Vikan


Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 5

Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 5
Hvað á félagið að gera...? Kæri Póstur! Nú er ég í dálitlum vafa, og langar mig til þess að biðja þig um að hjálpa mér. Við erum búin að stofna félag og eru í því sex stelpur og tveir drengir, sem eru varameðlimir. Við erum öll tíu ára gömul. Okkur langar svo til þess að gera eitthvað til gagns og skemmtunar en vitum samt ekki enn hvað við eigum að gera. Og ætla ég nú að biðja þig um að gefa okkur eitthvað gott ráð. Ég ætla að biðja þig um að birta þetta póstur minn, og gerðu það sem fyrst af því okkur liggur á. Með kærri kveðju og þökk fyr- ir gott lestrarefni. Foringi félagsins. --------Þakka þér fyrir bréfið, ungf'rú félagsforingi, það var gaman að fá svona bréf, —- en það er ekki eins gaman að svara því. Sannleikurinn er sá, að það er svo geysimargt, sem þið gætuð gert, að því er ekki hægt að lýsa hér í póstinum. En ég skal samt gefa þér gott ráð. Hafðu samband við hann Jón Pálsson — eða biddu pabba eða mömmu að gera það — og skýrðu málið fyrir honum. Ef ég þekki Jón rétt, þá hefur hann ánægju af að hjálpa ykkur og gerir það fljótlega. Slíkt kann líklcga eng- inn betur hér á landi en hann. Jón Pálsson á heima að Kambs- veg 17 og hefur síma 33051. Mjölpokavandræði... Kæri Póstur! Um daginn ók ég inn Skúla- götu á eftir mjölbíl, og þegar ég var á móts við J. Þorláksson & Norðmann datt einn pokinn af mjölbílnum. Ég nam þegar stað- ar og flautaði, en mjölbíllinn hélt leiðar sinnar. Ég tók mjölpok- ann og setti hann í skottið hjá mér, en þegar ég var búinn að því, var mjölbíllinn horfinn. Ég sló í inn Skúlagötu, en sá ekki tangur né tetur af honum meir. Og nú er það spurningin? Hvað á ég að gera við mjölið? Ég held þetta sé einhvers konar hæsna- fóður. Með fyrirfram þökk. X-9. -----— Ef þú átt ekki sjálfur hænsnabú, myndi ég ráðleggja þér að finna eitt slíkt, hafa upp á eigandanum, opna skottið og gefa honum pokann. Nú þarf að skrifa þeim... Kæri Póstur! Við erum hér tvær, sem lang- ar til að spyrja þig hvort þú getir ekki gefið okkur upp heimilisfang „The Beatles". Með fyrirfram þökk. Tvær „Beatles“-óðar. ■—------Næstum annað hvert bréf, sem við fáum um þessar mundir, er í sambandi við brezku brjálæðingana ,,The Beat!es“. Það einasta sem við vitum hérna um heimilsfang Bítlanna er það, að þeir munu upprunnir frá Liverpool í Skotlandi, og ekki yrði ég hissa þótt nóg væri að skrifa á umslagið: The Beat- les — Liverpool. Endirinn með... Kæri Póstur! Ég þakka þér fyrir margt gott á umliðnum árum og reyndar enn. Vikan er manni alltaf til ánægju, þótt misjafnlega séu blöðin góð. Þið eruð alltaf að koma með eitthvað nýtt, manni til ánægju, nú síðast þessar myndafrásagnir af kvikmyndum. Það er ansi gaman að geta í dreif- býlinu fylgzt svolítið með því, sem þið þarna fyrir sunnan fáið að sjá. En þið verðið bara líka að segja manni, hvernig mynd- irnar enda, annað er ómark. Svo langar mig að biðja ykkur að koma með meira af stuttum og skemmtilegum smásögum, mér finnst orðið of lítið af þeim. Svo óska ég blaðinu alls góðs í fram- tíðinni. Húsfreyja í Árnessýslu. --------Þökkum lofið og ábend- ingarnar. Varðandi kvikmynda- sögu-endana er það að segja, að oft er myndin þannig, að það eyðileggur ánægju áhorfandans að vita endinn fyrirfram, og þess vegna höfðum við þennan hátt á. Við skulum við tækifæri reyna að gera þér tii hæfis með smá- sögurnar, en gleymdu því ekki, að það er oft erfitt að velja og hafna, svo öllum líki — það á líka við um okkur. Ávaxtið spariíé yðar í ISnaðarbankanum. Á þann hátt stuðlið þér að eflingu iðnaðarins í landinu og þar með að atvinnu- öryggi yðár. Athygli skal vakin á því, að sparisjóðs- og hlaupareiknings- deildir bankans eru opnar til afgreiðslu kl. 17-19 á föstu- dögum auk venjulegs afgreiðslutíma. T IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS HF. LÆKJARGÖTU 10-SÍMI 2 0 5 8 0

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.