Vikan


Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 15

Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 15
Þegar herir Þjóðverja fóru um lönd meðan á stríðinu stóð, rændu þeir og rupluðu eins og þeir gátu. Ekki hefur allt komið fram af þeim verðmætum, sem þannig hurfu, og meðal þeirra er fjársjóður sá, sem um ræðir í þessari grein. Aðeins einn maður veit, hvar hann er fólginn í hafi, en sterkar líkur benda til þess, að sá maður hafi fullan hug á að ná fjársjóðnum, og hafa til þess samstarf opinberra yfirvalda. - Þetta er sönn frásögn eftir Ted Stoil. símtali, sem verða mun upphaf leitar af fjársjóði, sem þegar er orðinn miðdepill ótrúlegra furðu- sagna. Og síminn getur hringt hvenær sem er. Voorhies og fyrirtæki hans hafa veðjað á það í fjögur ár og eru reiðubúnir að bíða önnur fjögur, ef nauðsyn krefur. Sagan af fjársjóðnum er ekkert leyndarmál. Snemma árs 1943, þegar hinn sigraði Afríkuher Rommels marskálks var á hröðu undanhaldi í Norður-Afríku, var sérstök herdeild, kölluð Devisenschutz-kommando (DSK), önnum kafin við að rupla á kerfisbundinn hátt heimili og bankahólf auðugra túnískra og alsírskra borgara. Sérhver meiriháttar þýzk hereining hafði sína eigin DSK, skipaða sérfræðingum um gimsteina, gjaldeyri og innbrot, er hafði það verkefni að „vernda“ öll verðmæti fundin á hernumdum svæðum til góða fyrir hið nazíska Reich. Devisenschutz-kommando Afríkuhersins var óvenjulega lánsöm í sínu starfi. Þessir einkennis- klæddu ræningjar náðu í sínar hendur stöngum af gulli og platínu, gimsteinum, sleginni mynt og dýrmætum listmunum, alls að verðmæti 13 milljónir sterlingspunda. Nokkur hluti ránfengs þessa var endurheimtur í Þýzkalandi eftir stríðið, en meginhluti herfangs Rommels mar- skálks, innihald sex stórra, vatnsheldra kassa, hvarf gersamlega. 1 dag lifir aðeins einn maður, sem veit nákvæmlega hvar þessir eftirsóttu kassar eru. Hann hvarf 1948, á dular- fullan hátt eins og fjársjóðurinn, og síðan hefur hans verið leitað af lög- regluliði fjögurra Evrópurikja. Hann er maðurinn, sem Lowell Voorhies er að vona að hringi einhvern daginn. Hann heitir Peter Fleig. Fleig er að vísu tékkneskur borgari að fæðingu, og það var hann til nítján ára aldurs. En þá lögðu herir Hitlers Tékkóslóvakíu undir sig, og Fleig, sem er af þýzkum ættum, hlýddi kalli upp- runans og bauð sig fram til þjónustu í þýzka landhernum. Því boði var hafn- að, en þess í stað var pilturinn settur í flotann, þótt hann hefði aldrei nær sjó komið en sem svarar 300 mílna vegalengd. Þann 16. september 1943, þegar Fleig sá fjársjóð Afríkuhersins í fyrsta skipti, var hann varabátsmaður á tundurskeytabát, er hafði bækistöð í Castellamare di Stabia, bæ við Napólí- flóa. Staðurinn var ekkert sérlega girni- legur eins og á stóð. Fimmtán mílur fyrir austan bæinn voru Bandaríkja- menn hægt og bítandi að stækka brú- arsporð sinn, kenndan við Salerno, og búa sig undir lokasókn til Napólí. Það var verið að yfirgefa Castellam- are, sem hafði verið mikilvæg ítölsk flotahöfn. Hvarvetna var verið að ferma báta af mikilvægum birgðum, skjalaskápum og fólki. Eftir aðalgöt- unni óku fullfermdir vörubílar í norð- ur, áleiðis til Napólí og Rómar, á flótta undan sóknarher Bandaríkjamanna. Enn sem komið var hafði bátur Fleigs þó ekki fengið brottfararskipun, og hann var að verða óþolinmóður. „Eftir hverju eru þeir að bíða?“ sagði hann við Kurt Schwerig sjóliða, sem stóð hjá honum við landgöngu- stigann. „HVER STJÓRNAR HÉR“? Meðan hann talaði, nam fólksbíll merktur þýzka hernum staðar á bryggjunni til hliðar við bátinn, og á eftir honum komu þrír stórir vöru- bílar. Fjórir liðsforingjar úr land- Framhald á bls. 37. Þegar lokinu var lyft af kistunnl, gaf afi lfta mikinn sjóS verðmæta í ýmsu formi, til að mynda, könnum, skálum og fleiri verðmæt- um hlutum úr gulli og sllfri. VIKAN 45. thl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.