Vikan


Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 15

Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 15
•O Þetta hús er í senn moderne og formin deilast fagurlega milli Ijósra flata og dökkra og láréttu línurnar takast skemmtilega á við þær lóSréttu. Inngangurinn kemur á niiðja bakhliS, en þegar inn er komiS verður svefnherbsrgjagangur á vinstri hönd, eldhús á hægri hönd, en gengiS beint inn í stofu. Þetta fyrirkomulag hefur rutt sér mikið til rúms og sést í mismunandi útgáfum í fjölmörgum teikningum. ÞaS eru fjögur herbergi í þessu húsi fyrir utan stofurnar. Þær eru hér sýndar meS vængjahurSum á miili, en þar mætti ef vildi vera alveg opið. Athyglisvert er það, að arinninn er að utanverðu. Því mætti líka breyta, eða þá aS hafa annan, sem vissi inn í stofuna, en viS sama reykháf. Það er lítið búr í þessu húsi, stórt þvotta- hús með kyndingartækjum að auki, en engin er geymslan sjáan- leg. Sjálfsagt á hún að vera í bílskúrnum. Enn ein útgáfa af vinkil- gerðinni. Þetta hús er ein- göngu á einni hæð, eftir Holger Tangaa Hansen. Inni í vinklinum er að miklu leyti gler; þar verða tvö sólrík herbergi, borð- stofa og stofa. Þetta er meðalstórt einbýlishús með þrem svefnherbergj- um og einu að auki með forstofuinngangi. Það gæti verið vinnuherbergi eða gestaherbergi. Úr for- stofunni er hægt að ganga gegnum þvottahús- ið og inn í eldhúsið, en það er líka bakdyrainn- gangur. Svefnherbergja- gangurinn opnast úr borð- stofunni, en eldhúsið á æskilegan hátt nærri miðju hússins. Það er auð- vitað smekksatriði, hvort rennihurð er höfð á milli stofu og borðstofu eins og hér er sýnt. inngangur Fyrir nokkrum árum hefði 147 fermetra einbýlishús þótt stórt, en nú telst það rétt í meðallagi. Hér er eitt af þeirri stærð, teiknað af Johan Christensen og Sön. Þetta hús er skrautblómið meða! þessara húsa, byggt í vinkil og lausnin bæði einföld og snjöll. Samt minnumst við þess ekki að hafa séð grunnplanið skipuiagt á þennan hátt fyrr. Stofan kemur inn í vinkilinn og þar er að sjálf- sögðu ætlast til að sé fagur blómagarður og sem mest gler í útveggjum stof- unnar. Borðstofan er svo stór, að auðvelt væri að taka af enda hennar fyrir vinnuherbergi ef þurfa þætti. Á hinn ytra kant vinkilsins er raðað öðrum megin svefnherbergjum, en hægra megin við forstofuna er eins og sjá má eldhús með borðkrók, rúmgott þvotta- hús, kynding og geymsla, sem að vísu er lítil. Fyrir þá sem hafa ýmugust á alltof miklum útveggjum er þetta hús lausnin. Þarna er sérstakt baðherbergi fyrir hjónaherbergið og annað (sturtubað) fyrir hin herbergin. Það fyrirkomu- lag tíðkast sjaldan hér, en má auðvitað breyta því og hagræða eftir vild. VIKAN 14. tbl. 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.