Vikan


Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 48

Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 48
athuga hvaðan kötturinn kæmi, og þá hafði hún séð mjóu sylluna undir glugganum. Til hægri, rétt þar hjá, var flatt þakið yfir veröndinni, sem byggð hafði ver- ið við upprunalega húsið. Hún hafði séð, að það var auðvelt fyr- ir köttinn að stökkva þar á milli, en yrði það jafn auðvelt fyrir hana sjálfa? Hún varð að hætta á það. Paul mundi ekki hafa gætur á glugg- anum hennar. Hann gæti ekki vitað að hún væri fim og liðug eftir margra ára þjálfun í dansi. Hann mundi ekki búast við því, að kona gæti komizt út um þenn- an glugga. Og þar sem hann gat ekki haft augun alls staðar, var miklu líklegra, að hann sæti fyrir henni frammi í ganginum eða í forstofunni á fyrstu hæð. Hún opnaði gluggann varlega og gægðist út. Hún heyrði ekk- ert nema sjávarniðinn og þyt vindsins í trjákrónunum. Hún fann hjá sér vasaljós og lýsti með því út á jörðina neðan við gluggann. Það eina sem hún sá, var kötturinn, sem kom gang- andi yfir grasflötina og horfði beint í ljósið. Hún hafði séð nóg. Hún lagði vasaljósið á gluggakistuna, þann- ig að ljósið lýsti niður, og svo kastaði hún skóm og handtösku niður í garðinn. Hún heyrði þeg- ar það datt í mjúkt blómabeðið fyrir neðan gluggann, og henni datt í hug, að þótt hún tapaði öllu sem hún ætti með því að skilja það eftir í herberginu, hefði hún þó bjargað með sér innihaldi handtöskunnar. Það reyndist auðvelt að kom- ast niður á sylluna. Hún stóð kyrr litla stund og þrýsti sér að veggnum. Svo lét hún sig renna fram yfir, og eins og fimleika- maður kom hún léttilega niður á þak verandarinnar. Þar lá hún í hnipri og hlustaði. Stuttu seinna skreið hún út að brún- inni og hoppaði niður í grasið. Inni í herberginu bak við læst- ar dyr hafði hún verið tiltölu- lega róleg. En nú greip hana mikil óþolinmæði og fát, og henni fannst hún ekki finna skóna og töskuna nógu fljótt. Hún stefndi á bílskúrinn, en áður en hún beygði fyrir hús- hornið, fannst henni hún heyra fótatak. Hún hljóp inn á milli trjánna, sem stóðu þétt við inn- keyrsluna. Þar gat hún falið sig. Það var hægt að fela sig bak við tré og losna þannig við þann, sem veitti manni eftirför. Þar sem hún lá þarna í felum, sýnd- ist henni hún sjá skugga hreyf- ast bak við eitt tréð. Hún hlust- aði, en heyrði ekkert fótatak leng- ur. Kannski hafði það verið ímyndun. En skugginn . . . En svona gat þetta ekki geng- ið lengur. Hún gat ekki beðið hér. Það var verra en uppi á herberginu, miklu verra. Hún varð að hætta á að hlaupa, þótt svo gæti farið, að hann næði henni. Þegar hún kom út fyrir trén, fann hún að hún hljóp á mjúkri jörð. Það hlaut að vera graslengj- an, sem lá meðfram innkeyrsl- unni. Það er ekki hægt að heyra fótatak í grasi, hugsaði hún með- an hún hljóp. Haltu þig á grasinu og farðu ekki út í gegnum hliðið. Ekkert var á milli garðsins og götunnar annað en limgirðing. Hún brauzt í gegnum hana og tók ekki einu sinni eftir því, að fótleggir hennar urðu allir rispaðir. Nú var hún komin út á veginn og hljóp eins og fætur toguðu í átt að Wichwood Creek. Hún vissi ekki hvort Paul elti hana eða ekki. Hún einbeitti sér aðeins að því að hlaupa sem hraðast. Æðaslátturinn var svo þungur í höfði hennar, að hann yfirgnæfði allt annað. Marian ætlaði varla að trúa því, þegar hún sá húsaþyrping- una og ljósin í gluggunum. Þetta voru húsin í Wichwood Creek. Hér gat hún hitt andlega heil- brigt og venjulegt fólk, hér mundi hún hitta vini! Hún fann að hún var farin að gráta af gleði meðan hún hljóp upp stíg- inn að húsi Alan Chard — hús- inu, sem lá alveg við smábáta- höfnina. Hann verður að hjálpa mér, hugsaði hún. ÞESSI KERTI SVÍKJA EKKI FÁST VÍÐA Blossi s.f. Laugaveg 176 - Simt 23285. Hún var svo áköf, að henni var ekki nóg að hringja dyra- bjöllunni, heldur varð hún að banka á dyrnar líka og það var með naumindum að hún gat hald- ið sér frá að berja með báðum hnefum af öllu afli. Hún hélt fingrinum stanzlaust á dyrabjöllunni, og þegar hurð- in opnaðist, var hún rétt dottin inn fyrir þröskuldinn. -— Alan! Ég . . . En það var kona, sem stóð í dyrunum. Lítil og veikbyggð fullorðin kona, sem rýndi út í myrkrið. Þetta var ráðskona Alans. — Hvað viljið þér? Hver eruð þér? — Er herra Chard við? Ég verð að fá að tala við hann. Það er mjög áríðandi. Gerið það fyr- ir mig! Konan sagði ólundarlega: —- Þér verðið að tala hærra. Ég heyri illa. Marian stundi. — Herra Chard. Hún var of móð til að geta talað hátt, en konan vissi hvað hún átti við. — Hann er úti. Hann kemur ekki fyrr en seint í kvöld. Hún var þegar hálfbúin að loka hurðinni. Marian starði á hana og henni fannst nú sem öll von væri úti. Það þýddi ekki að fara að skýra þetta fyrir henni. Þar að auki var það ólíklegt að þessi kona mundi trúa henni, þótt hún segði henni upp alla N OTIÐ ÁVALLT POWER COIL TYPE P A 6 VOLT OG 12 VOLT og tryggið jafnan og öruggan gang vélarinnar Blossi s.f. Laugaveg 176 - Sími 23285. hennar Florence frænku kom hoppandi inn um gluggann. Hún hafði farið fram úr til þess að MELROSES TEA — VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.