttir, nú Rúna B. 0‘Rourke, ræðir við Cassini, tízkukóng New York. FUGLARNIR. Annar liluti spennandi sögu eftir Dauphne de Maurier. HÚS OG HÚSBÚNAÐUR. Að þessu sinni er rætt um sérlega skemmtiiegt hús f Kópavogi. SUNNAN VIÐ SÆINN. Sxðari hluti sögunn- ar eftir Brinella Gasperini, sem hefst f þessu blaði. CORD KEMUR AFTUR — EFTIR 27 ÁRA SVEFN. Eitt skemmtilegasta bílaævintýri þessarar hílaaldar. MITT STOLT ERU STRANDAFJÖLLIN. Síðari hluti viðtals við Sigmund í Hælavík. LÁGSPENNA — LÍFSHÆTTA! Kafli úr nýrri bók, í björtu báli eftir GK. Framhaldssögurnar: TILHUGALÍF eftir Kristmann og IIVAÐ KOM FYRIR BABY JANE. Kvennasiður — krossgáta — Pósturinn — stjörnuspá og margt, margt fleira. í ÞESSARi VIKU Fuglarnir. Loksins kemur þessi fræga saga eftir Daphne Du Maurier, sem varð Hitchcock tilefni til stórfenglegrar kvikmyndar. Sagan fjallar um fuglana, sem taka sig saman um að ná heimsyfirráðum fyrir mátt hins gífurlega fjölda. Þetta er saga, sem allir verða að lesa, og enginn sér eftir því. Þá hofmenn prjála skartið sitt. Hvcrnig stendur eiginlega á því, að við íslendingar fáum svona sjaidan tækifæri til þess að nota finu fötin okkar? Það eru ekki nema einstaka félög, sem gefa tilefni til þess að búa sig upp í sitt bezta. G.K. ræðir um þetta vandamál í skemmtilegri grein. Njósnari með stórbrotna lifnaðarhætti. Hann lét sauma fötin sín hjá fínasta klæðskera borgarinnar og gortaði af vináttu sinni við ýmsa háttsetta hirðmenn. Hann hélt íburðarmiklar veizlur með flugeldum, rússneskum styrjuhrognum og kampavíni, og átti miðnæturbláan Lincoln Continental, sem var innfiuttur sérstaklega fyrir haxm. Hvcrnig gat það verið, að Stig Wennerström væri njósnari fyrir Rússa? Mitt stolt eru Strandafjöllin. VIKAN rabbar við Sigmund Guðnason frá Hælavík á Ströndum, einn þeirra bænda, sem lengst þraukuðu í hinni afskekktu Strandabyggð, þrátt fyrir síversnandi aðstöðu. C fl D Q | f| A M „Nú er fólk orðið svo skollans ári fínt dags daglega, rUnOIUHH a® Það getur tæplega gert sér dagamun“, sagði ein- hver af gamla skólanum. Nú, jæja, ekki gengur nú almenningur í kjól og hvítt svona hvundags. Meira að segja kvarta þeir sár- lega, sem eiga svo fínt púss sem parið á forsíðumyndinni, að sárafá tækifæri gefist tii að skarta því. GK ræðir um þetta á bls. 6—7. VIKAN 45. tbl. — q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.