Vikan


Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 7

Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 7
ALA SKARTIÐ SITT- o U4^L IotUa, '9 Pípuhattiíir..................... kr. 1.050,00 Trefill (hvítur)................... — 150,00 Hanzkar (nylon) ................. -— 150,00 Sokkar ............................ — 67,00 Fötin sjálf ....................... — 6.445,00 Skór .............................. — 850,00 Samtals kr. 10.254,00 Og svo þarf eiginkonan auðvitað sitt lítið af hverju, svona til þess að hún verði manni ekki til skammar. Það er dálítið erfiðara að reikna út kostnaðinn þeim megin, því þeim getur dottið furðulegustu hlutir í hug í sam- bandi við klaeðnað, en til að gera okkur ein- hverja hugmynd, skulum við taka saman lista: Samkvæmisk j óll Skór ......... Taska ........ Sokkar ....... Hanzkar (háir) . Cape ......... Hárgreiðsla' . . . Andlitssnyrting Handsnyrting . , Fótasnyrting . . . kr. 5.000,00 — 700,00 — 300,00 — 70,00 — 400,00 — 5.500,00 — 85,00 — 90,00 — 45,00 — 45,00 Samtals kr. 12,235,00 En þetta gerir þá samtals kr. 22.489,00. Auðvitað eru sumir ekki svona flott í innkaupum, en aftur á móti eiga svo aðrir kannske tvær — þrjár skyrtur, tvö vesti og fleiri eintök af ýmsu, sem þarria er upptalið. En samt skulum við bara fara varlega í sakirnar, og gera ráð fyrir 20 þúsund krónum að jafnaði per hjón. Til þess að þessi útgjöld geta borið sómasamlegan árangur, þurfa hjón að fara minnst þrisvar í slík sam- kvæmi á hverjum vetri, en slíkt samkvæmi kostar að meðaltali 3000 krónur, sem skiptist þannig: Aðgöngumiðar .............kr. 500,00 Matur..................... — 400,00 Vín ...................... — 1.500,00 Tóbak og bílar............ —- 300,00 Barnapía ................. —- 150,00 Ýmislegt .,............... —- 150,00 Alls kr. 3.000,00 Til þess að fullkomna útreikninginn þurfum við að komast að því hvað fatn- aðurinn kostar á ári hverju. Þá verð- um við að reikna með að karlmaðurinn láti sitt klúns yfirleitt nægja í 10 ár, — nema hann fari að safna ýstru. Það þýð- ir 1000 krónur á ári. En frúin kemst aft- ur á móti ekki upp með að eiga sín föt lengur en í tvö ár að meðaltali, sumt lengur, annað skemur. Það kostar 6000 kr. á ári, sem gerir 7000 krónur samtals. Þrjú böll á ári gera 9000, en samtals verður kostnaðurinn því 16.000 krónur á ári, eða kr. 1.333,33 og 1/3 á mánuði hverjum árið um kring. Ég veit ekki hvort þetta hefur verið tekið með í vísitöluútreikning síðustu ára, eða lagt til grundvallar launagreiðsl- um ríkisstarfsmanna, en ef svo er ekki, þá höfum við verið plataðir. Það er gam- aldags hugsunarháttur, og á engan rétt á sér nú til dags, að þetta séu ekki nauð- synlegir hlutir. Þetta viðheldur sjálfs- trausti einstaklingsins og stuðlar að and- legri vellíðan, sem er ekkert ómerki- legri en sú líkamlega, og í raun og sann- leika finnst mér, að með tilliti til þess þá ætti Sjúkrasamlagið að greiða allt að 3/4 þessara útgjalda. En hvað sem því líður, þá er það auð- vitað lágmarkskrafa, eins og ég sagði þér í uphafi, að maður fái nægilega mörg tækifæri til að nota samkvæmis- fatnaðinn. Það ætti að setja um það bráðabirgðalög, að skilyrði fyrir veit- ingaleyfi húsa sé það, að slík samkvæmi (helzt með heiðursmerkjum) séu haldin þar mánaðarlega allt árið um kring. Blaðamannafélagið hefur skilið nauð- syn þess, enda eru yfirleitt greindir menn í því félagi. Þeir eru að minnsta kosti til þar. (Ég er í félaginu). Þess vegna hefur það verið ákveðið að héðan í frá skuli það leggja sinn skérf til þessara mála, og halda eina veglega og dýra veizlu á ári, til að halda upp á eitt- hvað. Þetta er virðingarverð viðleitni, og raunar má sama segja um nokkur önnur félög, sem ég minntist á áðan. Nú finnst mér að ríkisstjórnin ætti að bjóða hingað fleiri þjóðhöfðingjum árlega, en gert hefur verið, og sýna með því þegn- skap sinn og tillitssemi við þá, sem þurfa nauðsynlega að sýna heiðursmerki sín á opinberum vettvangi. Eins og nú er ástatt í þessum málum, þá verða menn semsagt að vera í ein- hverju menningarfélagi, til þess að fá að nota skartklæðin, eða að treysta á nýj- ársfagnað og einstaka jarðarfarir. Það verður að segjast, að það er ekki við góðu að búast í andlegri velferð þjóð- arinnar, þegar svona er að málum búið. Auðvitað mætti gera einhverjar neyðar- ráðstafanir í málinu, eins og t. d. það að skylda alla til að mæta þannig klædda í vinnu einhvern ákveðinn dag í viku, t. d. miðvikudag þegar allt drykkelsi er bannað. En það er varla hægt að búast við því að stjórnin sýni svo góðan skiln- ing á þjóðarheilsunni, svo að líklega fer það ekki lengra en á pappírinn hjá mér. Ein er sú stofnun samt, og ríkisstofn- un þar að auki, sem á mikinn heið- ur og þakklæti skilið fyrir fram- tak sitt í þessum málum. Ég á þar við Þjóðleikhúsið. Þjóðleikhús- stjóri hefur frá öndverðu reynt að halda uppi þeirri stefnu að menn klæðist for- svaranlegum fötum á helztu frumsýning- um hússins, og á hann mikið lof og heið- ur skilið fyrir það, og mundi það nægja honum til lofs, þótt ekkert annað væri. Mér er vel kunnugt um það, að til þess Framhald á bls. 48. VIKAN 45. tbl. — 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.