Vikan


Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 10

Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 10
... NJÖSNARI MED STÓRBROTNA LIFNAÐARHÆTTI jarðarbrautum út i Rágsved, Hasselby og Bagarmossen. Honum fannst gaman að bera orðurnar sínar, sem ekki er titt uin socialdemokrata, og fóru þær vel vi'ð gulli skreytt einkennis- föt hans. En alls átti liann fimm einkennis- föt, öll klæðskerasaumuð. Hann var hreykinn af málakunnáttu sinni og lét gjarnan á benni bera við embættis- menn, sem komu úr fátæklegra umhverfi. Hann talaði ágætlega rússnesku, ensku og frönsku og allsæmilega þýzku og spönsku. Hann-var meðlimur dýrra klúbba. Golf spilaði hann í golfklúbbnum í Djursholm, en í honum var .Bertil Prins einnig félagi. Aðeins sex dögum áður en komst upp um hann, hafði hann keypt ný húsgögn i ldúbb- inn. Öll fjölskyldan var í golfklúbbnum — fjögur alls — og sú ánægja kostaði ekki minna en nokkur þúsund sænskar krónur á ári. gaman að vera með Stig Vinur lians frá golfvellinum segir: — Stig var skemmtilegur félagi á vell- inum og leikur hans var ímynd þess, sem kallað er „fair play“. Hann lék oftast með sömu mönnum og var öllum hjálplegur og hikaði ekki við að taka á sig óþægindi — reyndi aldrei að hafa nein forréttindi. Curling var önnur „forstjóraiþrótt" sem Ofurstinn iðkaði. Félagi hans úr þeirri í- þrótt segir um hann: — Það var skemmtilegt að leika með Stig. Iíann var kátur og fann upp á. ýmsu, og það var hann. sem allir söfnuðust um á barnum eftir leikinn. Maturinn, sem hann neytti var einfaldur en mjög góður. Til morgunverðar borðaði hann aðeins appelsinusafa, kaffi og brauðhorn. Hádegis- verðarins neytti hann vcnjulega á einhverju veitingahúsi í gamla bænum, sem þekkt var fyrir góða sérrétti. Fékk hann sér þá venju- lega fiskrétt eða léttan kjötrétt, grænmeti, ávaxtasafa og kaffi. Aldrei brauð eða kart- öflur, nema ef sérlega stóð á. Kvöldverðinn borðaði hann venjulega heima með fjöl- skyldunni, og þegar veðrið leyfði var kaff- ið drukkið úti í garðinum. Þá fékk hann sér oft glas af Iíkjör, vindil og seinna nokkra whiskysjússa. rússneskar rakettur Veizlurnar á Skirnervágen 20 voru þekkt- ar fyrir glæsileik. Oft var um kokkteilboð að ræða, en til málsverðar var boðið með löngum fyrirvara. Á matseðlinum voru þá fjölbreyttir réttir, svo sem brauðsneiðar með gæsalifur og rússneskum kaviar, ekta sjótunga, fasan, ís og logandi perur og kampavin eins og hver vildi, eða sérstak- lega innflutt vin. Á eftir var dansað og flugeldum og rúss- neskum rakettum skotið í garðinumogseinna um nóttina var svo borið öl og kaldur mat- ur. Það voru kátir gestir, sem kvöddu i morgunsárinu. í næsta nágrenni búa ýmsir þekktir menn, og einum nágrannanum reiknaðist svo til, að Wennerström héldi að minnsta kosti átta stórveizlur á ári. Þá var fengið þjónustulið til að ganga um beina, sérlærður matreiðslumaður og dýr vín. staöa viö hiröina Fjölskylda Stig Wennerström tók af lífi og sál þátt í skemintanalífinu. Önnur dótt- irin var kunningjakona prinsessanna. Allir lifnaðarhættir hans báru vott um ríkidæmi og tign. í mörg ár var hann aðstoðarforingi krónprinsins, Gústavs Adolfs. Þá eignaðist linnn kunningja við hirðina. Þessi maður gerðist njósnari rauða liers- ins! Hvílikur munur var ekki á ofurstanum með silfurgráa hárið, bæði hvað útlit og uppeldi snerti, og hinum raunverulega yfir- manni lians i Stokkliólmi, hinum grófgerða hershöfðingja Vitalij Nikolskij, 54 ára mcð búsetu á Linnégatan á Östermalm. Hann var af fátæku fólki frá Mið-Rússlandi og þegar hann brosti, skein í stálphimburnar í tönn- nnum. Iíann liafði aldrei verið starfandi her- maður, en liafði öðlazt titilinn gegnum stjórnmál og i tilefni af útnefningu sinni sem sendifulltrúi í Stokkhólmi. Fyrir lionum varð Wennerström ofursti að hneigja sig, þegar hann heimsótti hann i fátæklega þriggja herbergja íbúð hans, þótt fáir stæðu honum ofar í Svíþjóð. Út á við voru þeir kunningjar og starfsbræður á sama hált og Wennerström var kunnugur fjölda annarra sendifulltrúa. En i einrúmi var Rússinn yfirmaðurinn, sem allt hafði i sínum höndum og sem að lokum rak þenn- an sænska lepp sinn svo langt, að allt hrundi. dulin orsök Hvað lá á bak við það, að þessi sænski ofursti skyldi ganga í þjónustu Rússa? Peningar, þrá eftir óhófslífi? Án efa var jiað meðal annars það. En aðra orsök er sjálfsagt einhvers stað- ar að finna. Eitthvað, sem gerði það að verkum, að Rússar gátu haft tangarliald á fórnarlambi sínu, þó að það væri komið á eftirlaun og liætt störfum. Það er ekki liklegt að það liggji nokkurn tíma skýrt fyrir. Orsakarinnar er kannski að leita langt aftur i timann og fyrir því höfum við aðeins orð Wennerströms sjálfs — orð landráðamanns. En við yfirheyrsl- urnar hefur ofurstinn ymprað á ýmsu, sem gæti orðið þjóðarhneyksli og gæti náð til margra háttsettra manna i landinu. Það kemur í Ijós, að Stig Wennerström hefur strax 1942 orðið flæktur í net Rúss- anna. Eða hagað sér þannig, að hann lenti þar. 1942 var áhrifamesta ár síðari heimsstyrj- aldarinnar. Það var árið fyrir bardagann um Stalingrad og E1 Alamein, árið þegar her nazista réði yfir Evrópu frá Sikiley til Norð- ur-íshafsins. Stig Wrennerström var þá 36 ára höfuðs- maður i Stokkhólmi, þar sem hann bjó með konu sinni, Ullu-Gretu, sem hann liafði kvænzt þremur árum áður. Þau lifðu þá venjulegu lífi i litilli ibúð. Þau höfðu eign- azt fyrsta barn sitt á árinu áður. Hann hafði þá dvalið eitt ár í Moskva. Það var árið 1940—’41 áður en rússnesk-þýzki sáttmál- inn var gerður og lika áður en nazistar réð- ust á Rússland. í Stokkhólmi var Wennerström höfuðs- maður aðstoðarforingi Gustav Adolfs prins og vann. líka í varnarmálaráðuneytinu. Þar vann hann að tiltölulega einföldum áætlun- um fyrir flugherinn. En sem aðstoðarfor- ingi prinsins, fyrrverandi sendiráðunautur í Moskva og tengdasonur framkvæmdastjór- ans fyrir hinum þýzksinnuðu dagblöðum Torsten Kreugers, var bann maður, sem tckið var eftir í Stokkhólmi á striðsárunum. En í Stokkliólmi var miðstöð njósnastöðva stórveldanna og allt moraði af sögusögnum, stjórnmálaáróðri og alls konar undirróðri. Wennerström höfuðsmaður lét stundum í Ijós samúð með Þýzkalandi, eins og yfir- maður hans, prinsinn. Það kom fyrir að hann kom því opinberlega á framfæri. En það leit ekki út fyrir að stjórnmál væru lionum mikið áhugaefni. Hann var þekktari sem samkvæmismaður og kvennagull. En eitthvað kom fyrir á tímanum 1942— ’43. Wennerström höfuðsmaður var í fyrsta skipti settur til starfa í flughernum, varð þar deildarstjóri við F 7 Satenás við Váners- borg og fékk ekki að koma til Stokkhólms fyrr en við endi stríðsins 1945. Hvað hafði komið fyrir? Hvað varð til þess, að aðstoðarforingi prinsins, sendiráðu- nauturinn og starfsmaður varnarmálaráðu- neytisins var fluttur úr höfuðborginni og látinn stjórna sprengjuflugvélaflokki af B gerð í Vástergötland og síðar í Norrland? Það var að minnsta kosti ekki leikni hans sem flugmanns, sem olli umskiptunum. Stig Wennerström var lélegur flugmaður og sérstaklega þóttu lendingar hans umtals- verðar. Einu sinni var liann umtalaður í blöð- unum. Það var þegap flugvél lians hrapaði við finnsku landamærin og hann og aðstoð- armaðurinn björguðust í fallhlíf. 1945 kom hann aftur til Stokkhólms og fékk nýja íbúð á östermalm. Wennerström major (en þann titil fékk hann 1944) var látinn vinna við skipulag flughersins langt fram i tímann, þar með var hann aftur kom- inn i stjórnarráðið. 1946 var starf hans launað með nýrri nafnbót, aðstoðarofursti, og sama ár var hann boðinn til Rússlands til að sjá rúss- neskar flugsýningar. dansherra Þeir sem þekktu hann á þeim tima, minn- ast hans sem fjörugs ungs manns. Hann var laglegur liðsforingi, sem leit vel út í hersýningareinkennisbúningi og dansaði vel á hóteliuu i Vanersborg, í liðsforingjabúð- unum eða á herforingjaskólanum í Stokk- hólmi. Þá þegar talaði hann ágætlega mörg tungumál. Hann var alls staðar þar sem gleðskapur var á ferðum. Ekki leit út fyrir að neinar dapurlegar minningar frá stríðs- tímunum þrúguðu hann. Hann var óbreytt- ur frá fyrri timum. Einn af félögum hans úr flughernum segir: — Hann var mjög formfastur — sérstak- lega út á við. Hrokafullur, mætti kannski kalla það, ef maður vildi vera illgjarn. Hann talaði oft um „heiður flughersins“ og hve áríðandi það væri, að enginn setti blett á hann. Sjálfur lagði hann álierzlu á, að koma alltaf fram sem gentlemaður. En samband hans við æðstu flugyfirvöld- Framhald á bls. 49. jq _ VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.