Vikan


Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 19

Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 19
fluttu frá Hælavík. Ég var svo einfaldur að halda, að þeim þætti ekki gott að búa svo fjarri kaupstaðnum, úr því þau teljast til hans íbúa á annað borð. En þar skeikaði mér. Ég gerði mér ekki grein fyrir því, að strjálbýlið er þessu fólki í blóð borið. — Nei, það er betra að búa hérna en í bænum, sögðu þau bæði einum rómi, hérna er svolítið sveitalegra, svo höfum við dá- lítinn blett hérna í kringum húsið, þar sem við getum heyjað fyrir einni kú og tuttugu kindum, — það gefur okkur dálítið til þess að draga fram lífið á. Bjargey er komin á sjötugsaldurinn, en eigi að síður virðist starfsþrekið vera óbilað; hún hefur undanfarin ár unnið að rækju- skelfléttingu á ísafirði ásamt stúlkum innan við tvítugt. Enda á þessi kona til harðgerðs fólk að telja. Það var árið 1876, að til Látravíkur flutti bóndi einn ásamt konu sinni og tveimur sonum. Maður þessi hét Jóhann Halldórsson og bjó áður í koti í Húnavatnssýslu, sem heitir Vatnsnes. Það virðist ekki hafa verið glæsilegt að flytja til Látravíkur á þessum tíma, byggja hús sitt á berum klettum, há- um klettum með næstum ófæru útræði og við léleg föng á landi. Þá var engin byggð á staðnum, enda lítið um jarðargróður, og harðbýlt, bæði til sj,ós og lands. Enda fór Jóhann Halldórsson ekki að frjálsum vilja. Óvinur flestra íslendinga á þessum tímum, morðingi sumra og erki- fjandi, fátæktin og sulturinn, rak hann á þennan hjara veraidar. Jóhann var ágæt skytta, og ætlaði hann að fleyta sér í gegn- um lífið með því að nota þá hæfileika sína. Svo reri hann einnig þegar gaf. En hversu erfitt hefur ekki verið að róa frá Látravík. Þar ganga klettar í sjó fram, og varla er nokkuð hlé niðri fyrir bát uppi við bergið. Enda missti Jóhann oft bátskel- ina sína við þessa óblíðu kletta. Það var í minnum haft, að upp á bjargið var 57 hafta stigi frá sjó. Það hefur margur lagzt að lægri bryggju og þótzt góður. Þessi maður, Jóhann Halldórsson, er afi Bjargeyjar Pétursdóttur. Það er auðfundið, að eitthvað af festu landnámsmannsins og viljaþreki leyndist í þessari blíðu og gest- risnu konu, eitthvað sem fyllir mann vissu um, að kjarninn í þjóðarsálinni lifir enn. Móðurætt Bjargeyjar er frá Grunnavík. Faðir Sigmundar hét Guðni Kjartansson, og bjó hann lengst af á Atlastöðum í Fljót- um_ en sá bær heitir eftir Atla þræli Geir- mundar heljarskinns. Sá Atli fékk, eins og mönnum er kunnugt, frelsi fyrir þá djörf- ung sína að hýsa skipreika Norðmenn heilan vetur án vitundar Geirmundar húsbónda síns. Þessir Norðmenn leituðu að landi hér fyrir norðan Kögurinn, þar sem kallað er Signuhlein. Guðni faðir Sigmundar flutti að Hælavík á miðjum aldri og bjó þar seinni hluta æv- innar allan. Hann var jafnan kenndur við Hælavík. Hólmfríður fsleifsdóttir, hét inóðir Sig- mundar. Árið 1920 byrjuðu Sigmundur og Bjargey að búa í Hælavík. Þá var þar tvíbýli og hélzt það allt þar til þau fluttu til fsafjarðar. Þau hétu Sigurður Sigurðsson og Stefanía Guðna- dóttir, sem deildu jörðinni með þeim. Stefanía er systir Sigmundar. Þegar þau fluttu árið 1950 til Keflavíkur lagðist Hæla- vík í eyði. Sennilega mun hún aldrei byggj- ast aftur. Það var lítt í frásögur færandi að búa í Hælavík, þar var stöðug barátta fyrir fæði og klæði allan ársins hring eins og annars staðar um landið. Stundum var þó þessi bar- átta erfiðari en annars staðar þekktist á ís- landi, menn fórust við björg og á fjallveg- um, sulturinn svarf að þegar minnst vonum varði. Þá urðu til sögur um mannraunir og svaðilfarir Hornstrendinga, meiri en annarra manna. — Hvernig var afkoman í Hælavík, Sig- mundur? — Svona, við lifðum mest á því sem sjór- inn gaf. 80—100 kindur höfðum við og sína beljuna hvor, enda jörðin lítil á nútíma mælikvarða. En það voru hlunnindi frá bjarginu, og svo var hrognkelsaveiði á vor- in, þegar gaf til þess. — En hestar? — Jú, við áttum nokkra hesta, en þeir voru til lítils brúks. Það eru hinar mestu torfærur landleiðina til annarra bæja frá Hælavík. og oftast var maður jafnfljótur að ganga eins og ríða yfir til byggða. Það var fimm tíma gangur til læknis frá Hæla- vík. Það hefði mátt gera góða vegi til Hæla- víkur frá Hesteyri, en það var bara ekki gert. — Hvað varð helzt til þess að þið hættuð að búa? —•. Ég veit ekki hvers vegna við hættum frekar þetta árið en hin á undan eða eftir. Við höfðum þraukað marga erfiðari tíma en þá, þegar við fluttum. En fólkinu fannst ganga seint allar framfarir, — það langaði til að leita á aðrar slóðir með atvinnu, — þar sem launað var með beinhörðum pen- ingum fyrir handtakið. Þegar svona upp- lausn er á annað borð hafin, þá getur eng- inn mannlegur máttur spornað við henni. En það fundu margir til sársauka, þegar þeir kvöddu æskustöðvarnar og þá staði, þar sem lífinu hafði verið eytt í fjölda ára- tugi. Og alla langar okkur til þess að fara aftur. Það er eitthvað sem togar aftur. Ég verð bráðlega að fara aftur til Hælavíkur og litast þar um. En maður verður að hafa nægan tíma, svo hægt sé að njóta ferðalags- ins. Jú, það var harðbýlt í Hælavík. En samt er eitthvað sem togar í mann og biður okk- ur um að koma aftur. Um þetta afl, þessa tilfinningu, hef ég reynt að yrkja ljóð; ég hef gefið því heitið Á ferð: Mitt stolt eru Strandafjöllin, ■— þau standa fögur og há, er hjúpar þau hrímhvít mjöllin himninum sjálfum frá. Þar er minn bernskuauður, þar orti ég mitt fyrsta ljóð. Nú gerist ég gamall maður, hjá gjálífri kaupstaðarþjóð. Nú er þar auðn, á þessum harðbýla en fal- lega stað, Hælavíkinni minni. — Þú talar um harðbýli. Þú hlýtur ein- hverntíma hafa komizt í hann krappann á þínum búskaparárum. — O, ég veit ekki hvort þar er orð á ger- andi. Ég veit ekki hvort við eigum nokkuð að gera úr því. Framhald á bls. 30. I STRAN DAFJOLLIN I Viðtal við íí Sigmund Guðnason frá Hælavík á Ströndum EFTIR: GUÐBRAND GÍSLASON

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.