Vikan


Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 23

Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 23
I Það var fjölmennt í Þióðleikhúskjallaranum, þegar Rolf Johansen - persónugervingur Bridgestone hjól- harðanna japönsku — hélt síðdegisdrykkju, eins og kokktelpartý heita á fínu móli, fyrir ýmsa hjólbarða- notendur og aðdóendur. Hér sjóum við Rolf í alvarlega þenkjandi samræðum við forstjóra Mjólkursam- sölunnar, Stefón Björnsson. Fyrir aftan hann stendur Finnbjörn Þorvaldsson og hugsar um Canadair skrúfu- þotur. Guðmundur Vilhjólmsson stendur hjó og hugsar sitt. 'O •O Þeir ræða ákaft saman um yfirburði Bridgestone yfir aðra hjólbarða: Guð- mundur Ingvi Sigurðsson, hrl., Guðmund- ur Ásmundsson, hrl. og Jóhann Friðriks- son, forstjóri. O Sér til fulltingis við framkvæmd þessarar síðdegisdrykkju, hafði Rolf japanskan Bridgestonemann, Wat- anabi að nafni. Watanabi er hér að halda stuttan fyrirlestur um Jap- an fyrir Gylfa Þ. Gíslason, sem hlustar með athygli. <l Hinum megin í salnum voru sam- ræðurnar með léttari blæ. Myndin sýnir prófíl Valgarðs Briem, for- stjóra Innkaupastofnunar Reykja- víkurborgar, og pamfiiinn Örlyg Sigurðsson, listmálara m. m. Hér syngur hver með sinu nefi, en sumir brosa. Frá vinstri: Agnar Bogason, ritstjóri, Haraldur Gíslason, verzlunarfulltrúi, Unnsteinn Beck, tollgæzlustjóri, Ólafur Sigurðsson, verzlunarmaður, Kristján Jóhann Kristjánsson, forstjóri og Helgi Hjálmsson, verzlunarmaður. Watanabi hefur nú lokið að kynna Japan fyrir ráðherranum, og tekið upp léttara hjal við Baldvin Einarsson, ræðismann Japana, og Pétur Pétursson, forstjóra Innkaupastofnunar ríkisins. — Gestir voru sammála um, að Bridgestone væru allra beztu hjólbarðar, og síðdegisdrykkjan í alla staði vel heppnuð. VIKAN 14. tW. — 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.