Vikan


Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 21

Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 21
 \ s hafði átt, en henni fannst hún verða að gera það. Hún opnaði skúffurnar, en þær voru hálf- tómar. Það var ekki annað að sjá en nokkrar bækur og tíma- rit um stjörnufræði, og svo minn- isblöð, sem hann hafði skrifað með stórgerðri rithönd sinni. Engin bréf — ekki einu sinni reikningur. Hún vildi ekki sætta sig við það — gat ekki trúað, að hún hefði lagt í svona mikla áhættu fyrir ekki neitt. Einhver eðlisávísun hafði leitt hana hing- að. Hún dró eina af litlu skúff- unum alveg út og leit inn í ryk- ugt falsið. Þar var eitthvað, sem hafði torveldað það að skúffan rynni eðlilega út. Það var ein- hver smáhlutur, sem var fastur í sprungu í viðnum. Hún teygði sig eftir honum. Það var lítið ávísanahefti. Hún fletti því eft- irvæntingafull og fann mörg nöfn í því, skrifuð af Joe frænda. Mörg voru útgjöldin til heimilis- ins - borgun til kaupmanna og þvílíkt. Allt virtist vera eðii- legt — þar til hún sá stutt og kunnuglegt nafn blasa við sér af síðunni. Ávísunin hafði verið 3000 krónur og þar hafði Joe frændi bara skrifað ,,Paul“ stór- um stöfum. Marian starði á þetta dálitla stund. Svo hélt hún áfram að fletta og brátt fann hún sama nafnið aftur. Paul hafði þá feng- ið 1500 krónur tæpum mánuði eftir fyrir greiðslu. Hún hélt áfram að fletta og lagði saman jafnóðum það sem Paul hafði fengið greitt, en það voru fimm ávísanir að upphæð frá 800 til 3000 krónur. Sú síðasta var skrif- uð daginn áður en Joe frændi dó. Marian stakk heftinu í vasann og gekk hægt niður stigann. Það fór að verða skiljanlegt, hvers vegna Paul hafði drepið Joe frænda. Hún gat hugsað sér, að gamli maðurinn hafi verið ör- látur, en aðeins að vissu marki. Þegar að því kom, hafi hann neitað Paul um meiri peninga. Ekki eyri framar. Ég skipti mér ekki af því í hvaða klandur þú hefur komizt, en frá mér færðu ekki meira. Paul hefur verið orð- inn örvæntingarfullur vegna vax- andi ágengni Wilsons Stroud og hafði þá valið hryllilega, en til- tölulega auðvelda leið, sem sé að fremja morð. Morð vegna pen- inga. Hvernig skyldi honum hafa liðið, þegar erfðaskráin var les- in upp og í ljós kom að annar — og það ókunnug stúlka — var erfinginn. Hún stóð og horfði út á hafið í gegnum opnar dyrnar meðan hún braut heilann um þetta. Það var grafarþögn í turninum ■—■ þögn, sem ekki var rofin af öðru en drununum neðan frá hafinu. Hún vissi ekki hve lengi hún hafði staðið þarna, þegar hún heyrði undarlegt og eins og hálf- kæft óp. Fyrst hélt hún að það kæmi frá mávi fyrir utan, en svo rann það upp fyrir henni, að hljóðið kom innan frá. Ein- hvers staðar úr kringlótta her- berginu, sem hún var stödd í. Hún horfði í kringum sig og reyndi að skyggnast inn í skugg- sæl hornin, en sá ekkert. Hún beið eftir að heyra þetta aftur, og þegar næsta óp kom, heyrði hún greinilega, að það kom í átt frá steinbekknum, sem hún hafði tekið eftir strax og hún kom þar fyrst inn. Hann virtist vera fast- ur við vegginn og skagaði ekki nema nokkur fet fram á góifið. Hún var viss um að hljóðið kæmi þaðan. Hún gekk hægt yfir gólfið. Þegar hún kom að bekknum, heyrði hún það aftur, en nokkru hærra í þetta sinn. Hún beygði sig fram til þess að skyggnast bak við bekkinn. Hún var viss um að þarna væri fugl fastur, en hvernig gat það verið? Fing- ur hennar fylgdu brún bekkjar- ins og fundu sprungu inn við vegginn. Hún stakk höndunum undir bekkinn og lyfti honum upp. Hún varð forviða yfir hve iéttur hann var. Á sömu stundu hrökk hún afturábak og veinaði upp, því, að út um gatið rudd- ist mávur og flögraði síðan út um opnar dyrnar. Marian gægðist gegnum opið. Hún sá járnstiga, sem lá niður í helli skammt fyrir neðan. Hún gat séð steingóifið í hellinum og í einn vegg hans í ljósgeisla frá gati á honum. Mávurinn hlaut að hafa kom- izt inn þessa leið og síðan ekki ratað út aftur. Hún starði niður göngin og hugsaði með sér, að þetta hlyti að vera gamall felustaður smygl- ara. Bekkurinn stóð þarna til þess að leyna opinu. Þrep járn- stigans voru þakin ryði, svo þykku, að það hrundi af þegar hreyft var við því. Henni varð iitið á efsta þrep- ið og sá, að þar var ryðið hrunið ■af á miðju þrepi, eins og ein- hver hefði stigið þar. Lítil þang- tægja lá á rimlunum. Hún tók hana og skoðaði. Þetta var sama fíngerða þangið og hún hafði séð niðri á ströndinni milli stein- anna. Það hafði tollað á skóm einhvers og dottið af i stiganum. Einhver hafði verið hér nýlega. Einhver með þang á skósólun- um. Andardráttur hennar varð hraður og óreglulegur. Hvert lá þetta? Lágu þessi göng aðeins niður að hellinum eða var fram- hald á þeim lengra niður? Hún hikaði, en hún vissi að svarið var á hennar valdi. Forvitnin varð angistinni yfirsterkari þessa stundina. Hún tróð sér inn í opið og fór að klifra hægt niður stig- ann. Ryðið flagnaði af stiganum undan höndum hennar í hvert skipti og hún færði þær á næsta rimil. Brátt stóð hún í stórum helli með mosagrónum veggjum. Dags- birtan þrengdi sér inn um sprungu ofarlega á einum veggn- um. Hellirinn var tómur, en á öðrum enda hans var op á hæð við venjulegar dyr. Marian gekk að því og gægðist út um það. Brattur stígur lá meðfram sprungu í berginu. Á nokkrum stöðum skein dagsljósið inn um op á veggnum, og áður en hún gerði sér ljóst, hvað hún gerði, fikraði hún sig niður eftir gang- inum. Hann endaði í öðrum helli, minni en þeim fyrri, en nær berg- inu. Op var ofarlega á veggnum og stígur á enda hellisins. Þetta var eins og löng og dimm neð- anjarðargöng, en frammi fyrir gat hún séð dagsljós. Hún hélt áfram niður og ölduniðurinn varð háværari og niður úr þak- inu drupu vatnsdropar. Veggirn- ir voru votir og þaktir slími. Ljósið varð bjartara þess nær hún kom útganginum og loítið kaldara og ferskara. Nú gat hún heyrt sogandi hljóð aðfallsins, þegar það fossaði inn í neðan- jarðarhellana og út aftur. Nú gat hún séð fyrir enda gangsins og þegar hún kom nær, sá hún nýjan stiga, sem leiddi niður á ójafnt gólf á öðrum helli. Þegar hún var komin þangað, sá hún, að nú komst hún ekki lengra. Engin leið lá úr honum önnur en lítið op á veggnum. Þak hellisins hallaði að þessu opi og gólfið lá upp á við í sömu átt. Marian þurfti að skríða til þess að komast að opinu og það var með naumindum að hún gæti troðið sér út í gegnum það. Það lá út að lítilli syllu og þaðan var bratt niður í sjóinn fyrir neð- an. Flóðið var í vexti og síðari aldan, sem skall á klettana, freyddi og fossaði hærra upp en sú næsta á undan. Það fór hrollur um Marian þegar hún hugsaði um síðasta sólarhringinn. Þetta umhverfi kom henni kunnuglega fyrir sjónir. Hún horfði rannsakandi á syiluna. Henni fannst sem hún hefði séð hana fyrr, en frá öðr- um sjónarhóli. Hún fikraði sig varlega framar, lagðist á grúfu og leit niður. Hún vissi það fyrir, hvað hún mundi sjá. Þetta var sama langa og mjóa syllan, en núna stóð hún hátt upp úr sjónum. Það var þarna, sem Paul hafði yfirgefið hana •— og það var þarna, sem Alan Chard hafði bjargað henni. Marian skreið aftur að hellin- um. Hún settist, dró hnén upp undir sig og hélt sér dauðahaldi í þau, eins og til að reyna að stanza skjálftann, sem heitók hana. Nú vissi hún þetta með vissu, nú hafði hún sannanir — óhrekjandi sönnun fyrir því, að Paul hafði reynt að myrða hana. Hann hafði skilið hana eftir á syllunni, en klifrað sjálfur upp í hellinn. Þaðan hafði hann svo Framhald á bls. 46 VIKA.N 14. tW. — 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.