Vikan


Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 38

Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 38
kistunum hverri á eftir annarri, og undrun Fleigs og félaga hans óx með hverri. f fjórum kistun- um var einungis gull. í þeirri fimmtu voru silfurstengur og platína. Sú sjötta innihélt stafla af gulldiskum og auk hans kassa fullan af dýrum steinum. „ÉG ÆTLA AÐ SÖKKVA FARMINUM"! „Demantar, því sem næst 8.000 karöt,“ hélt Dall áfram hlutlausri röddu. „Rúbínar 2.000 karöt, smaragðar 950 karöt, aðrir steinar nálægt 4.000 karötum. Móttekið." Fleig varð agndofa. Þessi farmur var milljónavirði — ó- mögulegt að segja hve margra. Og hann var ábyrgur fyrir þeim á meira en 400 mílna sjóleið. Gott og vel, hann hafði verið að bíða eftir skipunum. Nú hafði hann fengið þær. Þegar kistunum hafði verið læst að nýju, kvittaði Dall fyrir móttökuna á skjalinu, sem Gestapómaðurinn rétti honum. Liðsforingjarnir þrír, sem með honum voru, voru allir vitni að undirskrift hans, svo og Fleig, skipsfélagar hans þrír og lautin- antinn úr flotanum. Að því búnu hafði Gestapómaðurinn sig á brott. Jafnskjótt og bílarnir voru komnir í hvarf, gekk Dall iítið eitt afsíðis og benti Fleig að ræða við sig. „Mér er fyrirskipað," sagði hann í lágum hljóðum, „að varpa farminum fyrir borð, ef hætta er á að báturinn verði hertekinn. Haldið þér að þér gætuð ekki haft upp á dufli ög einhverjum festargarmi áður en við förum?“ „Ég skal reyna það, herra kólónel. Það ætti að vera eitt- hvað af svoleiðis hér í nágrenn- inu.“ „Gott. En ég ætlast ekki til að þér hafið mikið fyrir þessu. Náið duflunum og festinni á eins umstangslítinn hátt og yður er unnt. Þér skiljið?" Peter Fleig glotti. Honum var farið að geðjast vel að þessum herforingja, sem gat talað við undirmenn sína án þess að gera sér allt far um að auðmýkja þá. „Ég er gamall sjómaður, herra kólónel,“ sagði hann. „Við skul- um sjá hvað ég get grafið upp.“ Skömmu eftir klukkan sjö um kvöldið tóku hinar þrjár tuttugu strokka vélar tundurskeytabáts- ins að hósta sig í gang, og far- kosturinn mjakaðist hægt og síg- andi út úr höfn Castellamare. Fleig stóð við stýrið og leit til himins. Sem betur fór var lág- skýjað, svo að ekki þurfti að kvíða fyrir áleitni bandarískra flugvéla. Til hægri brá fyrir rauðum glömpum í skýjunum; sem stöfuðu frá eldinum í Vesú- víusi. Að baki gat einnig að líta hvarflandi leiftur; þar voru fall- byssurnar við Salemo að verki. Ég er þó að minnsta kosti laus við þær, hugsaði Fleig. Alla nóttina hélt báturinn áfram í norðvestur, og í dögun voru þeir undan strönd Korsíku, á leið til Bastia. En sem þeir nálguðust á- kvörðunarstaðinn, barst þeim allt í einu til eyrna lágt, urrandi hljóð, sem varð von bráðar að óslitnum drunum, er hækkuðu með hverri sekúndu. HÖFN 1 BÁLI. „Flugvélar!” grenjaði Dall. „Nær ströndinni!" Fleig sneri stýrishjólinu æfðri hendi og báturinn tók stefnu upp undir ströndina. Þeir sáu nú flug- vélarnar, geysimikinn flota, sem virtist ná endalaust í suðurátt. Þetta voru bandarískar sprengju- flugvélar á leið í norðurátt. Fleig tók aftur upp fyrri stefnu. Fáum mínútum síðar kváðu við miklar sprengidrunur, og þar með fylgdi áköf skothríð. í fjar- lægð tók himinninn að hyljast svörtum reykjarbólstrum, og miklir strókar risu upp frá Bast- ia. Höfnin þar hafði orðið fyrir árás. „Keyrið nær, Fleig,“ fyrirskip- aði kólónelinn. „Við skulum líta á verksummerkin.“ Að skammri stund liðinni sáu þeir skipin, sem þeim hafði verið ætlað að fylgja. Skipalestin hafði verið komin út frá Bastia, en Bandaríkjamennirnir höfðu samt sem áður sett hana hjá. Sum skipanna loguðu glatt, en önnur hringsnerust stjórnlaus rétt utan við hafnargarðinn. Bastia sjálf virtist standa í björtu báli. Sprengingar kváðu þar við öðru hvoru og þeyttu braki og reykjarbólstrum í háa- loft. „Breytið stefnunni," fyrirskip- aði Dall. „Við sameinumst ekki skipalestinni héðan af.“ Fleig snarsneri stýrishjólinu og leit um leið á kólónelinn. Þótt undarlegt mætti heita, gat hann ekki betur séð en Dall væri bros- andi! Úti fyrir ósum Goloár, um það bil fimmtán mílur fyrir sunnan Bastia, gaf Dall skipun um að vélar bátsins yrðu stöðvaðar. Síðan kallaði hann félaga sína þrjá og Fleig og menn hans.sam- an aftur á. „Svo er að sjá,“ sagði hann, „að Bandaríkjamennirnir hafi ónýtt ferðaáætlun okkar. Þar af leiðandi verðum við að taka hinn kostinn, sem við eigum völ á, samkvæmt gefnum skipunum. Við verðum að varpa kistunum fyrir borð. Hvert er yðar álit, Rossmeier?" Helmut Rossmeier höfuðsmað- ur kinkaði kolli til samþykkis. „Pleist? Arnvogel?" spurði Dall og sneri sér að hinum liðs- foringjunum tveimur. Báðir kinkuðu kolli — og báðir brostu Kólónelinn sneri sér nú að Fleig. „Þér og menn yðar verðið vitni. Þar eð okkur er ómögulegt að sameinast skipalestinni, og get- um auk þess búizt við árás ó- vinanna, komumst við ekki hjá því að varpa farminum fyrir borð. Er það ekki rétt, Fleig?“ Fleig var nú ekki alveg á því, en kinkaði engu að síður kolli. Hér var eitthvað furðulegt á seyði. Bandarísku flugvélarnar voru þegar á leið til stöðva sinna í Afríku, enda höfðu þær lokið hlutverki sínu með prýði. Árás- inni var lokið, svo þess vegna gat báturinn haldið áfram til Bastia, en Dall og félagar virtust vera ákveðnir að fara ekki lengra með farminp, eins og það hefði verið ákveðið fyrirfram. Gott og vel, það kemur mér ekki við, hugsaði varabátsmaðurinn. „Prýðilegt, Fleig,“ sagði Dall. „Lofið mér að líta á sjókortið yðar.“ Þeir leituðu nú á kortinu unz þeir fundu blett, þar sem dýpið var talið um þrjátíu faðmar, og botninn klöpp. „Það er hæfilegt,“ sagði kóló- nelinn. „Við förum þá þangað. Fleig, látið menn yðar festa dufl og festi við hverja kistu.“ „Hve langa festi, herra kóló- nel?“ „Þrjátíu metra við hverja kistu.“ Nú fór Fleig að skilja, hvernig í málinu lá. Dall ætlaði duflunum að fljóta, ekki á yfirborðinu, heldur á miðri leið til botns. Þannig myndu þau verða til leið- beiningar þeim, er finna vildu kisturnar síðar meir, þó því að- eins að þeir vissu hvar ætti að leita þeirra. Þegar þeir komu á staðinn, sem þeir höfðu merkt við á kort- inu, lét Fleig Schwerig mæla dýpið. Það reyndist vera ná- kvæmlega þrjátíu faðmar. Fleig kastaði akkeri. „Prýðilegt," sagði Dall. „Jæja, þekkið þér á pelórusinn þann arna?“ „Vissulega." „Þá vil ég fá þríhyrningsmæl- ingu á staðsetningu okkar út frá kennileitum í landi. Húsið þarna — þetta þarna á brúnni. Takið mið út frá því.“ Fleig laut yfir pelórusinn og miðaði út húsið. „Staðsetning þrír-fjórir-núll,“ kallaði hann. „Þrír-fjórir-núll,“ endurtók Dall og skrifaði staðsetninguna hjá sér. „Takið vitann þarna næst.“ „Tveir-núll-átta,“ sagði Fleig og miðaði pelórusnum. FJÁRSJÓÐUR Á HAFSBOTNI. „Gott. Við þurfum eitt í við- bót. Hvað segið þér um trjá- lundinn þarna?“ Fleig stillti tækið að nýju. „Tveir-sex-tveir,“ upplýsti hann. „Ágætt. Varpið kistunum fyrir borð!“ Sjóliðarnir festu nú hinar níð- þungu kistur við tundurskeyta- vinduna og komu þeim þannig aftur í skut. Síðan var þeim rutt út fyrir borðstokkinn, einni af annarri. Um síðir varð verkinu lokið, og fjársjóður Rommels marskálks lá vel geymdur á botni Miðjarðarhafsins. „Þá förum við til La Spezia,“ mælti Dall. „Við verðum að kom- ast til ítalíu og gefa skýrslu um aðgerðir okkar.“ Þar eð báturinn var nú laus við hinn þunga farm, tók ferðin Ungfru yndisfrið býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR ER ORKIN HANS NOA? I*að cr alJtaf sami leikurinn í hcnni Ynd- isfríð okkar. Hún hcfur falið Örkina hans Nóa cinhvers staðar í blaðinu og hcitir góðum verðlaunum. handa þcim, sem getur fundið örkina. Vcrfelaunin cru stór kon- fektkassi, fullur af bezta konfekti, og framleiðandinn cr auðvitað Sælgætisgerð- in Nóio Nafn Ileimili Örkin cr á bis. Síðast er dregið var hlaut yerðlaunin: Teitur Borgþórsson Birkivöllum 4, Selfossi. Vinninganna má vitja á skrifstofu Vikunnar. gg — VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.