Vikan


Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 3

Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 3
Útgefandi Hilmir h.f. Ritstjóri: Gisli Signrðsson (ábm.). Auglýsingast jóri: Gunnar Steindórsson. Blaðamenn: Guffmundur Karlsson og Si?ur®ur Hreiffar. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33. Símar: 35320.. 35321, 35322, 35323. Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Laugavegi 133, simi 36720. Dreifingarstjóri Óskar Karlsson. Verð í lausasölu kr. 25. Áskriftarverð er 300 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram. Prentun Hilmir h.f. Mynda- mót: Rafgraf h.f. VIKM í NÆSTA BLAÐI VOFUR f VEITIN GASAL. Eftir að hafa hlustað á frásögn Halldórs Gröndal af reim- leikum í Nausti, sem hirtist í þessu blaði, ákváðu biaðamaður og ljósmyndari VIKUNN- AR að dvelja i Naustinu nætursakir og at- huga hvers þeir yrðu varir. Árangurinn birt- ist í næsta blaði. KAUNIN Á ANDLITI BORGARINNAR. Vik- an sker upp herör til þess að vansæmdar- hreysin hingað og þangað um borgina verði rifin niður. SKOTIÐ SEM GEIGAÐI. Endurminning frá fsrael eftir sr. Sigurð Einarsson í Holti. Sig- urður segir frá Araba, sem hann kynntist í fsrael. VITNI AÐ HNEYKSLI. AÍ-Nanannablóð er ekki lengur nógu blátt < ' b vegna fór scm fór. Smásaga eftir A toravia. BLÖÐIN HEIMTA DAUÐADÓM. Annar hluti Dreyfusarmálsins, sem byrjar í þessu blaði. Mcð lygum, falsvitnum og svikum er Drcyfus sakfelldur. MAÐURINN OG APINN. Symbolisk og skemmtileg saga eftir Soya. FEGURÐARSAMKEPPNIN, úrslit 1964: Nr. tvö í úrslitum hcitir Þorhjörg Bernhard og er úr Reykjavík. I ÞfSSARI VIKII: Öryggi í loftinu 8« * -.•.’ritJliv.-.a Það er auðvitað hreinasta ráðgáta fyrir allt venju- legt fólk, hvernig öryggis er gætt í loftinu, hvernig flugturnarnir greiða úr hinni sívaxandi umferð í loft- inu, sem þar ?.ð auki gengur sífellt hraðar. Við segjum frá ýmsu um þetta, bæði inn- lendu og útlendu, t.d. því hvað gerist, þegar flugvél kemur að flugvelli í þoku. Hreinar línur Enginn veit hvað gerist í Þórsmörkinni og bílstjórinn vissi það auðvitað ekki fyrirfram, en hann varaði sig á kvenmanninum frá upphafi. Sumum finnst nú ef til vill að hann hafi verið óþarflega styggui við hana. Smásaga eftir SH. mcð teikningu eftir Baltasar. Blaðað í húsateikningum Það er vor í loftinu og margir í byggingahugleið- ingum. Enn er þátturinn Hús og húshúnaður á ferð- inni og þetta sinn hefur hann komizt yfir bók með af- bragðs góðum og hentugum einbýlishúsateikningum. Það eru danskir arkitektar, sem eru höfundar að þessum húsum og þeir hafa haft þrjú veigamikil atriði í huga: Að húsin séu ekki stærri en góðu hófi gegni, að þau séu falleg ásýndum og að skipulagið sé hagkvæmt. Dreyfusarmálið Þetta stórfræga mál átti sér stað á síðasta tugi fyrri aldar, en samt er það enn lifandi í manna minnum. Dreyfus var að ósekju fundinn sekur um föðurlandssvik og njósnir, sviptur allri sæmd og dæmdur til útlegðar á Djöflaeyju. Hávaðinn út af málinu hafði nærri orsakað borgarastyrjöld i Frakklandi, en að lokum fékk Dreyfus fulla upp- reisn æru. keaajr.: CnDCÍÍIAM í þetta sinn geruni við það nýmæli að birta eina | U Rl 0 I U H 11 mynd af hverjum þátttakanda í fegurðarsamkeppn- inni á forsíðunni. Þá geta þeir sem þess óska og tíma að farga blaðinu, klippt myndina út og haldið þeim saman. Unga stúlkan á forsíðunni er sú fyrsta í röðinni af þeim sex, sem í úrsliit komust. Hún heitir Rósa Einarsdóttír og þið sjáið meira um hana á bls. 26 og 27. Síðasti hluti framhald! TURNINN. VIKAN 14. thl. 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.