Vikan


Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 43

Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 43
— Ég er syfjaður. Heldurðu þér verði ekki kalt? — Nei. Það er ekki kalt. Sólin er komin upp. — Farðu að sofa. Ég er skemmti- legri útsofinn. — Af hverju ertu svona fallega sólbrúnn? — Það er prentsmiðjuskítur. Farðu að sofa. — Ég skal laga pokann þinn, sagði hún og hallaði sér ófram. Illa hneppt peysan ypptist til, um leið og hún lagaði höfðalagið á svefnpokanum, eins og undir henni væru tveir plastpokar, fullir af vatni. Hann lokaði augunum. Hún hætti að laga pokann. Samt fór hún ekki. Hann skynjaði hana hjá sér, þótt hann heyrði hana hvorki, sæi né fyndi. Hann vonaði að hún færi. Hann lauk upp augun- um, og andlit hennar var rétt hjá hans. Augun voru djúp og dimm. Nokkur andartök horfðust þau ( augu. Svo lokaði hann augunum aftur og sagði: — Góða nótt. Honum fannst hún vera óralengi kyrr í sömu stellingum. Svo fann hann, að hún stóð upp og fór fram eftir bílnum. Hún var þá svona .Hann hefði ekki átt að leyfa henni að sofa í bílnum. Kvenfólk, sem endilega vildi sofa í bílunum var allt eins. Og það gat aldrei sætt sig við, að það væru ekki allir bílstjórar eins. Ef hún kæmi aftur, væri bezt að segja henni, að það væru betri sæti í bílnum hjá Togga. Hún var farin úr bílnum, þegar hann vaknaði. Sólin stóð hátt á himninum. Hann leit á klukkuna og sá, að hún var hálf eitt. Það var orðið kæsandi heitt ( pokanum og terrilínbuxurnar voru rakar af hita. Hann tók handklæði sitt og gula plastflösku og lötraði upp dalinn í áttina að sprænunni, sem stund- um var að finna ofarlega í gilinu. Það var ekki búið að setja upp timburmannaleiðsluna niður ( dal- inn. Það var þrúgandi hiti úti, hvíta- logn og brakandi sól. Fólkið lá víðsvegar um dalinn, allt léttklætt, sumt fáklætt. Það yrði margt í Mörkinni í kvöld. þegar laugardags bílarnir kæmu að sunnan. Það yrði margt, og það yrði mikill hávaði, hróp, sköll, óp, hlátrar og læti. Spurning, hvort ekki væri bezt að fara fram á Aura til að sofa í friði. Hann fann sprænuna fremur hátt uppi í brekku sunnan við gilið. Hann gekk nokkuð upp með henni til þess að finna bunu, sem hann gæti sett hendurnar undir. Beggja megin, utan með sprænunni, voru bréf utan af sápu og hvítur tann- kremsdrítur. Hann fann bunu og þvoði sér. Á eftir tók hann vatn á gulu plastflöskuna, batt skyrtuna á ermunum um mittið og gekk aftur niður ( dalinn. Hann var að velta þv( fyrir sér, hvað hefði orðið af stúlkunni. Hvort hún hefði kannski farið yfir f bíl- inn til Togga. Hann átti hálft ( hvoru von á að sjá hana niðri á Þú ætlar til útlanda í vertíðarlokin? Já, við hjónin förum til London með Flugfélaginu, Hún til að verzla og ég til að sjá mig um í heimsborginni. Þetta kostar ekkert, Flugfélagið veitir 25% afslátt, hvorki meira né minna en 3038 krónur fyrir okkur bæði. Það er líka nau.ðsynlegt að lyfta sér upp öðru hverju! Leitið upplýsinga um lágu fargjöldin hjá Flugfélaginu eða ferðaskrifstof- unum. zzr/mÆ'/m A/////ds^ c/ /CJELAyvi)A/jR VIKAN 14. tbl. — 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.