Vikan


Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 51

Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 51
f FULLRI ALVÖRU Frarahald af bls. 2. oftar að útvarpa frá Alþingi en gert er. En hvaða hugmynd hafa landsmenn fengið af störfum Al- þingis úr þessum umræðum? Vægast sagt mjög slæma. Hug- sjónir skipta ekki máli, en þing- menn tala í æsingartón hver um annan, karpa og naga eða hæð- ast hver að öðrum. Margir hafa sagt: Þetta er eins og krakkar. Sá tónn sem þingmenn hafa tam- ið sér í þessum umræðum um málefni þjóðarinnar er ekki til þess fallinn að auka á virðingu Alþingis. Það er auk þessa á allra vit- orði, að flokkavaldið verður æ sterkara. Mjög fámennir kjarn- ar hvers stjórnmálaflokks ráða afstöðu þingmanna innan veggja þingsins. Þess verður sjaldnar vart með hverju árinu að þing- menn dirfist að standa uppi með persónulega skoðun, sem brýtur í bága við yfirlýsta ,,línu“ flokks- ins. Framan af núverandi kjör- tímabili var stundum talað um ákveðinn þingmann, úr kjördæmi norðanlands, sem hafði sínar skoaðnir á hlutunum, hvað sem flokkur hans predikaði og var þingmaðurinn ósmeikur við að standa upp og gera grein fyrir skoðunum sínum. En nú heyr- ist æ sjaldnar í honum; sjálfsagt er þessi síðasti Móhíkani kom- inn undir klafann eins og hinir. Af þessum ástæðum er Alþingi ekki keppikefli skapríkra hug- sjónamanna. Það er þó ekki þar með sagt, að ekki sé margt ágætra manna á þingi. En þeir hafa sætt sig við löggjafarsam- komuna eins og hún er; sætt sig við að hún hafi þá virðingu, sem hver maður getur séð að hún hefur. GS. EINANGRIÐJg GEGN HITA OG KULDA Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum árum í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun notalegri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað). STEINULL H.F. Lækjargötu —■ Iíafnarfirði — Simi 50975. 1 VIKAN 14. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.