Vikan - 30.01.1964, Qupperneq 36
innar, svo að þýzkuþekking hans
kom næstum ekki að haldi. Fé-
lagar hans heyrðu ekki til hans,
fyrri on hann kallaði næstum há-
stöfum ti1 þeirra, og munaði
þarna litlu, að illa færi.
Annars var mjög erfitt að fela
bannvarning af þessu tagi. Við
vorum margar klukkustundir að
finna heppilegan stað fyrir þýfi
af því tagi, sem getið er hér að
framan. Þjóðverjar voru fljótir
að finna algengustu felustaðina,
sem voru bak við þiljur, undir
góifborðum eða innan í madress-
um og fóðri í fötum. Smáhlutir
voru oft geymdir í vindlinga-
öskjum, sem „seglafesta“ var
sett í, en síðan var þeim sökkt
í salerniskassa eða menn settu
þá innan um matvæli. Möguleik-
arnir voru óteljandi, en naum-
ast er hyggilegt að segja frá
þeim beztu, eins og ástatt er.
Menn, sem hafa ekki um annað
að hugsa langa, þreytandi daga
í fangabúðum framtíðarinnar,
munu uppgötva þá aftur og
skerpa þannig skarpskyggni sína.
— O —
En snúum aftur til félaga okk-
ar tó'f, sem biðu í ofvæni eftir
tækifærinu til að komast út. Á
tilsettum tíma var tilkynnt, að
allt væri í lagi hinumegin við
vegginn, og var þá gatið opnað
strax og flóttamennirnir skriðu
gegnum það, hver af öðrum.
Ákveðinn tími var milli manna,
og sérstakir menn höfðu gætur
með húsaknynum Þjóðverja.
Brátt fóru fregnir að berast:
„Engin undankomuleið!" Við
héldum samt áfram að senda
menn gegnum opið í 40 mínútur,
en þá voru fjórir eftir og ég
sagði við þá:
„Ég heM, að það sé hættulegt
að halda áfram án dálítils hlés.
Hvað finnst ykkur?“
„Það er grunsamlegt, að við
skulum ekki hafa fengið neinar
fréttir hinum megin frá“, sagði
einn þeirra, sem beið þarna hjá
mér.
,,Ég held, að við eyðileggjum
ekki neitt með því að fara okk-
ur rólega og bíða árangursins.
Ef við höldum áfram að senda
menn gegnum opið, endar það
með því að þeir detta inn um
gluggann hjá fangabúðastjórn-
inni.“
„Eigum við að vera hér um
kyrrt eða útvega okkur hress-
ingu?“ spurði einhver.
„Það er betra, að þið séuð hér
um kyrrt“, svaraði ég. „Ef til
vill eigið þið að fara eftir and-
artak, en ég bý mig undir að
geyma búnað ykkar. Svipizt um
eftir fylgsni, ef svo sky!di fara,
að Þjóðverjar yrðu varir við
fylgsni okkar og reyndu að koma
okkur í opna skjöldu".
Eftir stundarfjórðungs bið
fengum við aðvörun um, að
margir Þjóðverjar væru á ferli
í kastalagarðinum og væri för-
inni heitið til stigans, sem lægi
upp til okkar!
Þar með var þeirri flóttatil-
raun lokið. Þjóðverjar höfðu
egnt gildru fyrir okkur og við
höfðum gengið beint í hana, —•
eða að minnsta kosti átta okkar.
Þeir hljóta að hafa tekið eftir
opinu, meðan við unnum við
það og fylgzt síðan með öllu á
laun. Hver maður, sem kom
gegnum opið, var samstundis
leiddur til sérstaks herbergis.
Þannig lauk óskemmtilegum
kafla fangavistar okkar í Colditz.
Þjóðverjar léku sér að okkur.
Við vorum bara hlægilegir í
þeirra augum.
HOLLENZKT POSTULÍN
Frægðarorð það, sem fór af
Englendingum í sambandi við
flóttatilraunir, hafði orðið fyrir
mik'um hnekki, og það litla
sjálfsálit, sem við höfðum enn,
varð aftur fyrir áfalli, að þessu
sinni af völdum Hollendinga. Við
höfðum náið samstarf við þá frá
upphafi, enda þótt að leiddi ekki
til þess, að við segðum hver öðr-
um, hvaða fyrirætlanir við hefð-
um á prjónunum.
Æðsti hohenzki foringinn var
van den Heuvel, og Hollending-
ar höfðu ekki verið lengi í Cold-
itz, þegar hann skýrði mér frá
því, að flóttatilraun stæði fyrir
dyrum. „Vandy“, eins og hann
var alltaf kallaður, var meða1-
maður á hæð, bringubreiður,
kringluleitur og rauður í andliti
og nær alltaf brosandi. Hann var
munnstór, þegar hann var alvar-
legur, en þó margfalt munnstærri,
þegar hann brosti. f eðh sínu
var hann stærilátur, en óskap-
lega skapmikill, þótt þess gætti
sjaldan. Hann talaði ágæta
ensku, þótt hollenzkuhreimurinn
væri greinilegur.
„Hvernig gengur, Vandy?“ var
ég vanur að segja við hann, þeg-
ar ég hitti hann. Þá svaraði hann
alltaf: „Þakka fyrir, sæmilega
ve1", og hann lagði alltaf áherzlu
á „sæmilega".
,,Pat“, sagði hann einn daginn
við mig. „Við ætlum að fara að
prófa fyrsta flóttann héðan. Ég
get aðeins sagt, að hann verður
í átt frá garðinum og að hann
á að fara fram á sunnudag.“
Sunnudagurinn leið friðsam-
lega, en um kvöldið hélt ég til
fundar við, Vandy.
„Jæja, Vandy allt hefir ver-
ið kyrrt í dag. Hvað ertu með
í bakhöndinni", sagði ég.
„Ó, Pat“, sagði hann og það
blikaði í augum hans. „Ég hefi
tvo í bakhendinni fyrir næsta
sunnudag, en annars fóru tveir
í dag“.
Hann brosti út að eyrum eins
og venjulega, og ég gat ekki var-
izt hlátri. Og það kom hka í
ljós morguninn eftir, að tvo Hol-
lendinga vantaði. Nokkru síðar
— en þó ekki næsta sunnudag,
eins og um var rætt — hurfu
tveir að auki.
Þjóðverjar höfðu svo sem næg-
ar áhyggjur af þeim tveim
fyrstu. Þeir urðu óðir, þegar tal-
an tvöfaldaðist. Og þegar talan
varð sex, urðu þeir gersamlega
viti sínu fjær. Þeir gerðu leit
um allar fangabúðirnar, og
kembdu jafnvel leikvanginn eins
og í lúsaleit. Ég tók eftir, að
þeir komu járnstöngum fyrir
ofan á litlum tréhlemmi á knatt-
spyrnuvellinum, en hann hafði
áður verið festur með stórum
bolta og ró. .
Loks tókst mér að veiða upp
úr Vandy, hvernig honum hafði
tekizt að undirbúa þennan flótta,
sem virtist leikur einn fyrir
hann og Hollendingana sex.
Bragð hans var svo einfalt, að
það fór hrollur um mig, er ég
hug^eiddi, að við hinir — 250
Pólverjar, Frakkar og Englend-
ingar — skyldum ekki hafa áttað
okkur á því fyrr. Hollendingarn-
ir sex höfðu einfaldlega strokið
gegnum hlemmopið á knatt-
spyrnuvellinum.
„Ágætt“, sagði ég við Vandy.
„Við erum allir búnir að stara
okkur blinda á 'okið, án þess að
átta okkur á möguleikanum".
Framhald í næsta blaði.
FORFEÐUR
FORSETANS
FRAMHALD AF BLS. 21.
skyggnast um og héldu síðan
heimleiðis aftur, þegar framtíð-
arvonirnar voru orðnar að engu.
Patrick Kennedy var staðráðinn
í að fara ekki aftur heim á
Grænu Eyjuna, írland. Hann
gerði sér að góðu það, sem til
var, flet í kjallaraíbúð, innan
um fimmtán til tuttugu aðra inn-
flytjendur, fimmtán stunda
vinnudag, alla sjö daga vikunn-
ar, há laun í krónutölu, en dýrt
fæði.
Hverfið sem hann hafnaði í,
írska hverfið í Boston, var
óþrifalegast og fátæklegast allra
hverfa í borginni. Það var gróðr-
arstía hverskyns alvarlegra sjúk-
dóma, berklaveiki, kóleru og
bólusóttar.
Kynþáttamisrétti var mikið í
Boston á þessu tímabili, og jafn-
míkið um deilur milli einstakra
þjóðarbrota. írar voru aumastir
allra í augum gróinna Banda-
ríkjamanna, þeirra, er nefndir
eru Yankees á Nýja Englandi, og
framan af þessu þjóðflutninga-
tímabili réðu lögum og lofum í
Boston. Jafnvel negrum hafði
tekizt að fikra sig dálítið upp
mannvirðingastigann. írum var
ekki treyst til að taka á sig
ábyrgð eða stjórna. Endirinn
varð sá, að írskir innflytjendur
höfnuðu í þeim starfsgreinum,
sem taldar voru ómerkilegastar
og tilkomuminnstar og gáfu þeim
sízt tækifæri til að beita hæfi-
leikum sínum. En jafnhliða bar-
áttu fyrir viðurkenningu á stöðu
sinni urðu írar að heyja látlausa
baráttu við aðra hópa innflytj-
enda, sem sökuðu þá um undir-
boð á vinnumarkaðinum. Raun-
ar voru allir gegn öllum í þess-
um átökum, því aðstreymi var
mikið frá flestum löndum
Evrópu, atvinna takmörkuð og
húsnæðisskortur. Englendingar
og írar tortryggðu Þjóðverja,
sem að sögn þeirra „voru einum
A uðvitað er það ekta hlébarðaskinn.
36
VIKAN 5. tbl.