Vikan


Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 37

Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 37
innan vébanda herráðsins, skyldi aldrei koma til hugar að fella grun á vin sinn, svikarann og landráða- manninn, Esterhazy greifa. GLÆPAMAÐURINN „D". Hreingerningakonan „heimska", madamo Bastian, reyndist enn sem fyrr drjúg við það, að afla þeim i gagnnjósnadeildinni heimilda úr pappírskörfunum hjá Schwarzkopp- en ofursta, og nú kom það á dag- inn, samkvæmt þeim, að þeir höfðu samstarf með sér um njósnirnar, hann og Panizzardi, hermálaráðu- nautur við ítölsku sendisveitina í París. Hernaðarlegir landamæra- uppdrættir, sem horfið höfðu úr vörzlum herráðsins, höfnuðu hjá þessum starfsbræðrum, og Mercier hermálaráðherra var gert viðvart. Hann þorði þó ekki að hafazt neitt opinberlega að í málinu, þar eð hann óttaðist mjög að stjórnmála- andstæðingar sínir myndu þá grípa tækifærið til árása, en stjórn hans átti þá í vök að verjast í franska þinginu. Yrði það uppvíst, að mikil- væg skjöl hefðu horfið úr skrif- stofum herráðsins, gat það hæglega orðið til þess að steypa stjórninni. Mercier fór því þá leiðina, að biðja Sandherr ofursta að herða leitina að svikaranum í skrifstofum her- ráðsins um allan helming; tækist að koma upp um hann, mundi stjórninni það svo mikill sigur, að henni yrði ekki borið á brýn að- gæzluleysi f þvf sambandi. Henry majór gerði nú allt, sem f hans valdi stóð, og dag nokkurn komst gagnnjósnadeildin yfir bréf, sem Schwarzkoppen hafði skrifað Panizzardi. Fyrsta setningin var svohljóðandi: „Meðfylgjandi tólf hernaðarlegir uppdrættir yfir Nizza- svæðið, sem fanturinn D fól mér að koma til yðar". Henry þóttist þess fullviss, að þessi bókstafur, „D", sem þarna var settur á eftir orðinu „fanturinn", stæði ekki f neinu beinu sambandi við hið raun- verulega nafn svikarans. En þó var þetta eina vísbendingin, sem um var að ræða. Svikarans var leit- að í annarri skrifstofu eins og nál- ar í heystakki, en árangurslaust. Ekki hafðist upp á svikaranum, sem gekk erinda Þjóðverja í skrifstofum herráðsins. Og þann 26. september gerðist svo það, að Bruecker fann „border- eauið" í þýzka sendiráðinu. Svo vildi til, að Henri majór var fjar- verandi í leyfi, þegar þetta gerð- ist, og skjalið kom því milliliða- laust í hendur yfirmanni hans, Sandherr ofursta. Hann og nánustu samstarfsmenn hans urðu ásáttir um, að ekki mætti komast upp að skjalinu hefði verið stolið, og til þess að koma í veg fyrir það, rifu þeir það í snepla, en límdu snepl- ana sfðan saman, svo að allt benti til, að það hefði fundizt í pappfrs- körfunum. Að það hefði forizt eftir venjulegum leiðum, eins og látið var heita um plögg þau, sem mad- ama Bastian færði þeim í gagn- njósnadeildinni. Skjalið bar það með sér, að sá er það hafði ritað, væri annað- hvort starfandi í skrifstofum her- ráðsins, eða hefði greiðan aðgang að einhverjum starfsmanni þar. Annars var með öllu óhugsandi, að hann hefði komizt yfir önnur eins hernaðarleyndarmál og varðandi nýja gerð af langdrægum fallbyss- um, breytingar á skipulagi stór- skotaliðsins og fyrirhugaðan hern- aðarleiðangur til Madagaskar? Þarna hlaut „fanturinn D" að vera á ferðinni, áleit Sandherr majór. Sandherr sýndi nú þeim ofurst- unum, Fabre og D'Aboville plagg- ið. Þeir voru honum sammála um það, að skammt hlyti að vera síð- an það var ritað. Það sönnuðu loka- orðin: „Ég verð fjarverandi um hríð sökum heræfinga". D'Aboville áleit, að sá er skrifað hafði, hlyti að vera f stórskota- liðinu, en þó vel kunnugur í öðr- um herfylkjum. „Reynsluforingi", hrópaði hann ákafur. Reynsluforingjar voru kallaðir þeir ungu liðsforinyjar, sem tekn- ir höfðu verið til einskonar próf- unar í skrifstofum heiráðsins, feng- in þar ýmis verkefni til að reyna hæfni þeirra, og flutvr úr einni skrifstofu í aðra, oft ,neð stuttu millibili. Ofurstarnir tóku tafarlaust að leita f spjaldskránni yfir „reynslu- foringja" í von um að þi. r kynni að finnast lausn á gátunni; leituðu fyrst í ,,D"-flokknum, sam’væmt vísbendingunni um „fantinn D". Þegar kom að nafninu Dreyfus, arð þeim litið hverjum á annan og \ að leyndi sér ekki, að þeim létti óu, i- ræðilega. Það var augljóst mál, a.^ það hlaut að vera hann — Gyð- ingurinn . . . Framhald í næsta blciði. karlmannaskór ^JÍvannBergsGrœbur VIKAN 14. tbl. — grj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.