Vikan


Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 40

Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 40
LILLU KRYDD ER ÁVALLT BEZT EFNAGERÐ RE YKJAVIKUR H. F. „Hveir veit? Við vitum ekki einu sinni hve mikið er þarna. En eitthvað verður gert til að launa yður.“ „Og ef ég neita?“ Nú var komið að Pellegrin að halla sér aftur á bak í stólnum. „Leyfið mér að benda yður á, Fleig, að rupl, jafnvel á stríðs- tímum og framkvæmt samkvæmt skipunum hernaðaryfirvalda, er glæpur. Að vísu rænduð þér ekki fénu sjálfur, þar eð þér voruð ekki í Bevisenschutz-kommándo. Engu að síður áttuð þér það mik- inn hlut að málinu, að við verð- um í engum vandræðum með að tryggja yður heilsusamlegan dóm upp á þrælkunarvinnu." Fleig átti einskis úrkosta. Hann samþykkti að leiðþeina frönskum kafaraleiðangri, sem ná átti upp fjársjóðnum, en hann harðneitaði að láta uppi tölurnar varðandi staðsetninguna, sem þó stóðu honum enn skýrt fyrir hug- skotssjónum 340, 208, 262. Fleig var nú fluttur til París- ar og geymdur þar, meðan franska fjármálaráðuneytið gróf upp pening til að kosta köfunar- leiðangurinn. Og í ágúst 1948 var hann sendur til Korsíku undir umsjá hervarða. Þegar til Bastia koin, var hon- um sleppt lausum. Frakkarnir vissu, að hjálparlaust kæmist hann ekki frá eynni, og peninga hafði hann enga. Enda þótt hann mætti ganga um eins og honum þóknaðist meðan leiðangurinn var undirbúinn, var hann því í rauninni fangi. En hann tók því með stillingu. Frakkarnir borguðu hótelreikn- ing hans og önnur útgjöld. í fyrsta sinn svo árum skipti hafði Fleig nú nóg að borða, og auk þess nóg að drekka og reykja. Erfiði var honum heldur ekki til baga, því þar eð vonzkuveður olli því að fresta varð leitinni að fjársjóðnum, var ■ bókstaflega ekkert að gera. Þar á ofan var það svo Concetta Mirandi. Hún flutti inn á hótelið hans tveimur dögum eftir komu hans til Bastia — svarthærð, ítölsk fegurðardís, er lét sér aðdáun hans stórvel líka. Þremur klukkustundum eftir þeirra fyrstu kynni fór hún með honum inn til hans og morgun- inn eftir flutti hún þangað. Concetta var dável að sér í þýzku. Hún var frá Napólí, en þegar hún var sextán ára, hafði elskhugi hennar, þýzkur majór, haft hana með sér til Korsíku. Hann lét hana svo eiga sig, þegar þýzki herinn flýði frá Bastia. Síðan þá hafði hún orðið að lifa á litlu fasteigninni. HORFNI VITINN. Þann sextánda ágúst 1948 lægði að lokum vindinn, sem undanfarnar tvær vikur hafði verið að ólátast meðfram strönd- um Korsíku. Fleig fékk skilaboð um að vera tilbúinn næsta morg- un. Leitin að fjársjóði Afríku- hersins var í þann veginn að hefjast. Framundan ósum Coloár var dregið úr ferð bátanna tveggja, sem gerðir höfðu verið út í leið- angurinn. Jerome Buoncuori lög- reglufulltrúi sneri sér eftirvænt- ingarfullur að Fleig. „Hvert förum við nú?“ spurði hann. „Lengra í norður. Þar var rauður viti á ströndinni og hús við brú.“ Bátunum var mjakað norður eftir, en þar var engan vita að sjá. Þá tók til máls einn kafaranna, innfæddur Korsíkumaður. „Nú man ég það. í stríðinu byggðu þýzkararnir lítinn vita á ströndinni nálægt Lac di Bugug- lia. Hann var rifinn 1946. Ef til vill kannast hafnarstjórinn í Bastia eitthvað við hann.“ Á skrifstofu hafnarstjórans upplýstist það hins vegar, að öll gögn varðandi aðgerðir Þjóð- verja í vitamálum á stríðsárun- um höfðu verið send til Marseill- es. Buoncuori sendi þangað skeyti, en leyfði Fleig að fara til hótelsins. Þegar þangað kom, rétti Con- cetta honum miða með skilaboð- um. „Það kom hingað maður með- an þú varst úti, Þjóðverji. Hann skildi þetta eftir handa þér.“ Fleig grunaði margt, er hann fletti sundur miðanum. „Varabátsmaður Peter Fleig,“ las hann. „Enn er mögulegt að taka úrskurð herréttarins til endurskoðunar. Þangað til unnt verður að gera frekari ráð- stafanir, er þess eindregið vænzt að þér þjáizt áfram af minnis- leysi um staðsetningu vissra verðmæta. Heil Hitler!" Skilaboðin voru undirrituð að- eins með stöfunum DSK, skamm- stöfun þeirri, er notuð var í stað orðins Devisenschutz kommando. Að vísu hafði sú herdeild hætt að vera til er þýzki herinn gafst upp 1945. EIGINMAÐUR KEMUR í LEITIRNAR. Eða hafði hún í rauninni ver- ið lögð niður? Fleig vissi að enn- þá var starfandi nazísk neðan- jarðarhreyfing um alla Evrópu — samtök ofstækisfullra, of- sóttra manna, sem ekki þorðu að koma fram í dagsins Ijós. í Þýzkalandi sjálfu voru næstum daglega myrtir menn, sem verið höfðu háttsettir í hinu nazíska Þýzkalandi. Þessi skilaboð gátu verið send af hrekk. En þau gátu einnig verið alvarlega meint að- vörun. Fleig ákvað að hætta ekki á neitt. Hann skyldi halda áfram að leika á Frakkana eins lengi og mögulegt væri. Þann 20. ágúst fékk Buoncuori — VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.