Vikan


Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 45

Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 45
WjpjPM Éiiniimím ~~ - BIFREIÐA- & VARAHLUTAVERZLUN BMW 700 LS Luxus Er dásamlegur smábíll, 4-5 manna, sem fer sérstaklega vel á vegi, jafnt á slæmum vegum og í halla. Stýring létt og örugg. Mótorinn er aftur í og gengur jafnt og örugg- lega. Gírskifting 4 gírar alsamhæfðir. Einn ódýrasti og bezti bíll sinnar stærðar. BMW 1500 - Nýr bíll með öll- um beztu eiginleikum og þæg- indum Luxus-bíla. Mc Pherson’s fjöðrum, óháð fjöðrun á öll- um hjólum. Diskahemlar að framan. Tele- skope-demparar. 4 gírar alsamhæfðir. Há- markshraði á 3. gír 115 km og 4. gír 150 km. Alltaf öruggur í öllum veðrum og á öllum tímum. KRISTINN GUÐNASON H/F KLAPPARSTÍG 25-27 - SÍMAR 21965, 22675 EINKAUMBOÐ FYRIR: BAYERISCHE MOTOR WERKE AG - MVNCHEN Örugg varahluta- þjónusta aS hafa bílpróf. — Ég læt dótið hennar inn hjá þér. — Vadd í rassgat. Hann lét dótið inn í Reóinn og settist svo inn í Fordinn. Það var að verða rökkvað, og birtan var rauð. Hann startaði og naut þess að heyra gangþýðan mótorinn taka við sér. Hann tók af stað í öðrum á háadrifinu og ók hægt niður brautina. Hliðið var lokað. Hann nam stað- ar og ætlaði að fara út að opna. — Ég skal opna, sagði stúlkan, og það var söngur í röddinni. Honum brá svo að hann drap á bílnum með kúpplingunni. Hún hló um leið og hún snaraðist út. Hann horfði á hana, grannvaxna og limafagra, meðan hún opnaði hliðið. I leiðslu setti hann aftur í gang og ók í gegn. Svo beið hann, meðan hún lokaði og kom aftur inn. Hún var hætt að hlæia og sett- ist í framsætið við hliðina á hon- um. — Það er fallegt uppi á Vala- hnjúk, sagði hún. Þögn. — Ég sá þig ekki þar. — Nei. — Af hverju fórstu með pokann minn? — Ég ætla að sofa frammi á Aurum. — Get ég ekki líka sofið þar? — Þær buðu þér að vera í tjald- inu hjá sér. — Ég get ekki sofið þar. — Af hverju ekki? — Þá er eins og þú viljir mig ekki. — Eins og? — Þau vita, að ég svaf ( bílnum hjá þér í nótt. — Og hvað? — Og ég sagði þeim, að ég hefði verið með þér í dag. — Hvar? — Upp í Hamraskógi. — Af hverju? — Þú varst þar. — Hvernig veiztu það? — Ég fann þig þar. — Fannstu mig? — Þú varst sofandi. — Af hverju vaktirðu mig þá ekki? — Þá hefði ég orðið að vera kyrr þar. - Nú. — Og ég er hrædd við kóngu- lær. Hann setti aftur í gír og ók hægt í hring frammi á eyrinni. Svo lagði hann aftur af stað upp í Húsadal. — Hvert ætlarðu? — Upp í Húsadal. — Til hvers? — Svo þú getir fengið pokann þinn. — Heldurðu, að mér þurfi að verða kalt? — Það hugsa ég. — Og þú gætir ekki hugsað þér að hlýja mér? — Nei. — En ég gæti kannski hlýjað okkur. — Mér er ekki kalt. Hún opnaði hliðið aftur og þau óku þegjandi aftur upp á melinn. Hann fór og sótti dótið hennar yfir í Reóinn. Toggi var hvergi sjáan- legur. Hann bakkaði Fordinum alveg upp í mynnið á gilinu norð- an við Húsadalinn. An þess að segja nokkuð fór hann í aftasta sætið og lagðist ofan á pokann. Stúlkan kom á eftir og settist fyrir framan hann. — Ertu hræddur við mig? — Já. — Hvað heldur þú að ég geri? — Ég veit það ekki. — Og þorirðu ekki? — Nei. Hún beygði sig niður að hon- um og kyssti hann. Varir hennar voru þéttar og góðar og það var gott bragð af henni. Hann leyfði henni að kyssa sig. Kossar hennar hrísluðust um hann og hann fann hann myndi þora. Hann tók utan um hana með annarri hendi en með hinni um annað brjóst hennar. Hún hafði gott bak að halda um en hann fann ekki brjóstið fyrir brjóstahaldaranum. Eri hann vissi að það var gott. Hún hnikaði sér til að neðan án þess að hætta að kyssa hann og lagðist til hálfs ofan á hann. Hann fann í henni beinin og fyll- ingu líkamans, þar sem ekki voru bein. Hann færði höndina, sem hélt utan um stúlkuna og tók lófafylli sína af rasskinn og kreisti fast. Hún kveinkaði sér ekki en þrýsti lífbeininu fast að honum. Allt í einu stóð hann upp með rykk. Stúlkan féll ofan af honum VIKAN 14. t!)l. 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.