Vikan


Vikan - 30.01.1964, Side 51

Vikan - 30.01.1964, Side 51
og mömmu þætti vænt um það, — ég veit það. — Ég skil það, sagði Simon. Hann var eins og lamaður, við tilhugsunina um að þurfa að hafa samband við Clare eftir það, sem gerzt hafði milli þeirra. En hvernig gat hann fundið sér átyllu til að losna við það? Hon- um var ómögulegt að segja Faith sannleikann um Clare og fyrirgera traustinu, sem Faith bar til hennar. Auk þess mundi sannleikurinn um Clare varpa ljósi á sannleikann um hann sjálfan, sem hún mátti ekki fvrir nokkurn mun fá að vita. — Gerðu þetta fyrir mig, góði Simon! sagði Faith biðjandi. — Hefur þú frétt nokkuð af henni? Vinnur hún í sama sjúkrahúsinu og áður? — Já, hún gerir það. Ég hef fengið mörg bréf frá henni. f einu þeirra skrifar hún, að hún verði þarna kannske ekki lengur en þangað til í september. Og þess vegna datt mér í hug. .. Hvenær heldurðu að ég verði skorin? — Strax og Margeton hefur kringumstæður til þess, svaraði Simon. — Margeton? hváði Faith undrandi. — En . . . Simon, ég hef alltaf haldið að þú ætlaðir sjálfur að ... Hann sagði alúðlega: ■— Mér er málið of skylt til þess. Og hvað sem öðru líður er hann betri en ég og hefur meiri reynslu. — Hann er alls ekki meiri læknir en þú. En ég skil samt... -— Ef skurðurinn misheppn- ast, þá ... Neðri vör Faith titraði. — En ef honum tekst ekki aðgerðin ... Það væri léttbærara ef þínar hendur hefðu verið þar að verki ... Og í fyrra skiptið varst þú áfjáður í að skera mig sjálfur. Hvers vegna ekki núna? — Ég var ekki trúlofaður þér þá. — Það er þá þetta gamla: að læknir megi aldrei stunda kon- una sína — það er það, sem þú setur fyrir þig? — Já, ef til vill, svaraði hann og fór undan í flæmingi. — Þú verður að trúa mér þegar ég segi þér, að Margeton er sá færasti, sem völ er á. — Ég trúi því, úr því að þú segir það, svaraði hún lágt. — Heyrðu, Simon, við skulum gera kaup, hélt hún áfram og brosti hlýlega: •—- Þú færð Clare til að koma og þá felst ég á að Margeton skeri mig. Simon var alvarlegur á svip- inn, en röddin var heit þegar hann svaraði: — Ágætt, þetta er þá ákveðið. — Hvenær ætlarðu að fara og tala við hana? Þú minntist eitt- hvað á, að þú þyrftir að fara til London í næstu viku. Gætirðu ekki komið við í sjúkrahúsinu í leiðinni —■ og borið þetta und- ir hana? — Jú, það gæti ég vitanlega, sagði hann með semingi, en sár- kveið fyrir þeirri eldraun. — En þú verður að muna, að það er ekki alltaf hægt að ná tali af hjúkrunarkonum — þær geta ekki hlaupið frá starfi sínu hvenær sem er. -— Það skil ég vel, Simon, svaraði Faith um hæl. En ég veit, að um þessar mundir starfar hún aðeins sem staðgengill. Og lík- lega hættir hún bráðum, hvort sem er, úr því að hún ætlar að fara að giftast — og á eftir starf- ar hún á hæli Ralphs. Hvernig skyldi því miða áfram? — Ég veit það ekki með vissu, Faith, svaraði Simon. Hún var strax á verði. ■—- Áttu við ... áttu við að þú sért ekki viss um hvernig fram- kvæmdir verði... eða treystir þú ekki Raiph meir en svo? — Það er ekkert við áætlan- irnar að athuga, svaraði Simon hreinskilnislega. — Mér hafa alltaf fundizt þær framkvæman- legar og skynsamlegar, en mér finnst óneitanlega, að hann hefði getað látið þessu miða betur áfram. Ég hef bara haft svo mikið að gera, að ég hef ekki getað haft tal af honum. — Þér fellur vel við Ralph, er það ekki? spurði hún allt í einu. Hann reyndi að svara hlut- laust, án þess að láta afbrýðina ráða orðum sínum. — Já, mér fellur vel við hann. Mér fannst hann frá fyrstu stundu vera geðslegur maður og áhugamikill um áform sin. Ann- ars hefði ég ekki lagt peninga í fyrirtæki hans. En sannast að segja langar mig undir niðri til að kaupa hann út úr fyrirtækinu og reka hælið sjálfur, og stækka það og reka sjúkrastofu jafn- framt því. Ég hugsa, að hann sé fús til að selja, ef hann getur grætt eitthvað á því. Og ég gekk ekki inn í fyrirtækið til þess að láta það afskiptalaust — það hefði ekki verið hagfellt. — Veit hann nokkuð hvernig þú lítur á þetta, hvað framtíð- ina snertir? Simon kveikti sér í vindlingi. —■ Já, hann gerir það, og hann selur vafalaust þegar honum finnst það hentugast. Hann er einn af þessum mönnum, sem hafa gaman af að braska í að koma ýmsu á laggirnar, en verða leiðir á því þegar frá líður og vilja þá byrja á einhverju nýju. Þegar bróðir minn hefur lokið námi, ætlast ég til, að hann taki við starfi mínu hérna í Falmouth, og þá gæti ég helgað mig allan hælinu. Framhalíd í næsta blaði. EINANGRíÐy/ GEGN OG KULDA Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum árum í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður sjáifa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun notalegri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað). STEINULL H.F, Lœkjargötu — Iiafnarfirði — Sími 50975. 1 VIKAN 5. tbl. —

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.