Vikan


Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 23

Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 23
ekki enn, hvað ég get verið góð, þúsund sinnum tryggan og raunbetri en hún.“ Hún las aðeins gremju og óbeit í svip Vals og sár stuna leið frá brjósti hennar. Um leið og útidyrnar voru opnaðar, hratt Valur henni inn í borðstofuna. Stundarkorn stóð hún kyrr við dyrnar, of lömuð til að geta hreyft sig. Hún heyrði að barið var á dagstofudyrnar og gengið inn, hún heyrði Val tala eins og ekkert hefði ískorizt. Þá vaknaði hún sem af dvala og fór að hugsa um störf sín. Hvað næst? Súkkulað- ið heimasætunnar, sem þurfti að safna kröftum. Hlægilegt, ef hún hefði verið í skapi til að hlægja. Hvað hafði maður eins og Valur að gera með þetta barn? Veikbyggt, daufgert og auðvitað stórspillt af dekri. Hann mundi fljótlega verða dauðleiður á henni og leita þess, sem betra var. Enn voru ekki öll bönd siitin á milli þeirra, hrottaskapur hans núna mundi mestmegnis stafa af því, að hann var ekki öruggur um sjálfan sig, þegar hún var annars vegar. Þess vegna þorði hann ekki að hitta hana, en hún hafði þó getað komið honum til að lofa því, og það loforð mundi hann ekki þora að svíkja. Annað kvöld, hugsaði hún og vonarneisti blossaði upp í bál. Hún var svo gagntekin sigursælli trú á líkamlegt að- dráttarafl sitt, að hún fór að gera áætlanir. Valur mundi koma seint og hún læðast fram myrkan gang og ljúka upp Hér er gripið niður á tveim stöðum í nýja Reykja- víkurskáldsögu, sem gerist á árunum 1914-1916. Hún hefst um líkt leyti og fyrri heimsstyrjöldin er_____ að skella á. Aðalpersónur sögunnar eru: Valur Vagnsson, kaupsýslumaður, Böðvar Bergsson, fulltrúi og póstmaður, kona hans Anna Bergsson, dóttir þeirra, Svandís unnusta og sífian kona Vals og Olga Ólsen, ástmey Vals. Qg kvöldstund nokkru síðar Eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur fyrir honum í einum saman náttkjól, næfurþunnum og fallega blúnd- um prýddum. Valur mundi ekki standast hana fremur en vant var, hvað sem ásetningi hans liði. Blóðið brann í æðum hennar, er hún lagði það niður fyrir sér, hversu hún skyldi leggja sig alla fram til að veita honum sem tilbreytingaríkasta og æsilegasta munúð. Hversu unaðslegt að eiga þetta vald og kunna að beita því, geta hrifið hann með sér til flugs, kafað með honum regindjúp myrkra nautna með blóðdyninn fyrir eyrum sér. Fundið algleymi hans almeðvituð sjálf, stjórna, er honum fyndist hún leiksoppur hans, vera almáttug í undirgefni sinni. Engin kona mundi nokkru sinni verða honum slík uppspretta sælu sem hún. f faðmi annarra kvenna hlyti hann að þrá hana ■— og að lokum ... Olga sveigði sig, svo að stælt, fagurhvelfd brjóst hennar risu í odda. Hún strauk sig frá mitti niður mjaðmir og kvið og bráðnaði af munúðar- hugsunum sínum og ákafri ástarþrá. Hún var heldur hærri en í meðal- lagi, spengilega vaxin, mjúkleg, en þó stælt. Líkamsform hennar voru eggjandi eins og þau segðu: Sjáið okkur, grunar ykkur ekki, hversu yndisleg við erum í nekt okkar? Yfir eldhúsborðinu hékk spegill. Olga studdi höndunum fram á borð- ið og horfði'í spegilinn. Þrátt fyrir glóðina, sem innra brann með henni. var sem marmarasvali léki um hörund hennar, augu hennar dökknuðu af annarlegum ljóma, írautt, gljámikið hár hennar hringaði sig í lokk- um yfir enni hennar og vöngum. Fagurrauðar, þrýstnar varir sveigðust Framhald á bls. 46. VIKAN 45. tbl. — 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.