Vikan


Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 2

Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 2
Prófraun íslenzks iðnaðar. Fyrstu nylonsokkarnir komnir á markaðinn. t;vu sokkar eru m. a. með sóla úr Helanca crepþræöi, sem gerir þá sterkari, mýkri og hlýrri. Þeir eru framleiddir í nýjustu tízkulitum og snið þeirra, sérstaklega lagað eftir fætinum. C/V LXsokkarerunetofnir og fylgir þeim ábyrgðarseðill. Reynið eitt par og þér munuð sannfærast um gæði þeirra. t/ V Ll nylonsokkar eru framleiddir úr ítölskum DELFION nylonþræði í fullkomnustu vélum, sem til eru á heimsmarkaðinum. nylonsokkar fást Erlendir sérfræðingar munu annast eftirlit með framleiðslunni, sem he- fur staðist gæðamat INTERNA- TIONAL COMITÉ D’ELEGANCE DU BAS sem FIRST QUALITY. í flestum verzlunum Akranesi JgJIJ §§l|i| f JÖd r';ýwví NVLON fci*s 'ferv YAKN eva í fullri alvöru: UM VIRÐINGU ALNNGIS Hvenær hefur ungur drengur heyrzt tala um það, að hann ætli að verða alþingismaður, þegar hann verður stór? Líklega aldrei. Ungir drengir ætla að verða flug- menn, smiðir, bílstjórar, lista- menn og yfirleitt allt annað en alþingismenn. Þessi skoðun ungra drengja er í fullu samræmi við það álit, sem Alþingi hefur meðai þjóðarinnar. Þetta er þó , ekkert einsdæmi hér; nýlega sá ég í víðlesnu dönsku blaði skoð- anakönnun um virðingu og álit hinna ýmsu þjóðfélagsstétta. Ríkisdagsmenn voru þar mjög neðarlega. Löggjafarsamkoma ís- lendinga er 1034 ára gömul og hin elzta í heiminum að því að sagt er. Alþingi ætti af þeirri ástæðu einni að vera virðuleg- asta stofnun landsins; ungir drengir ættu að Iíta á það sem háleitt markmið og keppikefli að verða meðlimir í þessari gömlu löggjafarsamkomu. En því miður, það eru einhversstaðar i maðkar í mysunni. Á Alþingi er ráðið framúr mál- efnum þjóðarinnar. Samt koma sárafáir áheyrendur á þingpalla, jafnvel þó rætt sé um stórmál, enda mundi það líklega auka virðingu fólks að mun fyrir Al- þingi, ef enginn fengi að hlusta á umræður. Þá sæist það ekki, þegar einstaka þingmenn flytja frumvörp og tala fyrir nálega tómu húsi, en þeir fáu, sem nenna að sitja í sætum sínum, j grúfa sig niður í dagblöðin. Yfir ' sölum Alþingis er yfirbragð kæruleysis og áhugaleysis. En eins og áður er sagt: Sárafáir , koma á pallana og það er mjög heppilegt. Fyrir kosningar gerist það jafnan, að efnt er til eldhússum- ræðna. Þá komast þingmenn tæplega hjá því að lenda inni í stofum landsmanna með mælsku sína og hugsjónir. Á þessum um- ræðum hefur virðing Alþingis beðið mesta hnekki. Hugmyndin með eldhússumræður er í sjálfu sér mjög góð og það ætti raunar Framhald á bls. 51.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.