Vikan


Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 20

Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 20
Upppuni og ævi John Fitzgepald Kennedy / 1. HLUTI ÁSMUNDUR EINARSSON BLAÐAM. TÖK SAMAN Yið Barrow-fljót á Suður-ír- landi stendur lítið markaðs- þorp, sem ber nafnið New Ross. Meðal íbúanna eru nokkrar sálir af Kennedy- ætttinni, búsettar í kofum með stráþökum, hvítþvegnum veggj- um og moldargólfi. Þetta fólk veit fátt um þá ríku og frægu ættingja sína í hinni stóru Ameríku. Þegar John Fitzgerald Kennedy, sem síð- ar átti eftir að verða 35. forseti Bandaríkjanna, kom í stutta heim- sókn á fornar ættarslóðir, lagði hann leið sína til kofans, sem nú hafði fengið þakjárn í stað stráþekj- unnar. Hann sat dágóða stund með fólkinu og rabbaði við það. Jú, það minntist þess, að Patrick nokkur Kennedy, sem reyndar var afi gests- ins, hafði litið inn, einum 35 árum áður. Það var allt og sumt, sem fólkið hafði af hinum amerísku Kennedyum haft að segja. Og það leit ekki á sig lengur sem ætt, held- ur nokkra fátæklinga með þessu nafni, sem voru þarna til þess eins að strita fram í andlátið. í augum bandarískrar frúar, sem var í för með hinum unga stjórn- málamanni voru New Ross og Kennedy-kofinn einskonar Tobacco Roud þeirra írlendinga, fátækt, saur, siðleysi og fáfræði, en í huga John Fitzgerald Kennedy var New Ross og allt, sem þorpinu fylgdi, heilagt og ljómandi. Þarna stóðu rætur hinnar miklu og voldugu Kennedy^ættar í Boston, Massac- husetts í Bandaríkjum Norður Ameríku. Þær teygðu sig yfir haf- ið, sugu næringu úr tveimur álf- um, tvennskonar jarðvegi, súrum og 2Q — VIKAN 5. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.