Vikan


Vikan - 07.11.1963, Page 5

Vikan - 07.11.1963, Page 5
Tilhugalíf ... Póstur sæll. Þú ættir fyrir alla muni að gera meira af því að hafa svona íslenzkar framhaldssögur eins og söguna hans Kristmanns. Að vísu er þetta engin stórlitteratúr, en sagan er góð og heldur manni spenntum. Að minnsta kosti hef ég keypt hverja ein- ustu Viku, síðan sagan byrjaði. Gísli. Kæra Vika. Gerðist þessi ástarsaga hans Kristmanns á sveitabæ árið 1700, eða hvað? Mikið skelfing er þetta gamaldags hjá honum. Blessuð skrúfaðu fyrir þessa vitieysu. Framhaldssagan „Á eyðihjarni“ var góð. Komdu með einhverja áþekka henni næst. Sögus. Stafa... Kæri Póstur. Viltu svo koma því á framfæri fyrir mig, að mér finrist, að það væri til bóta á þættinum „Lög unga fólksins" ef nöfnin á lög- unum væru stöfuð. Finnst þér það ekki líka? Það hefur komið fyrir oft, að mig langar til að senda kveðju með lagi og hef svo, þegar til kemur, ekki kunnað að skrifa nafnið á því. Æ, en nú er ég farin að nöldra, sem ég ætlaði alls ekki. Greinarnar hjá G. K. eru stór- fínar. Meira af slíku! Er það kannski hann, sem sér um Póst- inn? Ein, sem nöldrar — og þó. --------Nei, mér finnst, að það ætti alveg- að sleppa því að stafa nöfnin á lögunum — mér er kunnugt um, að stjórnendur þátt- arins eru orðnir miklir snilling- ar í því að ráða rúnir. Skrif- aðu bara nafnið eins og þér heyr- ist það borið fram — það hlýtur að komast til skila. Að minnsta kosti minnist ég þess að hafa séð eitt bréf, sem komst til skila með pomp og pí. Nafnið á óskalaginu í því bréfi var sisona: júmasta dína bjúdíbú beibí, sem auðvit- að útleggst You must have been a beautiful baby. Einfalit, er það ekki? Hins vegar vildi ég sjálfur leggja til, að sumir þulir stöf- uðu nafnið á umræddum þætti. Þessi þáttur heitir ekki LTJNGA FÓLKSINS! Opið bréf til forstöðu- manna Nýja Bíós... Heiðursmenn, Ég fór einn sunnudag kl. 3 í bíóið ykkar og gerði það einkum fyrir börnin mín. Ég gerði ráð fyrir því, að yfirleitt væru þess- háttar myndir í bíóunum á þrjú- sýningum á sunnudögum, að sniðnar væru við hæfi barna. Enda kom það á daginn, að lík- lega 90% sýningargesta í þetta umrædda skipti voru börn. Myndi hét „Allt í lagi lagsi“, amerísk mynd, líklega síðan um 1940 eftir fatatízkunni að dæma. Nú er skemmst frá því að segja að þarna fórum við til að horfa á þá lélegustu mynd, sem ég hef séð. Mér er til efs, að lélegri mynd hafi yfirleitt nokk- urn tíma verið búin til. Að feng- inni reynslu virðist mér svo sem amerískar myndir frá því um 1940 séu með því allra lægsta, sem kvikmyndagerð hefur nokk- urn tíma komizt. Þetta átti víst að heita gamanmynd — en því- líkur húmor, drottinn minn. Börnin tóku út kvalir að sitja undir þessu. Þegar myndin var hálfnuð og ekki það, fór að verða mikill óróleiki eins og alltaf þeg- ar börnum leiðrst. Svo fóru þau að standa upp og koma sér út með öllum þeim skruðningum, sem því fylgdi. Og var það nokk- ur furða: Meiripartur síðari helmings myndarinnar var í því fólginn, að tveir náungar sátu við borð og átu rækjur og sögðu þá lélegustu brandara, sem ég hef heyrt (börnin skildu að sjálfsögðu ekki neitt af því). Nú langar mig aðeins að spyrja ykkur, heiðursmenn, sem stjórn- ið Nýja Bíói: Sáuð þið þessa mynd sjálfir? Ef svo er ekki, þá ættuð þið að reyna verulega á þolinmæði ykkar og gera það. Það verður mannraun. f öðru lagi: Hvers konar fólk haldið þið að sæki sýningar kl. þrjú á sunnudögum? Og að síðustu: Er smekkur ykkar þannig, að ykk- ur finnist þessi mynd frambæri- leg, eða er bara svona vont að útvega betri myndir? Ég vildi gjarnan heyra ástæðurnar hérna í Pósti Vikunnar. Barnakarl. V»v TJndislegt, franskt ilmvatn I ECUSSON! \ V Jean D'ALBRET ■»"* P A R F U M S RLANE PAR I S

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.